Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 11:40 Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir Landspítalann hafa haft sjö mánuði til að bregðast við launamuninum en hafi ekki gert það. Vísir/Sigurjón Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur sent inn kæru til Kærunefndar jafnréttismála vegna þess að forstöðuhjúkrunarfræðingar á tveimur sviðum Landspítalans fá greidd um 150 þúsund krónum lægri laun en forstöðulæknar á sömu sviðu. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að allir hjúkrunarfræðingarnir eru konur og allir læknarnir karlar. Þar kemur jafnframt fram að forstöðumennirnir heyri allir undir framkvæmdastjóra sviðanna tveggja. Alls séu sex svið á Landspítalanum sem sé stýrt af bæði hjúkrunarfræðingum og læknum en þau séu öll á sömu launum. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir um alvarlegt misrétti að ræða. Það sé alveg skýrt í starfslýsingu að sama þó um sé að ræða hjúkrunarfræðing eða lækni í stöðu forstöðumanns séu þau með sömu starfslýsingu. Landspítalanum tilkynnt um málið fyrir sjö mánuðum Hún segir að Landspítalanum hafi verið gert viðvart um þennan mun í apríl á þessu ári og því hafi spítalinn haft góðan tíma til að bregðast við, en hafi ekki gert það. „Þetta er kynbundinn launamunur. Það er það sem við erum að benda á,“ segir Guðbjörg. Starfslýsingin sé eins fyrir störfin tvö. Þetta sé stjórnunarstaða og komi sérhæfingu læknisins eða hjúkrunarfræðingsins til dæmis ekki við. „Þau sinna sömu störfum. Þetta er stjórnunarstarf og starfslýsingin er eftir því,“ segir Guðbjörg. Í samanburði þeirra á þeim komi fram að ábyrgð, skyldur, umgjörð og starfssvið sé það sama. Þá sinni þau sömu verkefnum eins og mannauðsmálum, fjárhagsáætlanagerð og að samhæfa verklag. Þá bendir Guðbjörg á að til dæmis hafi þau leyst hvert annað af síðasta sumar. „Það er ekkert óeðlilegt því þetta er stjórnarstarf. Það má ekki rugla þessu með því að ota saman læknum og hjúkrunarfræðinga. Þetta snýst um virðingu starfsins og þau eru að sinna nákvæmlega sama starfi. Þetta er það sem við erum alltaf að tala um í kjaramálum, að reyna að setja miða á virði starfsins.“ Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Jafnréttismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að allir hjúkrunarfræðingarnir eru konur og allir læknarnir karlar. Þar kemur jafnframt fram að forstöðumennirnir heyri allir undir framkvæmdastjóra sviðanna tveggja. Alls séu sex svið á Landspítalanum sem sé stýrt af bæði hjúkrunarfræðingum og læknum en þau séu öll á sömu launum. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir um alvarlegt misrétti að ræða. Það sé alveg skýrt í starfslýsingu að sama þó um sé að ræða hjúkrunarfræðing eða lækni í stöðu forstöðumanns séu þau með sömu starfslýsingu. Landspítalanum tilkynnt um málið fyrir sjö mánuðum Hún segir að Landspítalanum hafi verið gert viðvart um þennan mun í apríl á þessu ári og því hafi spítalinn haft góðan tíma til að bregðast við, en hafi ekki gert það. „Þetta er kynbundinn launamunur. Það er það sem við erum að benda á,“ segir Guðbjörg. Starfslýsingin sé eins fyrir störfin tvö. Þetta sé stjórnunarstaða og komi sérhæfingu læknisins eða hjúkrunarfræðingsins til dæmis ekki við. „Þau sinna sömu störfum. Þetta er stjórnunarstarf og starfslýsingin er eftir því,“ segir Guðbjörg. Í samanburði þeirra á þeim komi fram að ábyrgð, skyldur, umgjörð og starfssvið sé það sama. Þá sinni þau sömu verkefnum eins og mannauðsmálum, fjárhagsáætlanagerð og að samhæfa verklag. Þá bendir Guðbjörg á að til dæmis hafi þau leyst hvert annað af síðasta sumar. „Það er ekkert óeðlilegt því þetta er stjórnarstarf. Það má ekki rugla þessu með því að ota saman læknum og hjúkrunarfræðinga. Þetta snýst um virðingu starfsins og þau eru að sinna nákvæmlega sama starfi. Þetta er það sem við erum alltaf að tala um í kjaramálum, að reyna að setja miða á virði starfsins.“
Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Jafnréttismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira