Manndráp oftast illa skipulögð og sjaldnast mikil ráðgáta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2024 09:01 Helgi Gunnlaugsson er afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Beiting eggvopna, kyrkingar og barsmíðar eru algengustu verknaðaraðferðirnar í manndrápum hér á landi. Oft eiga gerendur ofbeldis- eða brotasögu að baki áður en þeir fremja manndráp, sem eru sjaldnast vel skipulögð. Karlar eru í miklum meirihluta gerenda og fórnarlamba í manndrápsmálum. Þetta kemur fram í svari Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum. Spurt var: „Hverjir fremja morð og er það rétt að gerendur í morðmálum séu nær alltaf tengdir þeim sem þeir myrða?“ Karlar meirihluti gerenda og fórnarlamba „En hver er félagslegur veruleiki manndrápa? Yfir 80 prósent gerenda hér á landi eru karlar og þolendur mestmegnis karlar líka eða um 75 prósent. Að konur drepi eða séu drepnar er því mun fátíðara. Oftast eru tengsl milli gerenda og þolenda, fjölskyldutengsl, vina- eða kunningjatengsl, vinnufélagar. Manndráp alls ókunnugra aðila eru mun sjaldgæfari eða innan við 20 prósent allra manndrápa,“ skrifar Helgi. Hann bætir við að mynstrið erlendis væri ekki ósvipað því sem er uppi hér á landi. Í öðru svari Helga við spurningu um fjölda manndápa á Íslandi kom fram að frá aldamótum til dagsins í dag hefðu 60 manndrápsmál verið skráð hjá lögreglu, eða 3,6 að meðaltali á ári. Sjaldnast mikil ráðgáta hver var að verki „Algengasta verknaðaraðferðin á Íslandi eru eggvopn eins og hnífur; kyrking; barsmíðar. Skotvopn koma við sögu, samt ekki eins algeng. Gerendur eiga oft einhverja afbrota- eða ofbeldissögu að baki, stríða stundum við félagslegar eða persónulegar áskoranir, en fremja sjaldan annað manndráp þegar þeir losna.“ Manndrápin séu sjaldnast skipulögð með löngum fyrirvara, séu oft tengd áfengi og vímuefnum, ágreiningi og uppgjöri sem endi í harmleik. „Oft ekki mikil ráðgáta hver framdi verknaðinn, gerandinn tilkynnir jafnvel stundum drápið, þótt rannsókn lögreglu geti verið umfangsmikil.“ Rauðagerðismálið sker sig úr Helgi segir manndráp sem skeri sig frá ofangreindu mynstri oft vekja mikla athygli og ugg í samfélaginu, og nefnir sérstaklega Rauðagerðismálið frá árinu 2021 sem gott dæmi um slíkt. „Það var ásetningsmorð sem bar öll einkenni skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi. Umfangsmikla og faglega rannsóknarvinnu lögreglu þurfti til að leysa það mál.“ Lögreglumál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum. Spurt var: „Hverjir fremja morð og er það rétt að gerendur í morðmálum séu nær alltaf tengdir þeim sem þeir myrða?“ Karlar meirihluti gerenda og fórnarlamba „En hver er félagslegur veruleiki manndrápa? Yfir 80 prósent gerenda hér á landi eru karlar og þolendur mestmegnis karlar líka eða um 75 prósent. Að konur drepi eða séu drepnar er því mun fátíðara. Oftast eru tengsl milli gerenda og þolenda, fjölskyldutengsl, vina- eða kunningjatengsl, vinnufélagar. Manndráp alls ókunnugra aðila eru mun sjaldgæfari eða innan við 20 prósent allra manndrápa,“ skrifar Helgi. Hann bætir við að mynstrið erlendis væri ekki ósvipað því sem er uppi hér á landi. Í öðru svari Helga við spurningu um fjölda manndápa á Íslandi kom fram að frá aldamótum til dagsins í dag hefðu 60 manndrápsmál verið skráð hjá lögreglu, eða 3,6 að meðaltali á ári. Sjaldnast mikil ráðgáta hver var að verki „Algengasta verknaðaraðferðin á Íslandi eru eggvopn eins og hnífur; kyrking; barsmíðar. Skotvopn koma við sögu, samt ekki eins algeng. Gerendur eiga oft einhverja afbrota- eða ofbeldissögu að baki, stríða stundum við félagslegar eða persónulegar áskoranir, en fremja sjaldan annað manndráp þegar þeir losna.“ Manndrápin séu sjaldnast skipulögð með löngum fyrirvara, séu oft tengd áfengi og vímuefnum, ágreiningi og uppgjöri sem endi í harmleik. „Oft ekki mikil ráðgáta hver framdi verknaðinn, gerandinn tilkynnir jafnvel stundum drápið, þótt rannsókn lögreglu geti verið umfangsmikil.“ Rauðagerðismálið sker sig úr Helgi segir manndráp sem skeri sig frá ofangreindu mynstri oft vekja mikla athygli og ugg í samfélaginu, og nefnir sérstaklega Rauðagerðismálið frá árinu 2021 sem gott dæmi um slíkt. „Það var ásetningsmorð sem bar öll einkenni skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi. Umfangsmikla og faglega rannsóknarvinnu lögreglu þurfti til að leysa það mál.“
Lögreglumál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira