Þrettán nýjar heimildir ráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2024 10:12 Selir spóka sig í Jökulsárlóni. Meðal heimilda ráðherra er að ráðstafa jörðinni Fell sem sérleyfis- eða rekstrarleyfissamningum vegna áforma um uppbyggingu á innviðum við Jökulsárlón. Ríkið keypti jörðina árið 2017. Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga sem hann kynnti á blaðamannafundi í morgun. Í fjárlögum hvers árs er að finna tæplega tvö hundruð heimildir. Massinn af heimildum færist milli ára en svo bætast nýjar heimildir við. Að neðan má sjá nýjar heimildir ráðherra: Sala fasteigna 2.36 Að selja fasteignina Lækjarbakka við Geldingalæk í Rangárþingi ytra. Ráðstöfun lóða, spildna og jarða 3.31 Að heimila ráðstöfun á landi Fells í Suðursveit með sérleyfis- eða rekstrarleyfissamningum vegna áforma um uppbyggingu á innviðum á Jökulsárlóni. 3.32 Að heimila ráðstöfun á landi Skriðufells í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna áforma um uppbyggingu á starfsemi eða innviðum við Þjórsárdal. 3.33 Að heimila ráðstöfun á landi Mógilsár í Reykjavík með sérleyfis- eða rekstrarleyfissamningum vegna áforma um uppbyggingu á þjónustumiðstöð og svifferju í Esjuhlíðum. 3.34 Að heimila Jarðasjóði að selja jarðirnar Önundarhorn og Gíslakot í Rangárþingi eystra. 3.35 Að ganga til samninga við Minjavernd um ráðstöfun á landi Ólafsdals í Gilsfirði. Kaup og leiga fasteigna 4.23 Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 4.24 Að kaupa hesthús við Brúnastaði í Hjaltadal vegna hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Kaup og sala hlutabréfa og aðrar ráðstafanir vegna umsýslu félaga 5.17 Að koma á fót félagi í samstarfi við sveitarfélög um rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Ýmsar heimildir 7.26 Að heimila ráðstöfun á losunarheimildum, í samráði við ráðherra loftslagsmála, sem tilheyra íslenska ríkinu í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda til móts við loftslagsskuldbindingar íslenska ríkisins. 7.27 Að heimila ráðstöfun á losunarheimildum til flugrekenda, í samráði við ráðherra loftslagsmála, sem tilheyra íslenska ríkinu í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda. 7.28 Að ganga til samninga um uppgjör á ÍL-sjóði með skiptum á eignum úr eignasafni sjóðsins og tilteknum eignum ríkissjóðs, eftir atvikum skuldabréf, hlutabréf og aðrar sambærilegar eignir ásamt því að gera upp fyrirliggjandi ríkisábyrgð á skuldum ÍL-sjóðs. 7.29 Að standa að stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs tónskálds og ráðstöfun eigna og réttinda úr dánarbúi sonar Jóns Leifs til slíks sjóðs sem annars myndu renna til ríkissjóðs. Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. 10. september 2024 09:31 Bein útsending: Fjárlagafrumvarp ársins 2025 kynnt Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga sem hann kynnti á blaðamannafundi í morgun. Í fjárlögum hvers árs er að finna tæplega tvö hundruð heimildir. Massinn af heimildum færist milli ára en svo bætast nýjar heimildir við. Að neðan má sjá nýjar heimildir ráðherra: Sala fasteigna 2.36 Að selja fasteignina Lækjarbakka við Geldingalæk í Rangárþingi ytra. Ráðstöfun lóða, spildna og jarða 3.31 Að heimila ráðstöfun á landi Fells í Suðursveit með sérleyfis- eða rekstrarleyfissamningum vegna áforma um uppbyggingu á innviðum á Jökulsárlóni. 3.32 Að heimila ráðstöfun á landi Skriðufells í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna áforma um uppbyggingu á starfsemi eða innviðum við Þjórsárdal. 3.33 Að heimila ráðstöfun á landi Mógilsár í Reykjavík með sérleyfis- eða rekstrarleyfissamningum vegna áforma um uppbyggingu á þjónustumiðstöð og svifferju í Esjuhlíðum. 3.34 Að heimila Jarðasjóði að selja jarðirnar Önundarhorn og Gíslakot í Rangárþingi eystra. 3.35 Að ganga til samninga við Minjavernd um ráðstöfun á landi Ólafsdals í Gilsfirði. Kaup og leiga fasteigna 4.23 Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 4.24 Að kaupa hesthús við Brúnastaði í Hjaltadal vegna hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Kaup og sala hlutabréfa og aðrar ráðstafanir vegna umsýslu félaga 5.17 Að koma á fót félagi í samstarfi við sveitarfélög um rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Ýmsar heimildir 7.26 Að heimila ráðstöfun á losunarheimildum, í samráði við ráðherra loftslagsmála, sem tilheyra íslenska ríkinu í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda til móts við loftslagsskuldbindingar íslenska ríkisins. 7.27 Að heimila ráðstöfun á losunarheimildum til flugrekenda, í samráði við ráðherra loftslagsmála, sem tilheyra íslenska ríkinu í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda. 7.28 Að ganga til samninga um uppgjör á ÍL-sjóði með skiptum á eignum úr eignasafni sjóðsins og tilteknum eignum ríkissjóðs, eftir atvikum skuldabréf, hlutabréf og aðrar sambærilegar eignir ásamt því að gera upp fyrirliggjandi ríkisábyrgð á skuldum ÍL-sjóðs. 7.29 Að standa að stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs tónskálds og ráðstöfun eigna og réttinda úr dánarbúi sonar Jóns Leifs til slíks sjóðs sem annars myndu renna til ríkissjóðs.
Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. 10. september 2024 09:31 Bein útsending: Fjárlagafrumvarp ársins 2025 kynnt Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. 10. september 2024 09:31
Bein útsending: Fjárlagafrumvarp ársins 2025 kynnt Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31