Henti listaverkinu í ruslið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2024 13:48 Rafvirkjanum var eflaust fyrirgefið fyrir misskilninginn. Uppi varð fótur og fit í nútímalistasafni í Hollandi þegar listaverki var hent í ruslið fyrir slysni. Um var að ræða tvær dósir sem litu út fyrir að vera hefðbundnar bjórdósir en eru í raun handmálaðar dósir eftir franska listamanninn Alexandre Lavet. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að dósirnar, sem í þokkabót virtust beyglaðar, hafi verið á gólfinu í lyftu safnsins. Um er að ræða nútímalistasafnið LAM í Lisse í vesturhluta Hollands en dósirnar eru málaðar líkt og þær séu frá belgíska bjórframleiðandanum Jupiler. Fram kemur í svörum frá forsvarsmönnum safnsins að listaverkum sé oft komið fyrir á óhefðbundnum stöðum til þess að koma gestum á óvart. Rafvirki sem var staddur í safninu til að gera við lyftuna hélt eðli málsins samkvæmt að einhver hefði skilið eftir rusl í lyftunni og tók sig því til og henti dósunum. Sýningarstjóri sem brá sér frá um stutta stund tók stuttu síðar eftir því að listaverkið væri horfið. Þá hófst víðtæk leit og fundust dósirnar að lokum í ruslinu. Fram kemur að neysluhyggja sé í forgrunni þegar kemur að listaverkum safnsins þessa dagana. Listaverk franska listamannsins sé til marks um það. Gestir séu með verkum safnsins hvattir til að líta á hverdagslega hluti í nýju ljósi. Menning Holland Söfn Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að dósirnar, sem í þokkabót virtust beyglaðar, hafi verið á gólfinu í lyftu safnsins. Um er að ræða nútímalistasafnið LAM í Lisse í vesturhluta Hollands en dósirnar eru málaðar líkt og þær séu frá belgíska bjórframleiðandanum Jupiler. Fram kemur í svörum frá forsvarsmönnum safnsins að listaverkum sé oft komið fyrir á óhefðbundnum stöðum til þess að koma gestum á óvart. Rafvirki sem var staddur í safninu til að gera við lyftuna hélt eðli málsins samkvæmt að einhver hefði skilið eftir rusl í lyftunni og tók sig því til og henti dósunum. Sýningarstjóri sem brá sér frá um stutta stund tók stuttu síðar eftir því að listaverkið væri horfið. Þá hófst víðtæk leit og fundust dósirnar að lokum í ruslinu. Fram kemur að neysluhyggja sé í forgrunni þegar kemur að listaverkum safnsins þessa dagana. Listaverk franska listamannsins sé til marks um það. Gestir séu með verkum safnsins hvattir til að líta á hverdagslega hluti í nýju ljósi.
Menning Holland Söfn Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira