Vikið úr stjórn fjallaleiðsögumanna eftir slysið Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2024 12:52 Ís hrundi úr vegg vatnsrásar í Breiðamerkurjökli þar sem ferðaþjónustufyrirtæki var með 23 manna hóp ferðamanna á sunnudag. Einn lést og annar slasaðist. Vísir/Vilhelm Öðrum eiganda fyrirtækisins sem var með hópinn sem lenti í mannskæðu slysi á Breiðamerkurjökli var vikið úr stjórn Félags fjallaleiðsögumanna daginn eftir slysið. Honum var einnig vikið frá störfum sem leiðbeinandi hjá félaginu. Fyrirtækið Ice Pic Journeys skipulagði ferðina á Breiðamerkurjökul þar sem bandarískur karlmaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau á sunnudag. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Hvorki fyrirtækið né eigendur þess hafa svarað fyrirspurnum um slysið. Annar eigandanna, Mike Reid, var ritari Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins sem var birt í gær kemur fram að ákveðið hafi verið að vísa Reid úr stjórn á fundi sem var haldinn „í ljósi atburðanna“ á mánudag. Honum hafi einnig verið vísað frá störfum sem leiðbeinandi. Upplýsingar um Reid og Ryan Newburn, eigendur Ice Pic Journeys, og starfsmenn fyrirtækisins höfðu verið fjarlægðar af vefsíðu þess í gær. Þær höfðu verið aðgengilegar svo seint sem á mánudag. Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður og talsmaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir við Vísi að stjórnin hafi ákveðið að vísa Reid úr stjórn til þess að halda sjálfstæði hennar nú þegar hún þurfi að vinna úr verkefnum eftir slysið. Reid hafi unnið af heilindum fyrir félagið og ákvörðun stjórnarinnar sé ekki áfellisdómur hennar yfir honum vegna slyssins. Hann hafi aflað sér mikillar menntunar og þekkingar á fjallaleiðsögn. „Við erum að reyna að einbeita okkur að verkefninu sem er framundan sem er að halda áfram að efla þekkingu og fagmennsku. Við sáum okkur það ekki fært þar sem hann er innvinklaður inn í þessar rannsóknir og líka í raun og veru til þess að gefa honum það rými sem hann þarf á að halda í augnablikinu til þess að leysa úr sínum málum.“ Upplýsingar um eigendur og starfsfólk fjarlægðar Slysið átti sér stað í vatnsrás eða svelg í Breiðamerkurjökli. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa markaðssett staðinn sem „Kristalbláa íshellinn“ þrátt fyrir að ekki sé um eiginlegan íshelli að ræða. Íshellar myndast af völdum leysingavatns og eru almennt ekki aðgengilegir fyrir leysingu sem lýkur síðla hausts. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki hafa engu að síður selt íshellaferðir á sumrin. Slíkar ferðir hafa verið áfram til sölu hjá ferðasölum eftir slysið. Ice Pic Journeys virðist hafa verið leiðandi í þessum sumarjökulferðum. Áður en upplýsingarnar voru fjarlægðar af heimasíðu fyrirtækisins kom þar fram að Reid hafi fundist leiðinlegt að það væru ekki íshellaferðir allan ársins hring í Vatnajökulsþjóðgarði. Hann hefði því grafið ofan í jökulinn á stað sem hafði verið valinn með tilliti til öryggis. Þannig hefði hann getað komið ferðamönnum gegnum þykkt íslagið og inn í sumaríshelli. „Sumar þýðir ekki að það séu ekki íshellar á Íslandi. Þvert á móti. Við erum eitt fárra fyrirtækja sem leitar sífellt uppi nýtilkomna hella og gerum út skoðunarferðir utan vetrartímabilsins þar sem fyllsta öryggis er gætt,“ sagði á heimasíðu Ice Pic Journeys áður en textinn var fjarlægður. Ekki náðist í Reid við vinnslu þessarar fréttar. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Félagasamtök Vatnajökulsþjóðgarður Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
Fyrirtækið Ice Pic Journeys skipulagði ferðina á Breiðamerkurjökul þar sem bandarískur karlmaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau á sunnudag. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Hvorki fyrirtækið né eigendur þess hafa svarað fyrirspurnum um slysið. Annar eigandanna, Mike Reid, var ritari Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins sem var birt í gær kemur fram að ákveðið hafi verið að vísa Reid úr stjórn á fundi sem var haldinn „í ljósi atburðanna“ á mánudag. Honum hafi einnig verið vísað frá störfum sem leiðbeinandi. Upplýsingar um Reid og Ryan Newburn, eigendur Ice Pic Journeys, og starfsmenn fyrirtækisins höfðu verið fjarlægðar af vefsíðu þess í gær. Þær höfðu verið aðgengilegar svo seint sem á mánudag. Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður og talsmaður Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir við Vísi að stjórnin hafi ákveðið að vísa Reid úr stjórn til þess að halda sjálfstæði hennar nú þegar hún þurfi að vinna úr verkefnum eftir slysið. Reid hafi unnið af heilindum fyrir félagið og ákvörðun stjórnarinnar sé ekki áfellisdómur hennar yfir honum vegna slyssins. Hann hafi aflað sér mikillar menntunar og þekkingar á fjallaleiðsögn. „Við erum að reyna að einbeita okkur að verkefninu sem er framundan sem er að halda áfram að efla þekkingu og fagmennsku. Við sáum okkur það ekki fært þar sem hann er innvinklaður inn í þessar rannsóknir og líka í raun og veru til þess að gefa honum það rými sem hann þarf á að halda í augnablikinu til þess að leysa úr sínum málum.“ Upplýsingar um eigendur og starfsfólk fjarlægðar Slysið átti sér stað í vatnsrás eða svelg í Breiðamerkurjökli. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa markaðssett staðinn sem „Kristalbláa íshellinn“ þrátt fyrir að ekki sé um eiginlegan íshelli að ræða. Íshellar myndast af völdum leysingavatns og eru almennt ekki aðgengilegir fyrir leysingu sem lýkur síðla hausts. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki hafa engu að síður selt íshellaferðir á sumrin. Slíkar ferðir hafa verið áfram til sölu hjá ferðasölum eftir slysið. Ice Pic Journeys virðist hafa verið leiðandi í þessum sumarjökulferðum. Áður en upplýsingarnar voru fjarlægðar af heimasíðu fyrirtækisins kom þar fram að Reid hafi fundist leiðinlegt að það væru ekki íshellaferðir allan ársins hring í Vatnajökulsþjóðgarði. Hann hefði því grafið ofan í jökulinn á stað sem hafði verið valinn með tilliti til öryggis. Þannig hefði hann getað komið ferðamönnum gegnum þykkt íslagið og inn í sumaríshelli. „Sumar þýðir ekki að það séu ekki íshellar á Íslandi. Þvert á móti. Við erum eitt fárra fyrirtækja sem leitar sífellt uppi nýtilkomna hella og gerum út skoðunarferðir utan vetrartímabilsins þar sem fyllsta öryggis er gætt,“ sagði á heimasíðu Ice Pic Journeys áður en textinn var fjarlægður. Ekki náðist í Reid við vinnslu þessarar fréttar.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Félagasamtök Vatnajökulsþjóðgarður Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira