Liam Payne úr One Direction látinn Atli Ísleifsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 16. október 2024 21:36 Liam Payne öðlaðist heimsfrægð með hljómsveit sinni One Direction fyrir rúmum áratug. Myndin er tekin á frumsýningu í Lundúnum árið 2021. EPA Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne úr strákasveitinni One Direction er látinn. Hann var 31 árs. Þetta kemur fram í argentínskum fjölmiðlum í dag. Payne er sagður hafa fallið fram af svölum á þriðju hæð hótels í Buenos Aires. Þá segir í frétt bandaríska slúðurmiðilsins TMZ að hann hafi virst í ójafnvægi og látið ófriðlega í anddyri hótelsins rétt fyrir andlátið. Reuters-fréttaveitan hefur eftir dagblöðunum La Nacion og Clarin að lögregla hafi enn fremur verið kölluð að hótelinu eftir að tilkynnt var um „karlmann í árásarham“, sem líklega væri undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Forsvarsmaður viðbragðsaðila í Buenos Aires staðfesti andlát Payne í sjónvarpsútsendingu í kvöld. Hann vildi ekkert segja til um aðdraganda andlátsins og svaraði því ekki hvort um slys hefði verið að ræða. Liam Payne var liðsmaður strákasveitarinnar One Direction ásamt þeim Zayn Malik, Niall Horan, Harry Styles og Louis Tomlinson. Hljómsveitin var sett saman í sjónvarpsþáttunum X-factor árið 2010 og var fljót að öðlast heimsfrægð. Malik sagði skilið við hljómsveitina vorið 2015 en Payne, Styles, Horan og Tomlinson störfuðu áfram saman undir merkjum sveitarinnar, þar til þeir héldu hver í sína áttina í árslok 2015. Niall Horan, Louis Tomlinson, Liam Payne, Zayn Malik og Harry Styles á MTV MusiC Awards árið 2013.Getty Lætur eftir sig son og kærustu Payne lét reyna á sólóferil eftir að One Direction lagði upp laupana og naut nokkurra vinsælda upp á eigin spýtur. Fyrsta lag hans, Strip That Down, átti talsverðri velgengni að fagna þegar það kom út árið 2017. Payne lætur eftir sig soninn Bear, sjö ára, sem hann eignaðist með söngkonunni Cheryl Cole. Kærasta Payne þegar hann lést var Kate Cassidy, áhrifavaldur. Parið fór saman til Argentínu í lok september síðastliðins og sótti meðal annars tónleika hjá Niall Horan, fyrrverandi One Direction-meðlimi, í Buenos Aires 2. október. Cassidy er þó sögð hafa flogið heim nú á mánudag og Payne mun því hafa dvalið án hennar í borginni síðustu daga. Liam Payne og Cheryl Cole í árdaga sambands þeirra.Vísir/Getty Aðdáendur áhyggjufullir Payne glímdi einnig við ýmiss konar erfiðleika í einkalífinu. Haft hefur verið eftir honum í viðtölum að hann hafi þróað með sér áfengisfíkn þegar One Direction var á hátindi frægðar sinnar. Þá fór hann í áfengismeðferð í fyrra eftir að hafa veitt umdeilt viðtal um samskipti sín við áðurnefndan Malik, fyrrverandi starfsbróður sinn. Aðdáendur Payne höfðu áhyggjur af því síðustu mánuði að aftur væri tekið að halla undan fæti í lífi hans. Hann virtist hafa grennst talsvert og birtist gjarnan fjarrænn og ör í færslum á samfélagsmiðlum. Lagið Night Changes af plötunni Four, sem einmitt er sú fjórða úr smiðju One Direction, er eitt það allra vinsælasta sem sveitin hefur sent frá sér. Hér má heyra áðurnefnt Strip That Down, lagið sem markaði upphaf sólóferils Payne. Payne var nokkurs konar forsöngvari One Direction á fyrri stigum, eins og heyrist bersýnilega í laginu Gotta Be You af fyrstu plötu sveitarinnar, Up All Night. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:26. Bretland Andlát Argentína Tónlist Andlát Liam Payne Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Sjá meira
Þetta kemur fram í argentínskum fjölmiðlum í dag. Payne er sagður hafa fallið fram af svölum á þriðju hæð hótels í Buenos Aires. Þá segir í frétt bandaríska slúðurmiðilsins TMZ að hann hafi virst í ójafnvægi og látið ófriðlega í anddyri hótelsins rétt fyrir andlátið. Reuters-fréttaveitan hefur eftir dagblöðunum La Nacion og Clarin að lögregla hafi enn fremur verið kölluð að hótelinu eftir að tilkynnt var um „karlmann í árásarham“, sem líklega væri undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Forsvarsmaður viðbragðsaðila í Buenos Aires staðfesti andlát Payne í sjónvarpsútsendingu í kvöld. Hann vildi ekkert segja til um aðdraganda andlátsins og svaraði því ekki hvort um slys hefði verið að ræða. Liam Payne var liðsmaður strákasveitarinnar One Direction ásamt þeim Zayn Malik, Niall Horan, Harry Styles og Louis Tomlinson. Hljómsveitin var sett saman í sjónvarpsþáttunum X-factor árið 2010 og var fljót að öðlast heimsfrægð. Malik sagði skilið við hljómsveitina vorið 2015 en Payne, Styles, Horan og Tomlinson störfuðu áfram saman undir merkjum sveitarinnar, þar til þeir héldu hver í sína áttina í árslok 2015. Niall Horan, Louis Tomlinson, Liam Payne, Zayn Malik og Harry Styles á MTV MusiC Awards árið 2013.Getty Lætur eftir sig son og kærustu Payne lét reyna á sólóferil eftir að One Direction lagði upp laupana og naut nokkurra vinsælda upp á eigin spýtur. Fyrsta lag hans, Strip That Down, átti talsverðri velgengni að fagna þegar það kom út árið 2017. Payne lætur eftir sig soninn Bear, sjö ára, sem hann eignaðist með söngkonunni Cheryl Cole. Kærasta Payne þegar hann lést var Kate Cassidy, áhrifavaldur. Parið fór saman til Argentínu í lok september síðastliðins og sótti meðal annars tónleika hjá Niall Horan, fyrrverandi One Direction-meðlimi, í Buenos Aires 2. október. Cassidy er þó sögð hafa flogið heim nú á mánudag og Payne mun því hafa dvalið án hennar í borginni síðustu daga. Liam Payne og Cheryl Cole í árdaga sambands þeirra.Vísir/Getty Aðdáendur áhyggjufullir Payne glímdi einnig við ýmiss konar erfiðleika í einkalífinu. Haft hefur verið eftir honum í viðtölum að hann hafi þróað með sér áfengisfíkn þegar One Direction var á hátindi frægðar sinnar. Þá fór hann í áfengismeðferð í fyrra eftir að hafa veitt umdeilt viðtal um samskipti sín við áðurnefndan Malik, fyrrverandi starfsbróður sinn. Aðdáendur Payne höfðu áhyggjur af því síðustu mánuði að aftur væri tekið að halla undan fæti í lífi hans. Hann virtist hafa grennst talsvert og birtist gjarnan fjarrænn og ör í færslum á samfélagsmiðlum. Lagið Night Changes af plötunni Four, sem einmitt er sú fjórða úr smiðju One Direction, er eitt það allra vinsælasta sem sveitin hefur sent frá sér. Hér má heyra áðurnefnt Strip That Down, lagið sem markaði upphaf sólóferils Payne. Payne var nokkurs konar forsöngvari One Direction á fyrri stigum, eins og heyrist bersýnilega í laginu Gotta Be You af fyrstu plötu sveitarinnar, Up All Night. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:26.
Bretland Andlát Argentína Tónlist Andlát Liam Payne Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Sjá meira