Mætti á nærfötunum einum klæða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. september 2024 12:50 Stjörnurnar kepptust við að vekja sem mesta athygli á VMA í gærkvöldi. Vísir/Getty Geimfarar og fáklæddar stórstjörnur voru meðal þeirra sem létu sjá sig á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA sem fram fór í nótt. Þar kenndi ýmissa grasa en stjörnurnar kepptust við að mæta í sínu fínasta pússi. Ef marka má erlenda miðla vakti klæðaburður sumra stjarna mikla athygli, þá sérstaklega þeirra sem mættu einkar fáklæddar og sumra sem mættu í líki geimfara. Það gerði einmitt rapparinn Lil Nas svo athygli vakti. Á rauða dregilinn var hann mættur í geimbúningi á meðan flestir létu sér jakkaföt eða fínir kjólar nægja. Hér fyrir neðan ber að líta glæsilegustu stjörnur gærkvöldsins. Addison Rae mætti á nærfötunum einum klæða á hátíðina, í hönnun Claire Sullivan sem minnti helst á hvítan svan.Noam Galai/Getty Lil Nas minnti helst á geimfara eða meðlim Daft Punk, nú eða Power Ranger.Jamie McCarthy/Getty Megan Thee Stallion var kynnir kvöldsins og sagðist hafa viljað gefa af sér „hot girl summer“ væb með dökkri áru.Dimitrios Kambouris/Getty Tyla mætti í gulum strigakjól úr smiðju tískuhússins Area og var í bláu bikiníi undir.Dimitrios Kambouris/Getty Camila Cabello mætti í gotneskum svörtum kjól sem hannaður er af Tony Ward Couture.Jamie McCarthy/Getty Shawn Mendes mætti í öllu svörtu í boði Dolce and Gabbana.Jamie McCarthy/Getty Katy Perry glæsileg í hönnun tískuhússins Who Decides War með eiginmanninum Orlando Bloom sem var öllu slakari í öllu svörtu.Dimitrios Kambouris/Getty Espressó daman Sabrina Carpenter mætti í vintage Bob Mackie kjól, þeim him sama og Madonna mætti í á Óskarsverðlaunin árið 1991.Noam Galai/Getty Halle Bailey í athyglisverðum rauðum kjól úr smiðju tískuhússins Sophie Couture.Jamie McCarthy/Getty Damiano David glæsilegur í jakkafötum í stíl áttunda áratugarins frá Etro.Dimitrios Kambouris/Getty Taylor Swift vann flest verðlaun í gærkvöldi og var mætt í hönnun frá Dior sem minnti helst á kjól Cher úr kvikmyndinni Clueless.Dimitrios Kambouris/Getty Images Chappell Roan minnti helst á prinsessu frá miðöldum í kjóli frá Y/Project með grænni skikkju.Noam Galai/Getty Lalisa Manobal var hettuklædd í glæsilegum sérsaumuðum kjól úr smiðju Mugler. Um hálsinn er hún með Bulgari Serpenti hálsmen.Kevin Mazur/Getty Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Þar kenndi ýmissa grasa en stjörnurnar kepptust við að mæta í sínu fínasta pússi. Ef marka má erlenda miðla vakti klæðaburður sumra stjarna mikla athygli, þá sérstaklega þeirra sem mættu einkar fáklæddar og sumra sem mættu í líki geimfara. Það gerði einmitt rapparinn Lil Nas svo athygli vakti. Á rauða dregilinn var hann mættur í geimbúningi á meðan flestir létu sér jakkaföt eða fínir kjólar nægja. Hér fyrir neðan ber að líta glæsilegustu stjörnur gærkvöldsins. Addison Rae mætti á nærfötunum einum klæða á hátíðina, í hönnun Claire Sullivan sem minnti helst á hvítan svan.Noam Galai/Getty Lil Nas minnti helst á geimfara eða meðlim Daft Punk, nú eða Power Ranger.Jamie McCarthy/Getty Megan Thee Stallion var kynnir kvöldsins og sagðist hafa viljað gefa af sér „hot girl summer“ væb með dökkri áru.Dimitrios Kambouris/Getty Tyla mætti í gulum strigakjól úr smiðju tískuhússins Area og var í bláu bikiníi undir.Dimitrios Kambouris/Getty Camila Cabello mætti í gotneskum svörtum kjól sem hannaður er af Tony Ward Couture.Jamie McCarthy/Getty Shawn Mendes mætti í öllu svörtu í boði Dolce and Gabbana.Jamie McCarthy/Getty Katy Perry glæsileg í hönnun tískuhússins Who Decides War með eiginmanninum Orlando Bloom sem var öllu slakari í öllu svörtu.Dimitrios Kambouris/Getty Espressó daman Sabrina Carpenter mætti í vintage Bob Mackie kjól, þeim him sama og Madonna mætti í á Óskarsverðlaunin árið 1991.Noam Galai/Getty Halle Bailey í athyglisverðum rauðum kjól úr smiðju tískuhússins Sophie Couture.Jamie McCarthy/Getty Damiano David glæsilegur í jakkafötum í stíl áttunda áratugarins frá Etro.Dimitrios Kambouris/Getty Taylor Swift vann flest verðlaun í gærkvöldi og var mætt í hönnun frá Dior sem minnti helst á kjól Cher úr kvikmyndinni Clueless.Dimitrios Kambouris/Getty Images Chappell Roan minnti helst á prinsessu frá miðöldum í kjóli frá Y/Project með grænni skikkju.Noam Galai/Getty Lalisa Manobal var hettuklædd í glæsilegum sérsaumuðum kjól úr smiðju Mugler. Um hálsinn er hún með Bulgari Serpenti hálsmen.Kevin Mazur/Getty
Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira