Miðbær með skautasvelli byggður í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. október 2024 14:03 Mikil spennan og eftirvænting er hjá íbúum í Þorlákshöfn og í nágrenninu fyrir miðbænum enda mættu fjölmargir á kynningarfundinn í vikunni. Aðsend Stórhuga framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Þorlákshöfn fyrir nokkra milljarða króna en þar á að fara að byggja miðbæ í einkaframkvæmd. Skautasvell verður hluti af nýja miðbænum. Boðað var til kynningarfundar í vikunni um nýja miðbæinn en hugmyndirnar féll vel í flesta fundarmenn og urðu töluverðar umræður um þetta mikla og stóra verkefni. Fyrir þá sem þekkja ekki til í Þorlákshöfn þá verður miðbærinn á svæðinu hægra megin við umferðarljósin þegar keyrt er inn í bæinn við Selvogsbrautina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss lýsir hér miðbænum, sem á að fara að byggja en Þorlákshöfn hefur stækkað mjög mikið á síðustu árum. „Og er nú svo komið að það er orðin þörf fyrir svona lifandi vettvang fyrir bæði fólk að sýna sig og sjá aðra og efla í kringum það bæði mannlíf og menningu og skapa vettvang fyrir þjónustufyrirtæki, bæði verslanir, veitingastaði og þetta, sem við þekkjum í sterkum miðbæjum og út á það ganga þessar hugmyndir,“ segir Elliði og bætir við. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er mjög spenntur eins og aðrir íbúar sveitarfélgsins fyrir nýja miðbænum, sem á að byggja upp í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður að sumuleyti nokkuð klassískur miðbær með verslanir og þjónusturými á jarðhæðum og það er gert ráð fyrir hóteli í miðbænum líka, íbúðum að hluta til á efri hæðum. Torgið sjálft er mjög svona milt og manneskjulegt. Svo höfum við hug á því að ganga þannig frá svæðinu að yfir vetrartímann getum við rekið skautasvell á torginu.“ Elliði segir að kostnaðurinn við miðbæinn hlaupi á einhverjum milljörðum króna, jafnvel tugi milljörðum en verkið verður unnið í einkaframkvæmd af félaginu Arnarhvoli . Hann segir að framkvæmdir hefjist í vetur með byggingu fyrstu húsanna. „Fólk tekur mjög vel í þetta. Það var alveg frábær mæting á kynningarfundinn og við höfum fengið ábendingar um ýmislegt, sem tengist eftir það þannig að þetta er unnið í mjög góðu samstarfi við bæði framkvæmdaaðilann og íbúa og auðvitað hlökkum við mikið til,“ segir Elliði. Skautasvell verður í miðbænum yfir vetrartímann og skiltið, „Hamingjan er hér“ verður að sjálfsögðu á staðnum.Aðsend Ölfus Byggingariðnaður Skautaíþróttir Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Boðað var til kynningarfundar í vikunni um nýja miðbæinn en hugmyndirnar féll vel í flesta fundarmenn og urðu töluverðar umræður um þetta mikla og stóra verkefni. Fyrir þá sem þekkja ekki til í Þorlákshöfn þá verður miðbærinn á svæðinu hægra megin við umferðarljósin þegar keyrt er inn í bæinn við Selvogsbrautina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss lýsir hér miðbænum, sem á að fara að byggja en Þorlákshöfn hefur stækkað mjög mikið á síðustu árum. „Og er nú svo komið að það er orðin þörf fyrir svona lifandi vettvang fyrir bæði fólk að sýna sig og sjá aðra og efla í kringum það bæði mannlíf og menningu og skapa vettvang fyrir þjónustufyrirtæki, bæði verslanir, veitingastaði og þetta, sem við þekkjum í sterkum miðbæjum og út á það ganga þessar hugmyndir,“ segir Elliði og bætir við. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er mjög spenntur eins og aðrir íbúar sveitarfélgsins fyrir nýja miðbænum, sem á að byggja upp í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður að sumuleyti nokkuð klassískur miðbær með verslanir og þjónusturými á jarðhæðum og það er gert ráð fyrir hóteli í miðbænum líka, íbúðum að hluta til á efri hæðum. Torgið sjálft er mjög svona milt og manneskjulegt. Svo höfum við hug á því að ganga þannig frá svæðinu að yfir vetrartímann getum við rekið skautasvell á torginu.“ Elliði segir að kostnaðurinn við miðbæinn hlaupi á einhverjum milljörðum króna, jafnvel tugi milljörðum en verkið verður unnið í einkaframkvæmd af félaginu Arnarhvoli . Hann segir að framkvæmdir hefjist í vetur með byggingu fyrstu húsanna. „Fólk tekur mjög vel í þetta. Það var alveg frábær mæting á kynningarfundinn og við höfum fengið ábendingar um ýmislegt, sem tengist eftir það þannig að þetta er unnið í mjög góðu samstarfi við bæði framkvæmdaaðilann og íbúa og auðvitað hlökkum við mikið til,“ segir Elliði. Skautasvell verður í miðbænum yfir vetrartímann og skiltið, „Hamingjan er hér“ verður að sjálfsögðu á staðnum.Aðsend
Ölfus Byggingariðnaður Skautaíþróttir Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira