„Þýðir ekkert að keyra og bíða þangað til það eru fimm prósent eftir af rafhlöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 20:17 Hjónin ferðuðust fleiri þúsund kílómetra á rafmagnsbílnum um meginland Evrópu í sumar. Facebook „Það var margt sem kom skemmtilega á óvart en kannski annað sem olli mér vonbrigðum,“ segir Jean-Rémi Chareyre sem í sumar hélt í ferðalag ásamt eiginkonu sinni um Evrópu þar sem þau ferðuðust um átta þúsund kílómetra, án vandræða, á rafmagnsbíl. „Þau sem að eiga rafmagnsbíl þekkja það yfirleitt að þýðir ekkert að fara í ferðalag og bara keyra og bíða þangað til það eru fimm prósent eftir af rafhlöðunni til að velta fyrir sér hvar á að hlaða. Maður þarf að vera alltaf svolítið undirbúinn,“ segir Jean-Rémi. Hjónin lögðu af stað með Norrænu frá Seyðisfirði og héldu þaðan til Danmerkur. Þaðan óku þau sem leið lá um Þýskaland, Frakkland, Spán, Belgíu og Holland, og síðan til baka aftur í gegnum Þýskaland og Danmörku. Jean-Rémi lýsti ferðalaginu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, en hann segir ferðalagið hafa gengið vandræðalaust fyrir sig og telur innviðina á meiginlandinu til að ferðast um á rafmagnsbíl þónokkuð betri en á Íslandi. Drægnin meiri í góða veðrinu Þetta var í fyrsta skiptið sem þau hjón fóru í svo langt ferðalag erlendis á rafmagnsbílnum. Hann segir hafa skipt sköpum að hafa kynnt sér vel hvaða fyrirtæki bjóði upp á hraðhleðslustöðvar á meginlandinu og gætti þess að vera meðvitaður um hleðslustöðvar á leiðinni. „Það er orðið frekar þétt net af þessum stöðvum. Eins og í Frakklandi þar sem við vorum til dæmis, þar eru komnar yfir hundrað af þessum stöðvum frá þessu fyrirtæki,“ segir Jean-Rémi um einn risann á þeim markaði. Þá segir hann að í góðu veðri í Evrópu hafi komst bíllinn lengra á hverri hleðslu en almennt heima á Íslandi. „Það má segja að innviðirnir séu aðeins á undan,“ segir Jean-Rémi. „Það kom á óvart að það er komið mikið af hraðhleðslustöðvum og það er oft mjög mikið af stöðvum á hverjum stað þannig maður lendir ekki í að koma á stað og það er bara ein stöð og hún er upptekin. Það er dálítið leiðinlegt, þá þarf maður oft að bíða lengi.“ Þau hafi talið allt upp í tuttugu hleðslustöðvar á sama stað. „Það sem var ekki eins gott er að ég var að vona að við gætum hlaðið meira á gististöðunum þar sem við vorum að gista,“ bætir hann við, en þrátt fyrir að sumir gististaðanna hafi sagst á bókunarsíðum hafa upp á að bjóða aðstöðu til að hlaða rafbíl hafi það ekki alltaf verið raunin. Rafmagnið hafi hins vegar verið nokkuð dýrara á meginlandinu heldur en á Íslandi. Ferðalög Bílar Samgöngur Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Þau sem að eiga rafmagnsbíl þekkja það yfirleitt að þýðir ekkert að fara í ferðalag og bara keyra og bíða þangað til það eru fimm prósent eftir af rafhlöðunni til að velta fyrir sér hvar á að hlaða. Maður þarf að vera alltaf svolítið undirbúinn,“ segir Jean-Rémi. Hjónin lögðu af stað með Norrænu frá Seyðisfirði og héldu þaðan til Danmerkur. Þaðan óku þau sem leið lá um Þýskaland, Frakkland, Spán, Belgíu og Holland, og síðan til baka aftur í gegnum Þýskaland og Danmörku. Jean-Rémi lýsti ferðalaginu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, en hann segir ferðalagið hafa gengið vandræðalaust fyrir sig og telur innviðina á meiginlandinu til að ferðast um á rafmagnsbíl þónokkuð betri en á Íslandi. Drægnin meiri í góða veðrinu Þetta var í fyrsta skiptið sem þau hjón fóru í svo langt ferðalag erlendis á rafmagnsbílnum. Hann segir hafa skipt sköpum að hafa kynnt sér vel hvaða fyrirtæki bjóði upp á hraðhleðslustöðvar á meginlandinu og gætti þess að vera meðvitaður um hleðslustöðvar á leiðinni. „Það er orðið frekar þétt net af þessum stöðvum. Eins og í Frakklandi þar sem við vorum til dæmis, þar eru komnar yfir hundrað af þessum stöðvum frá þessu fyrirtæki,“ segir Jean-Rémi um einn risann á þeim markaði. Þá segir hann að í góðu veðri í Evrópu hafi komst bíllinn lengra á hverri hleðslu en almennt heima á Íslandi. „Það má segja að innviðirnir séu aðeins á undan,“ segir Jean-Rémi. „Það kom á óvart að það er komið mikið af hraðhleðslustöðvum og það er oft mjög mikið af stöðvum á hverjum stað þannig maður lendir ekki í að koma á stað og það er bara ein stöð og hún er upptekin. Það er dálítið leiðinlegt, þá þarf maður oft að bíða lengi.“ Þau hafi talið allt upp í tuttugu hleðslustöðvar á sama stað. „Það sem var ekki eins gott er að ég var að vona að við gætum hlaðið meira á gististöðunum þar sem við vorum að gista,“ bætir hann við, en þrátt fyrir að sumir gististaðanna hafi sagst á bókunarsíðum hafa upp á að bjóða aðstöðu til að hlaða rafbíl hafi það ekki alltaf verið raunin. Rafmagnið hafi hins vegar verið nokkuð dýrara á meginlandinu heldur en á Íslandi.
Ferðalög Bílar Samgöngur Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent