Vopnaðir lögreglumenn og lokaðar götur í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2024 13:21 Vopnaðir lögreglumenn komu að umfangsmikilli öryggisgæslu vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Hörpu á síðasta ári. Hið sama verður uppi á teningnum í næstu viku, vegna þings Norðurlandaráðs. Vísir/Vilhelm Umfangsmiklar götulokanir verða í Reykjavík í næstu viku, vegna þings Norðurlandaráðs, auk þess sem vopnaðir lögreglumenn munu sinna öryggisgæslu. Verulegar takmarkanir verða einnig á umferð um Þingvelli á mánudag. Greint er frá götulokunum í miðborg Reykjavíkur á vef lögreglunnar. Þar segir að á þinginu, sem fer fram 28. til 31. október, komi saman 87 þingmenn Norðurlandaráðs, forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar, samstarfsráðherrar Norðurlanda og ýmsir aðrir ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum, auk fjölda gesta frá löndum utan Norðurlanda. Íslenska ríkið hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna þegar tekið er á móti þjóðarleiðtogum erlendra ríkja. Öryggi þjóðarleiðtoga erlendra ríkja sem hingað koma sé á ábyrgð íslenska ríkisins. Víðtækar götulokanir voru í miðborg Reykjavíkur í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Fram kemur í tilkynningu lögreglu að mikil öryggisgæsla verði í og við hið lokaða svæði meðan þingið stendur yfir. Þeir lögreglumenn sem komi að þeirri gæslu verði vopnaðir. Skemmst er að minnast víðtækra götulokana í miðborginni og vopnaðra lögreglumanna vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem haldinn var í Hörpu í maí á síðasta ári. Lokanirnar nú eru þó ekki jafn umfangsmiklar og þá. Ráðhúsið lokað Þær götulokanir sem um ræðir eru eftirfarandi: Í miðborg Reykjavíkur verður Vonarstræti lokað milli Lækjargötu og Suðurgötu. Templarasund og Kirkjustræti frá Pósthússtræti verður einnig lokað, auk þess sem Tjarnargötu á milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis verður lokað. Svæðið sem um ræðir sést hér á korti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Bílastæðahúsi við Ráðhús Reykjavíkur verður lokað fyrir allri umferð en Tjarnargata frá Skothúsvegi verður opin að Tjarnargötu 14, þar sem tvístefnuakstur verður um opna hlutann á Tjarnargötu. Bílastæðahúsinu verður lokað mánudaginn 28. október kl. 8:00 og götulokanir taka gildi á sama tíma. Lokunum verður aflétt á miðvikudeginum 30. október kl. 16:00. Þá verður Ráðhús Reykjavíkur lokað almenningi frá laugardeginum 26. október til og með fimmtudeginum 31. október. Engin gangandi umferð um Þingvelli Vegna þingsins verða einnig verulegar takmarkanir á umferð ökutækja og hjólandi vegfarenda um Þingvelli næstkomandi mánudag, 28. október, og öll umferð gangandi vegfarenda bönnuð. „Það verður heimilt að aka til austurs um Þingvallaveg en lokað verður fyrir umferð til vesturs frá gatnamótum Þingvallavegar/Lyngdalsheiðar að gatnamótum Þingvallavegar/Grafningsvegar. Allri umferð til vesturs um Lyngdalsheiði frá Laugarvatni verður beint til suðurs við áðurnefnd gatnamót og niður á Biskupstungnabraut Þjónustumiðstöð á Leirum verður opin en Vallavegur frá þjónustumiðstöð verður lokaður. Öll umferð um Þinghelgi verður óheimil, auk þess sem aðkoma að Haki og Silfru verða lokuð. Lokanir taka gildi kl. 07:00 mánudaginn 28. október og gilda til miðnættis,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi. Ferðamenn ganga um Þingvelli. Það verður ekki í boði á mánudaginn.Vísir/Arnar Lögreglan Þingvellir Norðurlandaráð Reykjavík Umferð Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Greint er frá götulokunum í miðborg Reykjavíkur á vef lögreglunnar. Þar segir að á þinginu, sem fer fram 28. til 31. október, komi saman 87 þingmenn Norðurlandaráðs, forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar, samstarfsráðherrar Norðurlanda og ýmsir aðrir ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum, auk fjölda gesta frá löndum utan Norðurlanda. Íslenska ríkið hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna þegar tekið er á móti þjóðarleiðtogum erlendra ríkja. Öryggi þjóðarleiðtoga erlendra ríkja sem hingað koma sé á ábyrgð íslenska ríkisins. Víðtækar götulokanir voru í miðborg Reykjavíkur í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Fram kemur í tilkynningu lögreglu að mikil öryggisgæsla verði í og við hið lokaða svæði meðan þingið stendur yfir. Þeir lögreglumenn sem komi að þeirri gæslu verði vopnaðir. Skemmst er að minnast víðtækra götulokana í miðborginni og vopnaðra lögreglumanna vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem haldinn var í Hörpu í maí á síðasta ári. Lokanirnar nú eru þó ekki jafn umfangsmiklar og þá. Ráðhúsið lokað Þær götulokanir sem um ræðir eru eftirfarandi: Í miðborg Reykjavíkur verður Vonarstræti lokað milli Lækjargötu og Suðurgötu. Templarasund og Kirkjustræti frá Pósthússtræti verður einnig lokað, auk þess sem Tjarnargötu á milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis verður lokað. Svæðið sem um ræðir sést hér á korti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Bílastæðahúsi við Ráðhús Reykjavíkur verður lokað fyrir allri umferð en Tjarnargata frá Skothúsvegi verður opin að Tjarnargötu 14, þar sem tvístefnuakstur verður um opna hlutann á Tjarnargötu. Bílastæðahúsinu verður lokað mánudaginn 28. október kl. 8:00 og götulokanir taka gildi á sama tíma. Lokunum verður aflétt á miðvikudeginum 30. október kl. 16:00. Þá verður Ráðhús Reykjavíkur lokað almenningi frá laugardeginum 26. október til og með fimmtudeginum 31. október. Engin gangandi umferð um Þingvelli Vegna þingsins verða einnig verulegar takmarkanir á umferð ökutækja og hjólandi vegfarenda um Þingvelli næstkomandi mánudag, 28. október, og öll umferð gangandi vegfarenda bönnuð. „Það verður heimilt að aka til austurs um Þingvallaveg en lokað verður fyrir umferð til vesturs frá gatnamótum Þingvallavegar/Lyngdalsheiðar að gatnamótum Þingvallavegar/Grafningsvegar. Allri umferð til vesturs um Lyngdalsheiði frá Laugarvatni verður beint til suðurs við áðurnefnd gatnamót og niður á Biskupstungnabraut Þjónustumiðstöð á Leirum verður opin en Vallavegur frá þjónustumiðstöð verður lokaður. Öll umferð um Þinghelgi verður óheimil, auk þess sem aðkoma að Haki og Silfru verða lokuð. Lokanir taka gildi kl. 07:00 mánudaginn 28. október og gilda til miðnættis,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi. Ferðamenn ganga um Þingvelli. Það verður ekki í boði á mánudaginn.Vísir/Arnar
Lögreglan Þingvellir Norðurlandaráð Reykjavík Umferð Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira