Standandi lófaklapp fyrir Ljósbroti í Toronto Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2024 13:01 Elín Hall og Rúnar Rúnarsson við frumsýningu Ljósbrots í Cannes fyrr á árinu. Cindy Ord/Getty Images Nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar Ljósbrot var frumsýnd fyrir fullum sal á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrr í vikunni. Um er að ræða eina stærstu kvikmyndahátíð Norður-Ameríku og hlaut myndin standandi lófaklapp, að því er fram kemur í tilkynningu. Auk Ljósbrots var einnig sýnd myndin O (Hringur) eftir Rúnar. Eftir mikil fagnaðarlæti og lófaklapp í lok sýningar, sátu Heather Millard framleiðandi og Rúnar leikstjóri fyrir svörum frá áhorfendum, sem spurðu tvíeykið um gerð myndarinnar. Allar sýningar á myndunum tveimur eru uppseldar á hátíðinni. „Það er gaman að við séum komin vestur um haf að sýna myndirnar okkar. Hérna tekur við nýr og spennandi kafli. Þegar hefur verið lagður góður grunnur fyrir báðar myndir þegar kemur að þáttöku og keppni á kvikmyndahátíðum hérna í álfunni,“ er haft eftir Rúnari í tilkynningunni. „Vonum við auðvitað að myndirnar eiga sama láni að fagna hérna eins og annars staðar sem myndirnar hafa farið. Svo erum við erum á lokametrunum að loka dreifingarsamningi fyrir Norður Ameríku þannig að það eru spennadi tímar framundan.“ Sýndar saman á hátíðinni Jason Anderson einn af dagskrárstjórum TIFF kynnti myndirnar og sagði meðal annars að þó að myndirnar séu í ólíkum flokkum að þá eru þær sýndar saman vegna hinar óvenjulegu stöðu að einn og sami leikstjórinn sé með kvikmynd og stuttmynd á hátíðinni. Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Með aðalhlutverk fara, Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum. Fram kemur í tilkynningu að um Ljósbrot hafi Jason meðal annars sagt: „Elín Hall festir sig í sessi sem einn af mest sannfærandi ungu leikarum evrópskra kvikmynda með undraverðri og djúpstæðri frammistöðu. En saman með henni er leikarahópur sem er jafn óttalaus, sem og leikstjóri sem getur lagt áherslu á gildi ástar og tengsla sem og sýnt hvernig þau geta myndast á myrkustu augnablikum sorgarinnar.“ O (Hringur) með Ingvari Sigurðssyni kallaði Jason „áhrifamikila rannsókn á breyskleika mannsins sem sé borin uppi af mögnuðum leik Ingvars Sigurðssonar.“ Stuttmyndin er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Stuttmyndin var heimsfrumsýnd fyrir viku síðan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og í Toronto er myndin í keppni um aðalverðlaunin í sínum flokki, sem veita sjálkrafa rétt að forvali fyrir Óskarsverðlaunin 2025 en Rúnar var einmitt tilnefndur til þeirra árið 2006 fyrir Síðasta Bæinn. Bíó og sjónvarp Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Auk Ljósbrots var einnig sýnd myndin O (Hringur) eftir Rúnar. Eftir mikil fagnaðarlæti og lófaklapp í lok sýningar, sátu Heather Millard framleiðandi og Rúnar leikstjóri fyrir svörum frá áhorfendum, sem spurðu tvíeykið um gerð myndarinnar. Allar sýningar á myndunum tveimur eru uppseldar á hátíðinni. „Það er gaman að við séum komin vestur um haf að sýna myndirnar okkar. Hérna tekur við nýr og spennandi kafli. Þegar hefur verið lagður góður grunnur fyrir báðar myndir þegar kemur að þáttöku og keppni á kvikmyndahátíðum hérna í álfunni,“ er haft eftir Rúnari í tilkynningunni. „Vonum við auðvitað að myndirnar eiga sama láni að fagna hérna eins og annars staðar sem myndirnar hafa farið. Svo erum við erum á lokametrunum að loka dreifingarsamningi fyrir Norður Ameríku þannig að það eru spennadi tímar framundan.“ Sýndar saman á hátíðinni Jason Anderson einn af dagskrárstjórum TIFF kynnti myndirnar og sagði meðal annars að þó að myndirnar séu í ólíkum flokkum að þá eru þær sýndar saman vegna hinar óvenjulegu stöðu að einn og sami leikstjórinn sé með kvikmynd og stuttmynd á hátíðinni. Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Með aðalhlutverk fara, Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum. Fram kemur í tilkynningu að um Ljósbrot hafi Jason meðal annars sagt: „Elín Hall festir sig í sessi sem einn af mest sannfærandi ungu leikarum evrópskra kvikmynda með undraverðri og djúpstæðri frammistöðu. En saman með henni er leikarahópur sem er jafn óttalaus, sem og leikstjóri sem getur lagt áherslu á gildi ástar og tengsla sem og sýnt hvernig þau geta myndast á myrkustu augnablikum sorgarinnar.“ O (Hringur) með Ingvari Sigurðssyni kallaði Jason „áhrifamikila rannsókn á breyskleika mannsins sem sé borin uppi af mögnuðum leik Ingvars Sigurðssonar.“ Stuttmyndin er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Stuttmyndin var heimsfrumsýnd fyrir viku síðan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og í Toronto er myndin í keppni um aðalverðlaunin í sínum flokki, sem veita sjálkrafa rétt að forvali fyrir Óskarsverðlaunin 2025 en Rúnar var einmitt tilnefndur til þeirra árið 2006 fyrir Síðasta Bæinn.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira