Stormaði út með látum en gafst svo upp á skrifstofustarfinu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 07:01 Kött Grá Pje er mættur aftur til leiks með heila plötu. Dóra Dúna Tónlistarmaðurinn Atli Sigþórsson, betur þekktur sem Kött Grá Pje, var orðinn þreyttur á hversdagsleika skrifstofustarfsins var í tilefni af því nýverið að senda frá sér sína fyrstu plötu sem nefnist Dulræn atferlismeðferð. Platan kom út síðastliðinn föstudag og er unnin og gefin út í samvinnu við taktsmiðinn Fonetik Simbol, sem heitir réttu nafni Helgi Pétur Lárusson. Hér má heyra lagið Hvít Ský af plötunni: „Platan kom út í kjölfar þess að Atli Sigþórsson gafst upp á að vera skrifstofumaður og blés aftur lífi í alter-egóið Kött Grá Pje. Þessi 22 laga hnullungur er sá fyrsti sem hann gefur út í fullri lengd eftir að hann stormaði út af tónlistarsenunni með látum árið 2017. Áður stóð til að gefa út lagasafn sem á einhvern hátt fuðraði upp. Síðustu ár hefur hann gert lög með hinum og þessum, hæst ber að nefna Á óvart með Benna Hemm Hemm og Urði sem hefur verið í mikilli spilun. Samstarf þeirra Benna heldur áfram á þessari plötu, en Benni á þátt í fjórum lögum. Fonetik Simbol leitar aftur í tímann með sömplum úr sálartónlist og jazzi og því verður útkoman afar áhugaverð,“ segir í fréttatilkynningu. Kött Grá Pje kom fram á ýmsum tónleikum og tónlistarhátíðum fram til 2017 og kom meðal annars fram fyrir troðfullum sal af tónleikagestum á Iceland Airwaves hátíðinni á sínum tíma. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Platan kom út síðastliðinn föstudag og er unnin og gefin út í samvinnu við taktsmiðinn Fonetik Simbol, sem heitir réttu nafni Helgi Pétur Lárusson. Hér má heyra lagið Hvít Ský af plötunni: „Platan kom út í kjölfar þess að Atli Sigþórsson gafst upp á að vera skrifstofumaður og blés aftur lífi í alter-egóið Kött Grá Pje. Þessi 22 laga hnullungur er sá fyrsti sem hann gefur út í fullri lengd eftir að hann stormaði út af tónlistarsenunni með látum árið 2017. Áður stóð til að gefa út lagasafn sem á einhvern hátt fuðraði upp. Síðustu ár hefur hann gert lög með hinum og þessum, hæst ber að nefna Á óvart með Benna Hemm Hemm og Urði sem hefur verið í mikilli spilun. Samstarf þeirra Benna heldur áfram á þessari plötu, en Benni á þátt í fjórum lögum. Fonetik Simbol leitar aftur í tímann með sömplum úr sálartónlist og jazzi og því verður útkoman afar áhugaverð,“ segir í fréttatilkynningu. Kött Grá Pje kom fram á ýmsum tónleikum og tónlistarhátíðum fram til 2017 og kom meðal annars fram fyrir troðfullum sal af tónleikagestum á Iceland Airwaves hátíðinni á sínum tíma. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira