Anton Sveinn er hættur Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 15:55 Anton Sveinn með móður sinni Helgu Margréti Sveinsdóttur og með silfurverðlaunin frá Evrópumeistaramótinu um hálsinn, fyrir tæpu ári síðan. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Sundkappinn og fjórfaldi Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee hefur ákveðið að láta gott heita og mun ekki keppa á fleiri mótum á sínum glæsta ferli. Anton greindi frá þessu í samtali við RÚV í dag þar sem hann staðfesti að hann myndi ekki taka þátt á Meistaramóti Íslands í 25 metra laug um helgina. Eftir Ólympíuleikana í París í sumar flutti Anton heim en hugðist keppa á einu stórmóti til viðbótar áður en ferlinum lyki; HM í 25 metra laug í Búdapest í desember. Anton, sem hefur snúið sér að pólitík eftir að hann flutti heim í haust og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, auk þess sem hann starfar hjá HS Orku, segir of miklar annir hafa valdið því að hann gæti ekki æft sem skyldi. „Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér að undanförnu, er kominn í fulla vinnu og svo er ég í framboði, þannig að ég náði ekki æfa eins mikið og ég hafði ætlað mér. Ég ákvað því að sleppa því að taka þátt um helgina og segja þetta gott. Ég geng sáttur frá borði eftir ferilinn,“ segir Anton við RÚV. Handhafi fjölda Íslandsmeta og silfurhafi á EM Anton, sem verður 31 árs í næsta mánuði, hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum ferli og er handhafi sjö Íslandsmeta í einstaklingsgreinum í 50 metra laug, og sex Íslandsmeta í 25 metra laug. Fyrir tæpu ári síðan vann hann svo sín fyrstu verðlaun á stórmóti, þegar hann vann til silfurverðlauna í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Rúmeníu. Anton keppti í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í London árið 2012, þá 18 ára gamall, en þá voru aðalgreinar hans lengri skriðsund. Hans aðalgreinar urðu hins vegar 100 og 200 metra bringusund. Hann keppti einnig á leikunum í Ríó 2016 og í Tókýó árið 2021, og lauk ferlinum með keppni á Ólympíuleikunum í París í sumar þar sem hann komst í undanúrslit í 200 metra bringusundi. Sund Ólympíuleikar Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Anton greindi frá þessu í samtali við RÚV í dag þar sem hann staðfesti að hann myndi ekki taka þátt á Meistaramóti Íslands í 25 metra laug um helgina. Eftir Ólympíuleikana í París í sumar flutti Anton heim en hugðist keppa á einu stórmóti til viðbótar áður en ferlinum lyki; HM í 25 metra laug í Búdapest í desember. Anton, sem hefur snúið sér að pólitík eftir að hann flutti heim í haust og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, auk þess sem hann starfar hjá HS Orku, segir of miklar annir hafa valdið því að hann gæti ekki æft sem skyldi. „Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér að undanförnu, er kominn í fulla vinnu og svo er ég í framboði, þannig að ég náði ekki æfa eins mikið og ég hafði ætlað mér. Ég ákvað því að sleppa því að taka þátt um helgina og segja þetta gott. Ég geng sáttur frá borði eftir ferilinn,“ segir Anton við RÚV. Handhafi fjölda Íslandsmeta og silfurhafi á EM Anton, sem verður 31 árs í næsta mánuði, hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum ferli og er handhafi sjö Íslandsmeta í einstaklingsgreinum í 50 metra laug, og sex Íslandsmeta í 25 metra laug. Fyrir tæpu ári síðan vann hann svo sín fyrstu verðlaun á stórmóti, þegar hann vann til silfurverðlauna í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Rúmeníu. Anton keppti í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í London árið 2012, þá 18 ára gamall, en þá voru aðalgreinar hans lengri skriðsund. Hans aðalgreinar urðu hins vegar 100 og 200 metra bringusund. Hann keppti einnig á leikunum í Ríó 2016 og í Tókýó árið 2021, og lauk ferlinum með keppni á Ólympíuleikunum í París í sumar þar sem hann komst í undanúrslit í 200 metra bringusundi.
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira