Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2024 09:01 Raxi og Ingólfur Arnarsson yngri að skoða undur Íslands eins og fuglinn fljúgandi. Fágæt innsýn og í mörgum tilfellum áður óséð náttúrufyrirbæri. vísir/rax Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. „Já, þetta er flugvélin mín. Ég á tvær. Ég tek mikið vídeó og rek þá vélina út með priki. Þetta er eins og fugl að taka mynd. Tæknin er orðin slík að það má stroka prikið út,“ segir Raxi og reynir að lýsa þessum undrum öllum fyrir blaðamanni Vísis. Vísir ætlar að birta með reglubundum hætti afrakstur ferða Raxa og þar er mörg stórmerkin að líta. Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar á Mýrdalssandi og regnbogi.vísir/rax Með Raxa í för að þessu sinni er frændi hans. „Ingólfur Arnarson Jr. landkönnuður,“ segir Raxi í gamansömum tóni. Hann segir ekki hægt að fara einn og Ingólfur sé flugmaður hjá Icelandair. Mælifell í öllu sínu veldi.vísir/rax Raxi vill ekki kannast við að hann sé ljósmyndari að atvinnu, hann segir þetta lífsstíl. „Á góðum degi á flugi yfir Íslandi, er stundum eins og að vera í öðrum heimi. Þegar horft er á landið með augum fuglsins má finna allskonar form og munstur í landinu sem allt of fáir sjá.“ Skrauti.vísir/rax Sumarið í ár hefur verið með endemum, líklega eitthvert það versta sem menn muna. En Raxi lætur það ekki á sig fá. „Þó að veðrið hafi spilað stórt hlutverk í sumar og flugdagar fáir þá kemur einn og einn dagur þar sem birtir til og lífið fær lit. Þeir eru margir staðir á landinu þar sem þessi undraveröld birtist með sínum formfögru línum í landslaginu, einhverskonar abstrakt og kynjamyndir birtast. Sumt er mannana verk, annað er náttúran í sinni tærustu mynd.“ Gígur frá eldsumbrotunum á Reykjanesi.vísir/rax Og Raxi spyr hvernig Kjarval hefði málað landið hefði hann haft flugvél? „Já, eða einhver af abstrakt málurum heimsins. Birtan er síbreytileg þar sem hún dansar við fjöllin og náttúru landsins.“ Raxi segir undraveröld Ísland í raun óþrjótandi og eigi fáa sinn líka. „Á komandi vikum munum við leitast við að fljúga yfir Ísland og deila þeim hughrifum sem landið gefur þar sem frelsi fuglsins nýtur sín,“ segir Raxi sem einnig hyggur á sérstaka ferð til Grænlands. Blávatn á Mýrdalsjökli.vísir/rax Við skulum leyfa myndum úr safni Raxa, en þó aðeins broti, að tala sínu máli: Á Suðurlandi milli Hellu og Hvolsvallar.vísir/rax Heyskapur á Suðurlandi.vísir/rax Þetta gæti allt eins verið abstrakt málverk en hér er linsa meistarans að verki.vísir/rax Leyndardómsfullt hálendið sýnir sig en aðeins að hluta.vísir/rax Ljósmyndarinn sér óteljandi form og myndir úr óræðum jöklinum.vísir/rax Á flugi yfir Íslandi. Hér sést hvernig jöklarnir hopa.vísir/rax RAX Ljósmyndun Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
„Já, þetta er flugvélin mín. Ég á tvær. Ég tek mikið vídeó og rek þá vélina út með priki. Þetta er eins og fugl að taka mynd. Tæknin er orðin slík að það má stroka prikið út,“ segir Raxi og reynir að lýsa þessum undrum öllum fyrir blaðamanni Vísis. Vísir ætlar að birta með reglubundum hætti afrakstur ferða Raxa og þar er mörg stórmerkin að líta. Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar á Mýrdalssandi og regnbogi.vísir/rax Með Raxa í för að þessu sinni er frændi hans. „Ingólfur Arnarson Jr. landkönnuður,“ segir Raxi í gamansömum tóni. Hann segir ekki hægt að fara einn og Ingólfur sé flugmaður hjá Icelandair. Mælifell í öllu sínu veldi.vísir/rax Raxi vill ekki kannast við að hann sé ljósmyndari að atvinnu, hann segir þetta lífsstíl. „Á góðum degi á flugi yfir Íslandi, er stundum eins og að vera í öðrum heimi. Þegar horft er á landið með augum fuglsins má finna allskonar form og munstur í landinu sem allt of fáir sjá.“ Skrauti.vísir/rax Sumarið í ár hefur verið með endemum, líklega eitthvert það versta sem menn muna. En Raxi lætur það ekki á sig fá. „Þó að veðrið hafi spilað stórt hlutverk í sumar og flugdagar fáir þá kemur einn og einn dagur þar sem birtir til og lífið fær lit. Þeir eru margir staðir á landinu þar sem þessi undraveröld birtist með sínum formfögru línum í landslaginu, einhverskonar abstrakt og kynjamyndir birtast. Sumt er mannana verk, annað er náttúran í sinni tærustu mynd.“ Gígur frá eldsumbrotunum á Reykjanesi.vísir/rax Og Raxi spyr hvernig Kjarval hefði málað landið hefði hann haft flugvél? „Já, eða einhver af abstrakt málurum heimsins. Birtan er síbreytileg þar sem hún dansar við fjöllin og náttúru landsins.“ Raxi segir undraveröld Ísland í raun óþrjótandi og eigi fáa sinn líka. „Á komandi vikum munum við leitast við að fljúga yfir Ísland og deila þeim hughrifum sem landið gefur þar sem frelsi fuglsins nýtur sín,“ segir Raxi sem einnig hyggur á sérstaka ferð til Grænlands. Blávatn á Mýrdalsjökli.vísir/rax Við skulum leyfa myndum úr safni Raxa, en þó aðeins broti, að tala sínu máli: Á Suðurlandi milli Hellu og Hvolsvallar.vísir/rax Heyskapur á Suðurlandi.vísir/rax Þetta gæti allt eins verið abstrakt málverk en hér er linsa meistarans að verki.vísir/rax Leyndardómsfullt hálendið sýnir sig en aðeins að hluta.vísir/rax Ljósmyndarinn sér óteljandi form og myndir úr óræðum jöklinum.vísir/rax Á flugi yfir Íslandi. Hér sést hvernig jöklarnir hopa.vísir/rax
RAX Ljósmyndun Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira