Var Díana prinsessa myrt? Boði Logason skrifar 16. september 2024 09:22 Þegar Díana lést var hún með nýjum kærasta sínum, Dodi Fayed, en hann lét einnig lífið í árekstrinum. Getty Allt frá hörmulega bílslysinu í París fyrir næstum þrjátíu árum hefur ríkt tortryggni í garð opinberra skýringa á andláti Díönu prinsessu. Mælingar hafa sýnt að næstum fjórir af hverjum tíu Bretum trúðu því ekki að um slys hafi verið að ræða og þriðjungur taldi að hún hafi verið myrt. Var þetta bara bílslys eða er ástæða til að tortryggja opinberar skýringar? Í nýjasta þætti Skuggavaldsins fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um andlát Díönu prinsessu. Opinberar skýringar segja að hún hafi látist í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997 þegar hún flúði eltismella ásamt kærasta sínum Dody Al Fayed. En allar götur frá hinni voveiflegu nótt í París hafa ýmsar samsæriskenningar verið á sveimi um að konungsfjölskyldan, ýmist á eigin vegum, ellegar í samkrulli við bresku leyniþjónustuna MI6, hafi valdið dauða Díönu. Aðrar samsæriskenningar herma að vopnaframleiðendur hafi komið bílslysinu í kring vegna baráttu hennar gegn jarðsprengjum. Ýmsar fleiri grunsemdir hafa að auki lengi verið á kreiki. En hvað er satt og rétt í þessum sögum? Og hvers vegna eru yfirvöld og alþjóðafyrirtæki grunuð um græsku í sögunni af dauða Díönu? Í þessum fyrri þætti af tveimur um andlát Díönu fara þau Hulda og Eiríkur yfir baksögu Díönu. Þau ræða uppvöxtinn, erfitt hjónaband hennar við Karl Bretaprins, ímynd hennar sem „prinsessa fólksins“ og aðdraganda atburðanna sem áttu sér stað hinn örlagaríka dag. Díana var þekkt fyrir mikla samkennd með fólki, sérstaklega með þeim sem höfðu orðið undir í samfélaginu. Hún vakti heimsathygli þegar hún tók í höndina á HIV-smituðum sjúklingi til að draga úr fordómum og var ein fyrsta opinbera persónan til þess að gera það. Þessar miklu vinsældir, samhliða erfiðu einkalífi hennar, vöktu samúð en einnig umtalsverða fjölmiðlaathygli. Þjóðarsorg ríkti í Bretlandi eftir að Díana prinsessa lést í árekstrinum í París árið 1997.Getty Þegar hjónaband hennar og Karls tók að liðast í sundur og fjölmiðlar hófu að fjalla um meint framhjáhald Karls með Camillu Parker Bowles, þróaði Díana með sér átröskun og sjálfsskaða. Díana og Karl skildu árið 1996. Hún tók svo saman við Dody Al Fayed, son Mohammed Al Fayed, auðugs viðskiptamanns sumarið eftir. Í þættinum er fjallað um atburðarrásina 31. ágúst 1997, þegar þau Díana og Dody reyndu að flýja fjölmiðlafólk í gegnum bakdyr á Ritz hótelinu. Blaðaljósmyndarar gerðu þeim eftirför og bíllinn endaði á vegg í göngum undir Pont de l'Alma brúnni. Dody og bílstjórinn dóu samstundis en Díana lést fjórum klukkustundum síðar á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir opinberar skýringar um slysið, að bílstjórinn Henrys Paul hafi verið undir áhrifum áfengis og þunglyndislyfja og hafi misst stjórn á bílnum í eftirförinni, hafa ýmsir vakið upp spurningar um ótrúlega atburðarás þessa dags. Í næsta þætti verður farið nánar yfir þær samsæriskenningar sem sprottið hafa upp í kjölfarið. Fleiri þætti af Skuggavaldinu má nálgast á TAL, hlaðvarpssíðu Vísis. Kóngafólk Bretland Skuggavaldið Tengdar fréttir Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Fleiri fréttir „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Sjá meira
Í nýjasta þætti Skuggavaldsins fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um andlát Díönu prinsessu. Opinberar skýringar segja að hún hafi látist í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997 þegar hún flúði eltismella ásamt kærasta sínum Dody Al Fayed. En allar götur frá hinni voveiflegu nótt í París hafa ýmsar samsæriskenningar verið á sveimi um að konungsfjölskyldan, ýmist á eigin vegum, ellegar í samkrulli við bresku leyniþjónustuna MI6, hafi valdið dauða Díönu. Aðrar samsæriskenningar herma að vopnaframleiðendur hafi komið bílslysinu í kring vegna baráttu hennar gegn jarðsprengjum. Ýmsar fleiri grunsemdir hafa að auki lengi verið á kreiki. En hvað er satt og rétt í þessum sögum? Og hvers vegna eru yfirvöld og alþjóðafyrirtæki grunuð um græsku í sögunni af dauða Díönu? Í þessum fyrri þætti af tveimur um andlát Díönu fara þau Hulda og Eiríkur yfir baksögu Díönu. Þau ræða uppvöxtinn, erfitt hjónaband hennar við Karl Bretaprins, ímynd hennar sem „prinsessa fólksins“ og aðdraganda atburðanna sem áttu sér stað hinn örlagaríka dag. Díana var þekkt fyrir mikla samkennd með fólki, sérstaklega með þeim sem höfðu orðið undir í samfélaginu. Hún vakti heimsathygli þegar hún tók í höndina á HIV-smituðum sjúklingi til að draga úr fordómum og var ein fyrsta opinbera persónan til þess að gera það. Þessar miklu vinsældir, samhliða erfiðu einkalífi hennar, vöktu samúð en einnig umtalsverða fjölmiðlaathygli. Þjóðarsorg ríkti í Bretlandi eftir að Díana prinsessa lést í árekstrinum í París árið 1997.Getty Þegar hjónaband hennar og Karls tók að liðast í sundur og fjölmiðlar hófu að fjalla um meint framhjáhald Karls með Camillu Parker Bowles, þróaði Díana með sér átröskun og sjálfsskaða. Díana og Karl skildu árið 1996. Hún tók svo saman við Dody Al Fayed, son Mohammed Al Fayed, auðugs viðskiptamanns sumarið eftir. Í þættinum er fjallað um atburðarrásina 31. ágúst 1997, þegar þau Díana og Dody reyndu að flýja fjölmiðlafólk í gegnum bakdyr á Ritz hótelinu. Blaðaljósmyndarar gerðu þeim eftirför og bíllinn endaði á vegg í göngum undir Pont de l'Alma brúnni. Dody og bílstjórinn dóu samstundis en Díana lést fjórum klukkustundum síðar á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir opinberar skýringar um slysið, að bílstjórinn Henrys Paul hafi verið undir áhrifum áfengis og þunglyndislyfja og hafi misst stjórn á bílnum í eftirförinni, hafa ýmsir vakið upp spurningar um ótrúlega atburðarás þessa dags. Í næsta þætti verður farið nánar yfir þær samsæriskenningar sem sprottið hafa upp í kjölfarið. Fleiri þætti af Skuggavaldinu má nálgast á TAL, hlaðvarpssíðu Vísis.
Kóngafólk Bretland Skuggavaldið Tengdar fréttir Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Fleiri fréttir „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Sjá meira
Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47