Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. nóvember 2024 19:30 Sigurgeir var skiljanlega nokkuð þreyttur þegar hann kom í land. Kristinn Þór Jónasson Maður sem synti milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar með eiginkonu sína í eftirdragi segist hafa þurft að hundsa eigin efasemdir allan tímann. Sundið tók um sex tíma, og sjórinn var aðeins tveggja gráðu heitur þegar verst lét. Maðurinn heitir Sigurgeir Svanbergsson, sem synti í gær frá Reyðarfirði yfir til Eskifjarðar, með Sóleyju Gísladóttur eiginkonu sína í kajak í eftirdragi. Sundið synti hann til styrktar Píeta-samtökunum, í ísköldum sjónum. „Ég held að hann hafi verið í fimm gráðum þegar við byrjuðum, en síðan þegar fór að nálgast Eskifjörð þá lækkaði hitastigið alveg svakalega og var komið niður í tvær gráður,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. Straumagrautur gerði langa leið lengri Leiðin átti að vera um sex kílómetrar, en varð töluvert lengri vegna aðstæðna. „Þetta endaði í 7,7 held ég. Þegar við erum að koma inn í Eskifjörð eru einhverjar hræringar þar, einhver straumagrautur. Þannig að við fórum allt aðra leið en við ætluðum.“ Sigurgeir, sem hefur synt þó nokkur langsund til styrktar góðu málefni áður, lagði af stað laust fyrir hádegi í gær, en sundið tók um sex tíma. „Kuldinn var náttúrulega svakalega erfiður. Ég var orðinn svo dofinn í framan að mér leið eins og ég væri nýkominn frá tannlækni. Og svo voru það þessir straumar. Ég var farinn að efast svo mikið um árangurinn. Ég hélt að við værum bara föst einhvers staðar og það væri ekkert að gerast.“ Sú var þó ekki raunin, en Sigurgeir segist hafa haft sínar efasemdir allan tímann. „Svo er ég eiginlega út allt sundið að hundsa þessar raddir sem eru að búa til ástæður fyrir mig til þess að hætta. Því það er endalaust af ástæðum til að hætta þessu.“ Táraðist þegar hann kom að landi Sigurgeir naut liðsinnis fjölda fólks í kringum sig, sem og siglingaklúbbs, björgunarsveita og slökkviliðs, við sundið. „Það tæki mig langan tíma að telja upp alla sem komu að þessu,“ segir hann, þannig að þakklætið skín í gegn. Um 150 manns hafi tekið á móti honum við Mjóeyri, þar sem Sigurgeir kom í land. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna afreki Sigurgeirs, og styðja hann síðasta spölinn.Kristinn Þór Jónasson „Ég táraðist þegar ég kom þarna og sá allt þetta fólk, og það var kílómetri af bílaröð sem var að fylgja mér síðasta spölinn. Þetta var ótrúlegt.“ Þótt Sigurgeir hafi komið í land í gær er enn hægt að heita á hann, og leggja Píeta-samtökunum þannig lið. Upplýsingar um söfnunina má finna hér að neðan. Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla) Fjarðabyggð Sjósund Góðverk Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Maðurinn heitir Sigurgeir Svanbergsson, sem synti í gær frá Reyðarfirði yfir til Eskifjarðar, með Sóleyju Gísladóttur eiginkonu sína í kajak í eftirdragi. Sundið synti hann til styrktar Píeta-samtökunum, í ísköldum sjónum. „Ég held að hann hafi verið í fimm gráðum þegar við byrjuðum, en síðan þegar fór að nálgast Eskifjörð þá lækkaði hitastigið alveg svakalega og var komið niður í tvær gráður,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. Straumagrautur gerði langa leið lengri Leiðin átti að vera um sex kílómetrar, en varð töluvert lengri vegna aðstæðna. „Þetta endaði í 7,7 held ég. Þegar við erum að koma inn í Eskifjörð eru einhverjar hræringar þar, einhver straumagrautur. Þannig að við fórum allt aðra leið en við ætluðum.“ Sigurgeir, sem hefur synt þó nokkur langsund til styrktar góðu málefni áður, lagði af stað laust fyrir hádegi í gær, en sundið tók um sex tíma. „Kuldinn var náttúrulega svakalega erfiður. Ég var orðinn svo dofinn í framan að mér leið eins og ég væri nýkominn frá tannlækni. Og svo voru það þessir straumar. Ég var farinn að efast svo mikið um árangurinn. Ég hélt að við værum bara föst einhvers staðar og það væri ekkert að gerast.“ Sú var þó ekki raunin, en Sigurgeir segist hafa haft sínar efasemdir allan tímann. „Svo er ég eiginlega út allt sundið að hundsa þessar raddir sem eru að búa til ástæður fyrir mig til þess að hætta. Því það er endalaust af ástæðum til að hætta þessu.“ Táraðist þegar hann kom að landi Sigurgeir naut liðsinnis fjölda fólks í kringum sig, sem og siglingaklúbbs, björgunarsveita og slökkviliðs, við sundið. „Það tæki mig langan tíma að telja upp alla sem komu að þessu,“ segir hann, þannig að þakklætið skín í gegn. Um 150 manns hafi tekið á móti honum við Mjóeyri, þar sem Sigurgeir kom í land. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna afreki Sigurgeirs, og styðja hann síðasta spölinn.Kristinn Þór Jónasson „Ég táraðist þegar ég kom þarna og sá allt þetta fólk, og það var kílómetri af bílaröð sem var að fylgja mér síðasta spölinn. Þetta var ótrúlegt.“ Þótt Sigurgeir hafi komið í land í gær er enn hægt að heita á hann, og leggja Píeta-samtökunum þannig lið. Upplýsingar um söfnunina má finna hér að neðan. Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla)
Fjarðabyggð Sjósund Góðverk Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira