Ótrúleg tilviljun er Stefán brenndi fánann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2024 21:20 Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, og fáninn sem hann brenndi í dag. Vilhelm/Skjáskot Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, segir ótrúlega tilviljun hafa átt sér stað þegar hann var að brenna gamlan og ónýtan íslenskan fána í dag. Þegar hann stóð yfir fánanum sem var þá í ljósum logum bárust þær fréttir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi boðað til blaðamannafundar og að ríkisstjórnin væri sprungin. „Ég var hér með konunni minni að taka til í bílskúrnum og þar var gamall íslenskur fáni úr dánarbúi föður míns, sem var mikill fánaáhugamaður, sem ég er reyndar líka. Ég ákvað þá að farga honum. Ég stóð í þessu þegar að tíðindi bárust að það væri búið að boða til blaðamannafundar. Þetta er kannski táknrænt,“ segir Stefán kíminn. Forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Eldforn aðferð“ Rétt er að geta að samkvæmt lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið og reglum um vernd íslenska fánans má ekki nota fána sem er skemmdur, óhreinn eða trosnaður. Sé ekki unnt að lagfæra slíkan fána skal hann ónýttur með því að brenna hann. „Þetta er eldforn aðferð við það að farga fána. Ég á æskuminningar frá því þegar að pabbi gerði þetta líka, hann flaggaði mikið. Í sjálfu sér er þetta mikil virðingarathöfn við fánann að honum skuli ekki fargað með öðrum hætti. Hann er ekki settur í textíl eða endurvinnslu. Hann er brenndur því hann hefur lokið hlutverki sínu.“ Fáninn í ljósum logum á Instagram síðu Stefáns.Skjáskot „Óþarfa prjál“ að flagga á afmælisdegi forsetans Stefán kveðst mikil áhugamaður um fána og segist flagga oft og reglulega. Núna síðast í gær flaggaði hann ítalska fánanum fyrir utan heimili sitt í tilefni Kólumbusardagsins en Kristófer Kólumbus nam land í Bahamas-eyjunum þann 12. október 1492. „ Ég flagga alltaf Úkraínufánanum alla jafna. Nú er hann orðinn slitinn þannig nú þarf ég að panta nýjan. Þá geri ég ráð fyrir að maður beiti sömu aðferð á erlenda þjóðfána eins og þann íslenska. Svo hef ég haldið því fram lengi að það eigi að breyta fánalögunum. Ég flagga alltaf á fánadögunum sem eru samkvæmt forsetaúrskurði. Mér finnst það óþarfa prjál að það þurfi að flagga á afmælisdegi forsetans. Við erum ekki konungsríki og við kjósum ekki forseta og veltum fyrir okkur hvenær hann kom í heiminn, kannski 50 til 60 árum fyrr.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Íslenski fáninn Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
„Ég var hér með konunni minni að taka til í bílskúrnum og þar var gamall íslenskur fáni úr dánarbúi föður míns, sem var mikill fánaáhugamaður, sem ég er reyndar líka. Ég ákvað þá að farga honum. Ég stóð í þessu þegar að tíðindi bárust að það væri búið að boða til blaðamannafundar. Þetta er kannski táknrænt,“ segir Stefán kíminn. Forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Eldforn aðferð“ Rétt er að geta að samkvæmt lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið og reglum um vernd íslenska fánans má ekki nota fána sem er skemmdur, óhreinn eða trosnaður. Sé ekki unnt að lagfæra slíkan fána skal hann ónýttur með því að brenna hann. „Þetta er eldforn aðferð við það að farga fána. Ég á æskuminningar frá því þegar að pabbi gerði þetta líka, hann flaggaði mikið. Í sjálfu sér er þetta mikil virðingarathöfn við fánann að honum skuli ekki fargað með öðrum hætti. Hann er ekki settur í textíl eða endurvinnslu. Hann er brenndur því hann hefur lokið hlutverki sínu.“ Fáninn í ljósum logum á Instagram síðu Stefáns.Skjáskot „Óþarfa prjál“ að flagga á afmælisdegi forsetans Stefán kveðst mikil áhugamaður um fána og segist flagga oft og reglulega. Núna síðast í gær flaggaði hann ítalska fánanum fyrir utan heimili sitt í tilefni Kólumbusardagsins en Kristófer Kólumbus nam land í Bahamas-eyjunum þann 12. október 1492. „ Ég flagga alltaf Úkraínufánanum alla jafna. Nú er hann orðinn slitinn þannig nú þarf ég að panta nýjan. Þá geri ég ráð fyrir að maður beiti sömu aðferð á erlenda þjóðfána eins og þann íslenska. Svo hef ég haldið því fram lengi að það eigi að breyta fánalögunum. Ég flagga alltaf á fánadögunum sem eru samkvæmt forsetaúrskurði. Mér finnst það óþarfa prjál að það þurfi að flagga á afmælisdegi forsetans. Við erum ekki konungsríki og við kjósum ekki forseta og veltum fyrir okkur hvenær hann kom í heiminn, kannski 50 til 60 árum fyrr.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Íslenski fáninn Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira