Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Lestrarklefinn og Jana Hjörvar 31. október 2024 08:45 Jana Hjörvar fjallar um nýjustu skáldsögu Nönnu Rögnvaldardóttur í Lestrarklefanum. Á menningarvefnum Lestrarklefinn er fjallað um allskonar bækur allt frá fræðibókum til fagurbókmennta. Jana Hjörvar fjallar hér um skáldsögu Nönnu Rögnvaldardóttur, Þegar sannleikurinn sefur. Annað árið í röð sendir Nanna Rögnvaldardóttir frá sér skáldsögu og eru þær því orðnar tvær sem hún hefur sent frá sér. Nú kom út bókin Þegar sannleikurinn sefur sem er söguleg skáldsaga líkt og Valskan, bók Nönnu sem kom út í fyrra. Það sem er öðruvísi við bókina sem kemur út nú er að hún er ekki bara söguleg skáldsaga heldur einnig hrein og klár spennusaga og er það skemmtilegur vinkill. Sagan gerist á Íslandi á 18. öld í samfélagi sem er markað af afleiðingum Stórubólu sem geisað hafði yfir landið nokkrum árum fyrr. Morð er framið. Ung vinnukona er myrt og ein af þeim fyrstu til að koma að líkinu er Bergþóra, ekkja og húsfreyja á Hvömmum. Vinnukonan er strax sett í það box af samfélaginu að hafa verið laus í rásinni og óhlýðin. Sögur fara á kreik og fljótt er farið að benda á mág Bergþóru sem morðingjann. Sýslumaður hefur rannsókn á málinu og fer að yfirheyra fólk og koma þá ýmsar sögur og leyndarmál upp á yfirborðið. Aðalsögupersóna bókarinnar, hún Bergþóra, leiðir lesandann í gegnum söguna og tekur virkan þátt í að leysa ráðgátuna. Sjálf hefur hún mögulega einhver leyndarmál að fela sem tengjast og tengjast ekki sakamálinu. Spennandi með frábæra fléttu Bókin var ánægjulestur út í gegn. Hún er auðlesin og er hrein og klár dægrastytting. Spennandi saga sem hélt mér vel við lesturinn, enda er fléttan góð og úrlausn málsins kom mér sannarlega á óvart. Það var ánægjulegt að lesa sögulega skáldsögu sem á að gerast í íslensku samfélagi en er jafnframt glæpasaga með dass af rómans. Þar að auki kann ég að meta að aðalsögupersónan er sterk kona sem ræður sér sjálf að mestu leyti, allavega þegar við kynnumst henni. Það voru tvenn hugrenningatengsl sem vöknuðu upp hjá mér við lesturinn. Annars vegar renndi ég hug til bóka eftir Agöthu Christie en hlutverk Bergþóru í sögunni minnti mig smávegis á persónur eins og Miss Marple eða Hercule Poirot. Svo voru það yfirheyrslurnar, lýsingarnar á þeim og samtölin sem minntu mig á þær ýmsu bækur sem skrifaðar hafa verið um til dæmis mál Agnesar og Friðriks og einnig morðanna á Sjöundá. Nanna tekur fram í eftirmála að hún hafi stuðst eilítið við söguna af Magnúsi Benediktssyni í Hólum og Úlfár-Gunnu sem gerðist í Eyjafirði í upphafi 18. aldar – og var víst eitt af umtöluðustu sakamálum þess tíma. Svo hugrenningartengsl mín til bóka um önnur íslensk sakamál eru kannski ekki skrítin, en ég telst ekki til þeirra sem þekkja mál Magnúsar og Úlfár-Gunnu vel. Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni hér. Fleiri ritdóma er að finna inni á lestrarklefinn.is. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Sjá meira
Annað árið í röð sendir Nanna Rögnvaldardóttir frá sér skáldsögu og eru þær því orðnar tvær sem hún hefur sent frá sér. Nú kom út bókin Þegar sannleikurinn sefur sem er söguleg skáldsaga líkt og Valskan, bók Nönnu sem kom út í fyrra. Það sem er öðruvísi við bókina sem kemur út nú er að hún er ekki bara söguleg skáldsaga heldur einnig hrein og klár spennusaga og er það skemmtilegur vinkill. Sagan gerist á Íslandi á 18. öld í samfélagi sem er markað af afleiðingum Stórubólu sem geisað hafði yfir landið nokkrum árum fyrr. Morð er framið. Ung vinnukona er myrt og ein af þeim fyrstu til að koma að líkinu er Bergþóra, ekkja og húsfreyja á Hvömmum. Vinnukonan er strax sett í það box af samfélaginu að hafa verið laus í rásinni og óhlýðin. Sögur fara á kreik og fljótt er farið að benda á mág Bergþóru sem morðingjann. Sýslumaður hefur rannsókn á málinu og fer að yfirheyra fólk og koma þá ýmsar sögur og leyndarmál upp á yfirborðið. Aðalsögupersóna bókarinnar, hún Bergþóra, leiðir lesandann í gegnum söguna og tekur virkan þátt í að leysa ráðgátuna. Sjálf hefur hún mögulega einhver leyndarmál að fela sem tengjast og tengjast ekki sakamálinu. Spennandi með frábæra fléttu Bókin var ánægjulestur út í gegn. Hún er auðlesin og er hrein og klár dægrastytting. Spennandi saga sem hélt mér vel við lesturinn, enda er fléttan góð og úrlausn málsins kom mér sannarlega á óvart. Það var ánægjulegt að lesa sögulega skáldsögu sem á að gerast í íslensku samfélagi en er jafnframt glæpasaga með dass af rómans. Þar að auki kann ég að meta að aðalsögupersónan er sterk kona sem ræður sér sjálf að mestu leyti, allavega þegar við kynnumst henni. Það voru tvenn hugrenningatengsl sem vöknuðu upp hjá mér við lesturinn. Annars vegar renndi ég hug til bóka eftir Agöthu Christie en hlutverk Bergþóru í sögunni minnti mig smávegis á persónur eins og Miss Marple eða Hercule Poirot. Svo voru það yfirheyrslurnar, lýsingarnar á þeim og samtölin sem minntu mig á þær ýmsu bækur sem skrifaðar hafa verið um til dæmis mál Agnesar og Friðriks og einnig morðanna á Sjöundá. Nanna tekur fram í eftirmála að hún hafi stuðst eilítið við söguna af Magnúsi Benediktssyni í Hólum og Úlfár-Gunnu sem gerðist í Eyjafirði í upphafi 18. aldar – og var víst eitt af umtöluðustu sakamálum þess tíma. Svo hugrenningartengsl mín til bóka um önnur íslensk sakamál eru kannski ekki skrítin, en ég telst ekki til þeirra sem þekkja mál Magnúsar og Úlfár-Gunnu vel. Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni hér. Fleiri ritdóma er að finna inni á lestrarklefinn.is.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Sjá meira