Lögreglustjóri skýtur á Grindavíkurnefnd Jón Þór Stefánsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 21. október 2024 11:08 Límmiði sem hefur hulið nafn Grindavíkurbæjar á skiltum til bæjarins hefur verið tekinn af. Vísir/Vilhelm Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar, sem varð í dag, en segir þó að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin. „Ég get fundið að því að upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Enn sem komið er enga upplýsingagjöf að hafa á þjóðvegum til og frá bænum,“ segir Úlfar. „Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega, en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Að sögn Úlfars er mikil hætta inni í Grindavíkurbæ en hættur leynist utan bæjarins.Vísir/Vilhelm Ýmsar hættur utan við bæinn Úlfar segist ekki hafa miklar áhyggjur af hættum í þéttbýlinu í Grindavík, en úti fyrir þéttbýlinu geti leynst ýmsar hættur. „Þegar við erum komin út fyrir þéttbýlið þá auðvitað leynast hættur víða. Fólk þarf að fara að með gát og lögreglustjóri getur haft áhyggjur af því svæði.“ Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hefur rekið saltfiskvinnslu og frystihús í Grindavík.Vísir/Vilhelm Hann segir fáa ferðamenn í Grindavík að svo stöddu, en gerir ráð fyrir að þeim gæti fjölgað. Kæmi til þess að skipulagðar ferðamannaferðir færu til Grindavíkur vanti upplýsingagjöf um ýmsa þætti, líkt og hvaða svæði væri rétt að skoða. Gamlar sprengjur ekki áhyggjuefni dagsins í dag Að mati Úlfars eru gamlar ósprungnar sprengjur bandaríska hersins, frá árunum 1952 til 1960, ekki áhyggjuefni dagsins í dag, en greint hefur verið frá því að Vogaheiði, þar sem herinn hélt úti skotæfingarsvæði, sé mengað af sprengjum. „En jörð hér í kringum Grindavík er auðvitað krosssprungin. Það hefur margoft komið fram í fjölmiðlum og í máli vísindamanna. Af því geta viðbragðsaðilar haft áhyggjur.“ Grindavík er þekkt fyrir sjávarútveg.Vísir/Vilhelm Úlfar segir að það bendi margt til þess að það verði aftur kvikuhlaup og jafnvel eldgos. Fyrirvarinn geti verið stuttur og því gæti aðgengi að bænum aftur verið takmarkað. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Grindavíkurbær nú opinn almenningi Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. 21. október 2024 07:55 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Ég get fundið að því að upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Enn sem komið er enga upplýsingagjöf að hafa á þjóðvegum til og frá bænum,“ segir Úlfar. „Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega, en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Að sögn Úlfars er mikil hætta inni í Grindavíkurbæ en hættur leynist utan bæjarins.Vísir/Vilhelm Ýmsar hættur utan við bæinn Úlfar segist ekki hafa miklar áhyggjur af hættum í þéttbýlinu í Grindavík, en úti fyrir þéttbýlinu geti leynst ýmsar hættur. „Þegar við erum komin út fyrir þéttbýlið þá auðvitað leynast hættur víða. Fólk þarf að fara að með gát og lögreglustjóri getur haft áhyggjur af því svæði.“ Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hefur rekið saltfiskvinnslu og frystihús í Grindavík.Vísir/Vilhelm Hann segir fáa ferðamenn í Grindavík að svo stöddu, en gerir ráð fyrir að þeim gæti fjölgað. Kæmi til þess að skipulagðar ferðamannaferðir færu til Grindavíkur vanti upplýsingagjöf um ýmsa þætti, líkt og hvaða svæði væri rétt að skoða. Gamlar sprengjur ekki áhyggjuefni dagsins í dag Að mati Úlfars eru gamlar ósprungnar sprengjur bandaríska hersins, frá árunum 1952 til 1960, ekki áhyggjuefni dagsins í dag, en greint hefur verið frá því að Vogaheiði, þar sem herinn hélt úti skotæfingarsvæði, sé mengað af sprengjum. „En jörð hér í kringum Grindavík er auðvitað krosssprungin. Það hefur margoft komið fram í fjölmiðlum og í máli vísindamanna. Af því geta viðbragðsaðilar haft áhyggjur.“ Grindavík er þekkt fyrir sjávarútveg.Vísir/Vilhelm Úlfar segir að það bendi margt til þess að það verði aftur kvikuhlaup og jafnvel eldgos. Fyrirvarinn geti verið stuttur og því gæti aðgengi að bænum aftur verið takmarkað.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Grindavíkurbær nú opinn almenningi Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. 21. október 2024 07:55 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Grindavíkurbær nú opinn almenningi Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. 21. október 2024 07:55