Inga skellihló að Sigurði Inga Árni Sæberg skrifar 24. september 2024 16:23 Sigurður Ingi gefur lítið fyrir hugmyndir Ingu. Vísir Formaður Flokks fólksins segir að það myndi bæta lífskjör almennings og minnka verðbólgu verulega að taka húsnæðisliðinn út úr verðbólgumælingum og spyr hvers vegna það sé ekki gert. Fjármála- og efnahagsráðherra segir það af og frá. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, óskaði eftir sérstakri umræðu á Alþingi í dag þar sem fjallað var um áhrif húsnæðisliðarins á verðbólgu og vísitölu neysluverðs. Í ræðu sinni undir liðnum fullyrti Inga að verðbólgan væri aðeins 3,6 prósent í stað 6 prósent ef húsnæðisliðurinn væri ekki hluti af vísitölu neysluverðs. „Hvers vegna tökum við ekki húsnæðisliðinn út úr mælingum vísitölunnar, öllu samfélaginu til hagsbóta? Hvers vegna sláum við ekki á þenslu? Hvers vegna er verðbólgan ekki 3,6 prósent í dag, eins og viðurkennt hefur verið af ýmsum hæstvirtum ráðherrum að væri raunin ef húsnæðisliðurinn væri ekki inni í vísitölunni?“ Þar vísaði hún meðal annars til orða Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármála- og efnahagsráðherra árið 2022, sem þá var innviðaráðherra. Sagði Hagstofuna eina á móti breytingunni Sigurður Ingi sagði þá í samtali við fréttastofu að húsnæðisliðurinn ýkti vísitölu neysluverðs og að Hagstofan ein legðist gegn breytingum á vísitölunni. „Það þýðir að hún ýkir það. Þannig að þegar mikið gengur á hér á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðisverð rýkur upp hækkar vísitala á öllu landinu og þar með eins og áður var verðtryggð lán heimila,“ sagði Sigurður Ingi. „Eftir hverju er verið að bíða?“ Inga rakti meðal annars nýja greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um samdrátt í nýbyggingu íbúðarhúsnæðis og verðbólguspáa viðskiptabankanna. „Þannig að ég velti fyrir mér og ég spyr hæstvirtan ráðherra, hvers vegna er húsnæðisliðurinn ekki tekin út úr vísitölunni? Eftir hverju er verið að bíða? Er það virkilega svo að við viljum raunverulega horfa á þessa fjármagnsflutninga frá heimilum og skuldsettum litlum og meðalstórum fyrirtækjum beinustu leið í fjármálastofnanir?“ Aðferðin í samræmi við viðurkenndar aðferðir Sigurður Ingi hóf svar sitt á því að þakka Ingu fyrir að hafa óskað eftir sérstöku umræðunni. Hann sagði mikla og endurtekna umræðu hafa átt sér stað í gegnum árin um húsnæðisliðinn í vísitölu neysluverð. Hún kæmi helst upp þegar húsnæðis og leiguverð víkur frá annarri verðlagsþróun. Fjöldi skýrslna hafi verið birtur af ýmsum nefndum og hópum. „Niðurstöður þeirra eru undantekningarlaust að aðferð Hagstofunnar við útreikning vísitölu neysluverðs sé í fullu samræmi við alþjóðlega viðurkenndar aðferðir.“ Breytingar myndu ekki hafa áhrif á lífskjör Þá segir Sigurður Ingi að breytingar á verðmælingum séu ekki til þess fallnar að hafa veruleg áhrif á lífskjör almennings. Ástæður þess séu þríþættar. Í fyrsta lagi myndu lán sem verðtryggð væru með vísitölu sem undanskilju reiknaða húsaleigu bera hærri vexti en verðtryggð lán gera í dag. „Það er ekki hægt að stýra greiðslubyrði verðtryggðra lána með því einfaldlega að breyta um verðlagsmælikvarða með því að fjarlægja einstaka liði úr verðmælingum.“ Peningastefnunefndin lítur til annarra þátta Í öðru lagi hefðu breytingar á verðmælingum ólíklega afgerandi áhrif á framkvæmd peningastefnu Seðlabanka Íslands. „Ákvarðanir um stjórntæki peningastefnunnar eru teknar af peningastefnunefnd sem fer ítarlega yfir þróun og horfur í efnahagslífinu og á fjármálamörkuðum. Peningastefnunefnd horfir á fleiri vísitölur en VNV. Það er svokallaða samræmda vísitölu eða neysluvísitölu án húsnæðis og ýmsar kjarnavísitölur, sem Hagstofa Íslands tekur saman og Seðlabankinn og peningastefnunefnd hafa aðgang að, með það fyrir augum að halda verðbólgu við markmið yfir langan tíma, sem er jú aðalmarkmið Seðlabankans.“ Hringl gæti haft neikvæð áhrif Sigurður Ingi segir að í þriðja lagi gæti hringl með verðmælingar hreinlega haft neikvæð áhrif á lífskjör fólks. Árið 2013 hafi hagstofa Bretlands breytt mælikvarða sínum á verðbólgu vegna ágalla á verðmælingum. Við breytingarnar hafi nokkrar nýjar vísitölur orðið til. „Niðurstaðan varð hins vegar sú að einstaklingar og fyrirtæki notuðu þá vísitölu sem þau könnuðust við, jafnvel þó að sýnt hefði verið fram á að hún væri full af ágöllum. Óþarfa hringl með verðmælingar, þegar verðbólga er vel yfir markmiði, er til þess fallið að draga úr trúverðugleika efnahagsstefnunnar Veðrið hefði ekki verið betra í sumar þótt Veðurstofan hefði verið lögð niður Að lokum segir Sigurður Ingi að markmiðið með hugmynd Ingu sé að auðvelda skuldsetningu með lækkun vaxta. Sé það markmiðið væri vænlegra að stuðla að stöðugu verðlagi til lengri tíma með ábyrgri og trúverðugri ríkisfjármálastefnu og skynsamlegri umgjörð um kjarasamninga. „Veðrið hefði til dæmis ekki verið betra í sumar ef við hefðum lagt niður Veðurstofu Íslands. Það er engin styttri leið. Verðbólgan er á niðurleið. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur plan ríkisstjórnarinnar ábyrgt og nú síðast hækkaði Moody's, eitt af lánshæfisfyrirtækjum, lánshæfiseinkunn Íslands vegna þess að ríkisfjármálastefnan og efnahagsstefnan er trúverðug. Ég hef sagt það áður og segi það aftur: Þetta er allt að koma,“ sagði Sigurður Ingi að lokum og uppskar hlátur minnst eins þingmanns. Ef blaðamanni skjátlast ekki var það Inga sem skellti upp úr. Flokkur fólksins Alþingi Framsóknarflokkurinn Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, óskaði eftir sérstakri umræðu á Alþingi í dag þar sem fjallað var um áhrif húsnæðisliðarins á verðbólgu og vísitölu neysluverðs. Í ræðu sinni undir liðnum fullyrti Inga að verðbólgan væri aðeins 3,6 prósent í stað 6 prósent ef húsnæðisliðurinn væri ekki hluti af vísitölu neysluverðs. „Hvers vegna tökum við ekki húsnæðisliðinn út úr mælingum vísitölunnar, öllu samfélaginu til hagsbóta? Hvers vegna sláum við ekki á þenslu? Hvers vegna er verðbólgan ekki 3,6 prósent í dag, eins og viðurkennt hefur verið af ýmsum hæstvirtum ráðherrum að væri raunin ef húsnæðisliðurinn væri ekki inni í vísitölunni?“ Þar vísaði hún meðal annars til orða Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármála- og efnahagsráðherra árið 2022, sem þá var innviðaráðherra. Sagði Hagstofuna eina á móti breytingunni Sigurður Ingi sagði þá í samtali við fréttastofu að húsnæðisliðurinn ýkti vísitölu neysluverðs og að Hagstofan ein legðist gegn breytingum á vísitölunni. „Það þýðir að hún ýkir það. Þannig að þegar mikið gengur á hér á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðisverð rýkur upp hækkar vísitala á öllu landinu og þar með eins og áður var verðtryggð lán heimila,“ sagði Sigurður Ingi. „Eftir hverju er verið að bíða?“ Inga rakti meðal annars nýja greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um samdrátt í nýbyggingu íbúðarhúsnæðis og verðbólguspáa viðskiptabankanna. „Þannig að ég velti fyrir mér og ég spyr hæstvirtan ráðherra, hvers vegna er húsnæðisliðurinn ekki tekin út úr vísitölunni? Eftir hverju er verið að bíða? Er það virkilega svo að við viljum raunverulega horfa á þessa fjármagnsflutninga frá heimilum og skuldsettum litlum og meðalstórum fyrirtækjum beinustu leið í fjármálastofnanir?“ Aðferðin í samræmi við viðurkenndar aðferðir Sigurður Ingi hóf svar sitt á því að þakka Ingu fyrir að hafa óskað eftir sérstöku umræðunni. Hann sagði mikla og endurtekna umræðu hafa átt sér stað í gegnum árin um húsnæðisliðinn í vísitölu neysluverð. Hún kæmi helst upp þegar húsnæðis og leiguverð víkur frá annarri verðlagsþróun. Fjöldi skýrslna hafi verið birtur af ýmsum nefndum og hópum. „Niðurstöður þeirra eru undantekningarlaust að aðferð Hagstofunnar við útreikning vísitölu neysluverðs sé í fullu samræmi við alþjóðlega viðurkenndar aðferðir.“ Breytingar myndu ekki hafa áhrif á lífskjör Þá segir Sigurður Ingi að breytingar á verðmælingum séu ekki til þess fallnar að hafa veruleg áhrif á lífskjör almennings. Ástæður þess séu þríþættar. Í fyrsta lagi myndu lán sem verðtryggð væru með vísitölu sem undanskilju reiknaða húsaleigu bera hærri vexti en verðtryggð lán gera í dag. „Það er ekki hægt að stýra greiðslubyrði verðtryggðra lána með því einfaldlega að breyta um verðlagsmælikvarða með því að fjarlægja einstaka liði úr verðmælingum.“ Peningastefnunefndin lítur til annarra þátta Í öðru lagi hefðu breytingar á verðmælingum ólíklega afgerandi áhrif á framkvæmd peningastefnu Seðlabanka Íslands. „Ákvarðanir um stjórntæki peningastefnunnar eru teknar af peningastefnunefnd sem fer ítarlega yfir þróun og horfur í efnahagslífinu og á fjármálamörkuðum. Peningastefnunefnd horfir á fleiri vísitölur en VNV. Það er svokallaða samræmda vísitölu eða neysluvísitölu án húsnæðis og ýmsar kjarnavísitölur, sem Hagstofa Íslands tekur saman og Seðlabankinn og peningastefnunefnd hafa aðgang að, með það fyrir augum að halda verðbólgu við markmið yfir langan tíma, sem er jú aðalmarkmið Seðlabankans.“ Hringl gæti haft neikvæð áhrif Sigurður Ingi segir að í þriðja lagi gæti hringl með verðmælingar hreinlega haft neikvæð áhrif á lífskjör fólks. Árið 2013 hafi hagstofa Bretlands breytt mælikvarða sínum á verðbólgu vegna ágalla á verðmælingum. Við breytingarnar hafi nokkrar nýjar vísitölur orðið til. „Niðurstaðan varð hins vegar sú að einstaklingar og fyrirtæki notuðu þá vísitölu sem þau könnuðust við, jafnvel þó að sýnt hefði verið fram á að hún væri full af ágöllum. Óþarfa hringl með verðmælingar, þegar verðbólga er vel yfir markmiði, er til þess fallið að draga úr trúverðugleika efnahagsstefnunnar Veðrið hefði ekki verið betra í sumar þótt Veðurstofan hefði verið lögð niður Að lokum segir Sigurður Ingi að markmiðið með hugmynd Ingu sé að auðvelda skuldsetningu með lækkun vaxta. Sé það markmiðið væri vænlegra að stuðla að stöðugu verðlagi til lengri tíma með ábyrgri og trúverðugri ríkisfjármálastefnu og skynsamlegri umgjörð um kjarasamninga. „Veðrið hefði til dæmis ekki verið betra í sumar ef við hefðum lagt niður Veðurstofu Íslands. Það er engin styttri leið. Verðbólgan er á niðurleið. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur plan ríkisstjórnarinnar ábyrgt og nú síðast hækkaði Moody's, eitt af lánshæfisfyrirtækjum, lánshæfiseinkunn Íslands vegna þess að ríkisfjármálastefnan og efnahagsstefnan er trúverðug. Ég hef sagt það áður og segi það aftur: Þetta er allt að koma,“ sagði Sigurður Ingi að lokum og uppskar hlátur minnst eins þingmanns. Ef blaðamanni skjátlast ekki var það Inga sem skellti upp úr.
Flokkur fólksins Alþingi Framsóknarflokkurinn Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira