Aron Can með stóra tónleika erlendis Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 10:25 Aron Can kemur fram á stórum tónleikum í Kaupmannahöfn. Vísir/Hulda Margrét Rapparinn Aron Can kemur fram í Pumpehuset í Kaupmannahöfn í október. Tónleikarnir voru tilkynntir af alþjóðlega tónleikafyrirtækinu All Things Live sem hefur sett upp tónleika með heimsfrægu tónlistarfólki. Í fréttatilkynningu segir: „Tónleikarnir, sem bera heitið The Monní Show, fara fram þann 19. október í hinu þekkta tónleikahúsi Pumpehuset í miðborg Kaupmannahafnar. Það er svo sem ekkert nýtt af nálinni að íslenskir tónlistarmenn leggi land undir fót og haldi tónleika erlendis, þá sérstaklega í Kaupmannahöfn, en það sem gerir þessa tónleika sérstaka er að jafn þekkt og stórt fyrirtæki og All Things Live sé að sjá um prómóteringu og framleiðslu tónleikanna.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá stuttmynd við lögin Flýg upp og Varlega með Aroni Can. Leikstjóri er Erlendur Sveinsson: Aðrir tónleikar sem All Things Live stendur fyrir í haust eru með stórum tónlistarmönnum á borð við Childish Gambino, Gavin Degraw og fleiri. „Ljóst er því að vinsældir Aron Can á Íslandi hafa ekki farið framhjá frændum okkar í Danmörku og verður eflaust mikið fjör er Aron stígur á svið í Pumpehuset. Aron Can hefur ekki setið auðum höndum síðustu misserin en samhliða því að leggja lokahönd á plötu sem er væntanleg núna í haust hefur hann einnig vakið athygli með strákasveitinni Iceguys og er í þessum töluðu orðum staddur við upptökur á seríu tvö af Iceguys þáttunum.“ Miðasala á tónleikana hefst föstudaginn 30.ágúst á danskri síðu Ticketmaster hér. Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir: „Tónleikarnir, sem bera heitið The Monní Show, fara fram þann 19. október í hinu þekkta tónleikahúsi Pumpehuset í miðborg Kaupmannahafnar. Það er svo sem ekkert nýtt af nálinni að íslenskir tónlistarmenn leggi land undir fót og haldi tónleika erlendis, þá sérstaklega í Kaupmannahöfn, en það sem gerir þessa tónleika sérstaka er að jafn þekkt og stórt fyrirtæki og All Things Live sé að sjá um prómóteringu og framleiðslu tónleikanna.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá stuttmynd við lögin Flýg upp og Varlega með Aroni Can. Leikstjóri er Erlendur Sveinsson: Aðrir tónleikar sem All Things Live stendur fyrir í haust eru með stórum tónlistarmönnum á borð við Childish Gambino, Gavin Degraw og fleiri. „Ljóst er því að vinsældir Aron Can á Íslandi hafa ekki farið framhjá frændum okkar í Danmörku og verður eflaust mikið fjör er Aron stígur á svið í Pumpehuset. Aron Can hefur ekki setið auðum höndum síðustu misserin en samhliða því að leggja lokahönd á plötu sem er væntanleg núna í haust hefur hann einnig vakið athygli með strákasveitinni Iceguys og er í þessum töluðu orðum staddur við upptökur á seríu tvö af Iceguys þáttunum.“ Miðasala á tónleikana hefst föstudaginn 30.ágúst á danskri síðu Ticketmaster hér.
Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira