Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. ágúst 2024 17:15 Íshellir í Breiðamerkurjökli. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Slysið varð í ferð á vegum Niflheima en einn eigendanna var til viðtals á Vísi um banaslysið í jöklinum í gær. Birgir Þór Júlíusson sagði þá að um tveimur vikum áður en slysið átti sér stað á sunnudaginn hefði lítið stykki dottið úr ísnum og á hjálm ferðamanns sem var í göngu um hellinn með fyrirtæki hans. Birgir sagði að atvikið hefði verið tilkynnt og til sé atvikaskýrsla um málið. „Hann vankaðist en svo hélt hann áfram með túrinn og hringinn í kringum landið. Þetta var í sömu rás. Slysin gerast og við tökum þeim alvarlega,“ sagði Birgir. Það hafi verið fyrsta alvarlega slysið sem hafi átt sér stað í ferð hjá honum í þau tíu ár sem hann hafi unnið við þetta. Vatnajökulsþjóðgarður segist ekki hafa fengið þær upplýsingar. Hafa gagnrýnt fyrirtækin í gegnum tíðina „Við fengum ekki vitneskju um það fyrr en núna í fréttum. Það skilaði sér ekki til Vatnajökulsþjóðgarðs. Ég er alveg óhrædd við að segja að við höfum gagnrýnt fyrirtækin í gegnum tíðina fyrir að koma upplýsingum um slys og óhöpp sem verða í ferðum ekki nægilega skýrt og skilmerkilega til okkar.“ Steinunn Hödd Harðardóttir er þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði.Vísir/MagnúsHlynur Steinunn segir það gagnrýnisvert að Vatnajökulsþjóðgarður hafi ekki fengið upplýsingar um slysið sem varð þann 16. ágúst og að fyrirtækið sem sá um ferðina hefði átt að koma því áleiðis. Að sögn Steinunnar er banaslysið á sunnudaginn fyrsta slysið sem þau heyra af inni í íshelli á svæðinu. Hefði getað komið fyrir hvern sem er „Það er gagnrýnisvert að fyrirtækin upplýsi ekki um þau slys sem að verða. Við erum ótrúlega heppin að það hafa ekki orðið mörg slys í gegnum tíðina. Vissulega er alltaf hætta á að fólk slasi sig og öklabrotni eða meiði sig á fótum þegar það er á gangi í þessu landslagi.“ Hún tekur fram að þjóðgarðurinn sé þó búinn að vera í góðum samskiptum við flest öll fyrirtækin á svæðinu. Það sé þó ýmislegt að það sé margt sem megi færa til betri vega. „Það sem ég er kannski mest hugsi yfir er að þetta hefði getað komið fyrir hvern sem er sem er í þessum ferðum. Það er hrein óheppni að þetta falli á þennan tiltekna hóp. Mér finnst að allir sem hafa verið að bjóða upp á þessar ferðir og þeir sem eru að selja þessar ferðir verði að líta í sinn eigin barm og axla ábyrgð í þessu máli,“ segir Steinunn um banaslysið á sunnudaginn. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23 Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 „Ég horfði á stykkið og sólina baka það“ Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið. 28. ágúst 2024 23:38 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sérsveitin kölluð út á Siglufirði Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Slysið varð í ferð á vegum Niflheima en einn eigendanna var til viðtals á Vísi um banaslysið í jöklinum í gær. Birgir Þór Júlíusson sagði þá að um tveimur vikum áður en slysið átti sér stað á sunnudaginn hefði lítið stykki dottið úr ísnum og á hjálm ferðamanns sem var í göngu um hellinn með fyrirtæki hans. Birgir sagði að atvikið hefði verið tilkynnt og til sé atvikaskýrsla um málið. „Hann vankaðist en svo hélt hann áfram með túrinn og hringinn í kringum landið. Þetta var í sömu rás. Slysin gerast og við tökum þeim alvarlega,“ sagði Birgir. Það hafi verið fyrsta alvarlega slysið sem hafi átt sér stað í ferð hjá honum í þau tíu ár sem hann hafi unnið við þetta. Vatnajökulsþjóðgarður segist ekki hafa fengið þær upplýsingar. Hafa gagnrýnt fyrirtækin í gegnum tíðina „Við fengum ekki vitneskju um það fyrr en núna í fréttum. Það skilaði sér ekki til Vatnajökulsþjóðgarðs. Ég er alveg óhrædd við að segja að við höfum gagnrýnt fyrirtækin í gegnum tíðina fyrir að koma upplýsingum um slys og óhöpp sem verða í ferðum ekki nægilega skýrt og skilmerkilega til okkar.“ Steinunn Hödd Harðardóttir er þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði.Vísir/MagnúsHlynur Steinunn segir það gagnrýnisvert að Vatnajökulsþjóðgarður hafi ekki fengið upplýsingar um slysið sem varð þann 16. ágúst og að fyrirtækið sem sá um ferðina hefði átt að koma því áleiðis. Að sögn Steinunnar er banaslysið á sunnudaginn fyrsta slysið sem þau heyra af inni í íshelli á svæðinu. Hefði getað komið fyrir hvern sem er „Það er gagnrýnisvert að fyrirtækin upplýsi ekki um þau slys sem að verða. Við erum ótrúlega heppin að það hafa ekki orðið mörg slys í gegnum tíðina. Vissulega er alltaf hætta á að fólk slasi sig og öklabrotni eða meiði sig á fótum þegar það er á gangi í þessu landslagi.“ Hún tekur fram að þjóðgarðurinn sé þó búinn að vera í góðum samskiptum við flest öll fyrirtækin á svæðinu. Það sé þó ýmislegt að það sé margt sem megi færa til betri vega. „Það sem ég er kannski mest hugsi yfir er að þetta hefði getað komið fyrir hvern sem er sem er í þessum ferðum. Það er hrein óheppni að þetta falli á þennan tiltekna hóp. Mér finnst að allir sem hafa verið að bjóða upp á þessar ferðir og þeir sem eru að selja þessar ferðir verði að líta í sinn eigin barm og axla ábyrgð í þessu máli,“ segir Steinunn um banaslysið á sunnudaginn.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23 Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 „Ég horfði á stykkið og sólina baka það“ Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið. 28. ágúst 2024 23:38 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sérsveitin kölluð út á Siglufirði Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23
Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38
„Ég horfði á stykkið og sólina baka það“ Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið. 28. ágúst 2024 23:38