„Ég hef alltaf haft augun á þessu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. október 2024 20:10 Víðir Reynisson segist lengi hafa haft augun á þingmennsku og nú sé rétti tíminn. Vísir/Arnar Víðir Reynisson segist alltaf haft augun á því að fara á þing. Hann hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Hann leggur áherslu á velferðarmál og öryggismál. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, yrði oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Fréttastofa náði svo tali af Víði sem er staddur á Spáni og var spenntur fyrir komandi kosningabaráttu. Ber þetta framboð skjótt að? „Það er tiltölulega stuttur aðdragandi. Flokksfélagar í Samfylkingunni á Suðurlandi sendu tilnefningar á uppstillingarnefndina. Það var haft samband við mig hvort ég væri til í að verða við þeirri áskorun og ég gerði það. Var fljótur að taka ákvörðun eftir að hafa tekið fjölskyldufund,“ segir Víðir. Alltaf haft augun á þingmennsku Er þetta eitthvað sem hefur blundað í þér? „Ég hef verið jafnaðarmaður alla ævi. Pabbi var í bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn í Vestmannaeyjum þegar ég bjó þar og mín fyrsta þátttaka í kosningum var að vera sendisveinn fyrir Alþýðuflokkinn þar. Ég var mjög ungur þegar ég gekk í Alþýðuflokkinn og fór svo yfir í Samfylkinguna þegar hún varð til. Ég hef alltaf haft augun á þessu, það hefur kannski ekki farið saman með þeim störfum sem ég hef verið í að vera virkur í stjórnmálum en þetta er alltaf sú leið sem ég hef horft á. Ég hugsaði þetta fyrir síðustu kosningar en þá fannst mér mörg verkefni óunnin í almannavörnum. Núna fannst mér tækifærið.“ Eru einhverjar áherslur sem þú ert með? „Það kemur engum á óvart að velferðarmálin og sérstaklega hvað varðar börn og unga fólkið okkar er mér mjög hugleikið. Auðvitað líka löggæslumálin og öryggismálin eru hlutir sem ég þekki mjög vel. Öryggismál í mjög víðu samhengi eftir mín störf síðustu tvo áratugi.“ „Við þurfum að halda áfram að fjölga lögreglumönnum og þurfum að horfa heildstætt á lögregluna í því samhengi. Við þurfum að horfa á það að lögreglan í heild sinni er þjónustustofnun og við þurfum að styrkja hana á öllum sviðum. Það hefur oft verið athygli á það sem er á götunni en við þurfum líka að styrkja rannsóknardeildina þannig að málin fái farveg hratt í gegnum kerfið. Þar eru sóknarfæri fyrir okkur.“ Hefur reynslu úr lögreglunni og atvinnulífinu Fólk hefur strax nefnt að þú gætir verið góður kandídat í dómsmálaráðherra. Ertu að horfa eitthvað í ráðherraembætti? „Nei, ég er fyrst og fremst að bjóða mig fram til þingsins og svo kemur það bara í ljós hvernig verkefnunum verður skipt þar. Ég vona bara að ég fái verkefni sem henta minni þekkingu. Minn bakgrunnur er mjög breiður, það þekkja mig flestir úr þessum almannavarna- og lögreglustörfum en ég kem úr iðnaðnum líka. Ég er húsasmiður að mennt, hef unnið sem smiður, verkamaður og við matvinnslu. Þannig ég hef ansi breiðan bakgrunn úr atvinnulífinu.“ „Við stefnum að því að taka þátt í næstu ríkisstjórn“ Víðir þekkir Suðurkjördæmi vel þó hann búi í Kópavogi. Hann ólst þar upp og hefur unnið ýmis störf í kjördæminu. „Ég er er fæddur og uppalin í Vestmannaeyjum og var þar við störf. Síðan var ég í lögreglunni á Suðurlandi í þrjú ár að vinna að almannavarnaverkefnum með sveitarfélögunum og að öryggis- og viðbragðsáætlunum. Ég þekki kjördæmið mjög vel og mínar rætur liggjar þar.“ Snýrð aftur í kjördæmið í kosningabaráttu. „Ég er mjög spenntur fyrir því og á von á því að hún verði góð. Það er mikið af góðu fólki sem vill gera gagn. Ég hef trú á því að skoðanaskiptin verði góð og á von á því að við munum koma sterk inn. Það er tími til breytinga og við sjáum Samfylkinguna nálgast hlutina með nýjum hætti með tilkomu Kristrúnar. Búið að vera mikil málefnavinna um land allt og við stefnum að því að taka þátt í næstu ríkisstjórn ef við fáum traust frá þjóðinni til þess,“ segir hann að lokum Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, yrði oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Fréttastofa náði svo tali af Víði sem er staddur á Spáni og var spenntur fyrir komandi kosningabaráttu. Ber þetta framboð skjótt að? „Það er tiltölulega stuttur aðdragandi. Flokksfélagar í Samfylkingunni á Suðurlandi sendu tilnefningar á uppstillingarnefndina. Það var haft samband við mig hvort ég væri til í að verða við þeirri áskorun og ég gerði það. Var fljótur að taka ákvörðun eftir að hafa tekið fjölskyldufund,“ segir Víðir. Alltaf haft augun á þingmennsku Er þetta eitthvað sem hefur blundað í þér? „Ég hef verið jafnaðarmaður alla ævi. Pabbi var í bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn í Vestmannaeyjum þegar ég bjó þar og mín fyrsta þátttaka í kosningum var að vera sendisveinn fyrir Alþýðuflokkinn þar. Ég var mjög ungur þegar ég gekk í Alþýðuflokkinn og fór svo yfir í Samfylkinguna þegar hún varð til. Ég hef alltaf haft augun á þessu, það hefur kannski ekki farið saman með þeim störfum sem ég hef verið í að vera virkur í stjórnmálum en þetta er alltaf sú leið sem ég hef horft á. Ég hugsaði þetta fyrir síðustu kosningar en þá fannst mér mörg verkefni óunnin í almannavörnum. Núna fannst mér tækifærið.“ Eru einhverjar áherslur sem þú ert með? „Það kemur engum á óvart að velferðarmálin og sérstaklega hvað varðar börn og unga fólkið okkar er mér mjög hugleikið. Auðvitað líka löggæslumálin og öryggismálin eru hlutir sem ég þekki mjög vel. Öryggismál í mjög víðu samhengi eftir mín störf síðustu tvo áratugi.“ „Við þurfum að halda áfram að fjölga lögreglumönnum og þurfum að horfa heildstætt á lögregluna í því samhengi. Við þurfum að horfa á það að lögreglan í heild sinni er þjónustustofnun og við þurfum að styrkja hana á öllum sviðum. Það hefur oft verið athygli á það sem er á götunni en við þurfum líka að styrkja rannsóknardeildina þannig að málin fái farveg hratt í gegnum kerfið. Þar eru sóknarfæri fyrir okkur.“ Hefur reynslu úr lögreglunni og atvinnulífinu Fólk hefur strax nefnt að þú gætir verið góður kandídat í dómsmálaráðherra. Ertu að horfa eitthvað í ráðherraembætti? „Nei, ég er fyrst og fremst að bjóða mig fram til þingsins og svo kemur það bara í ljós hvernig verkefnunum verður skipt þar. Ég vona bara að ég fái verkefni sem henta minni þekkingu. Minn bakgrunnur er mjög breiður, það þekkja mig flestir úr þessum almannavarna- og lögreglustörfum en ég kem úr iðnaðnum líka. Ég er húsasmiður að mennt, hef unnið sem smiður, verkamaður og við matvinnslu. Þannig ég hef ansi breiðan bakgrunn úr atvinnulífinu.“ „Við stefnum að því að taka þátt í næstu ríkisstjórn“ Víðir þekkir Suðurkjördæmi vel þó hann búi í Kópavogi. Hann ólst þar upp og hefur unnið ýmis störf í kjördæminu. „Ég er er fæddur og uppalin í Vestmannaeyjum og var þar við störf. Síðan var ég í lögreglunni á Suðurlandi í þrjú ár að vinna að almannavarnaverkefnum með sveitarfélögunum og að öryggis- og viðbragðsáætlunum. Ég þekki kjördæmið mjög vel og mínar rætur liggjar þar.“ Snýrð aftur í kjördæmið í kosningabaráttu. „Ég er mjög spenntur fyrir því og á von á því að hún verði góð. Það er mikið af góðu fólki sem vill gera gagn. Ég hef trú á því að skoðanaskiptin verði góð og á von á því að við munum koma sterk inn. Það er tími til breytinga og við sjáum Samfylkinguna nálgast hlutina með nýjum hætti með tilkomu Kristrúnar. Búið að vera mikil málefnavinna um land allt og við stefnum að því að taka þátt í næstu ríkisstjórn ef við fáum traust frá þjóðinni til þess,“ segir hann að lokum
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira