Elísabet Gunnars á nýjum vettvangi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 20:02 Elísabet segir hlaðvarpið vera ákveðna framlengingu á bloggi sínu á Trendnet en nú í viðtalsformi. Helgi Ómars „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Hvort sem það séu tískuskvísur á Norðurlöndunum eða sætir gamlir franskir kallar með hatt, þá veitir það mér mikinn innblástur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og ein af fyrstu stafrænu áhrifavöldum landsins. Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Elísabet er eigandi Trendnet.is og Sjöstrand á Íslandi og starfar einnig mikið á samfélagsmiðlum. „Um áramótin tók ég ákvörðun um að hætta að blogga. Ég hafði aldrei tekið pásu og alltaf haldið dampi svo þetta var virkilega stór ákvörðun fyrir mig og ég er ennþá að fá spurningar hvort ég ætli ekki að snúa aftur. Staðan er sú að það blunda alltaf í mér hugmyndir um allskonar, ég er frumkvöðull í eðli mínu og fæ margar hugmyndir sem ég vil framkvæma,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. „Ég stofnaði Trendnet í ágúst 2012 og því er við hæfi að byrja með Morgunbollann í ágúst 2024. Haustið er greinilega óvart minn tími og örugglega margra til að starta nýjungum,“ segir hún og hlær. Helgi Ómars Gefur konum orðið Elísabet segir hlaðvarpið ákveðna framlengingu á blogginu nema í viðtalsformi. „Til að byrja með ætla ég að lyfta konum upp því mér finnst þær ekki alltaf fá nægilegt pláss, en mun svo að sjálfsögðu hleypa öllum að. Við eigum svo margt fólk sem hefur áhugaverða sögu að segja, sumir vinna afrek og eru fremstir í flokki, svo er fegurðin líka oft í einfaldleikanum og litlu hlutunum,“ segir Elísabet. Í gegnum árin hefur hún nýtt samfélagsmiðlana til að vekja athygli á mikilvægum málefnum og til þess að safna fyrir góðan málstað. Elísabet stofnaði góðgerðarsamtökin Konur eru konum besta árið 2017 ásamt vinkonum sínum, Andreu Magnúsdóttur, Aldísi Pálsdóttur og Nönnu Kristínu Tryggvadóttur. Saman hafa þær staðið fyrir árlegri bolasölu þar sem safnað er milljónum fyrir mikilvægu málefni tengdu konum. „Allt snýst þetta um að leggja áherslu á að konur séu konum bestar en ekki verstar, eins og oft er talað um, segir Elísabet. Listakonan Saga Sig er viðmælandi Elísabetar í fyrsta þætti af Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Þar ræða þær meðal annars um tísku, fjölskyldulífið og heilsu. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Elísabet er eigandi Trendnet.is og Sjöstrand á Íslandi og starfar einnig mikið á samfélagsmiðlum. „Um áramótin tók ég ákvörðun um að hætta að blogga. Ég hafði aldrei tekið pásu og alltaf haldið dampi svo þetta var virkilega stór ákvörðun fyrir mig og ég er ennþá að fá spurningar hvort ég ætli ekki að snúa aftur. Staðan er sú að það blunda alltaf í mér hugmyndir um allskonar, ég er frumkvöðull í eðli mínu og fæ margar hugmyndir sem ég vil framkvæma,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. „Ég stofnaði Trendnet í ágúst 2012 og því er við hæfi að byrja með Morgunbollann í ágúst 2024. Haustið er greinilega óvart minn tími og örugglega margra til að starta nýjungum,“ segir hún og hlær. Helgi Ómars Gefur konum orðið Elísabet segir hlaðvarpið ákveðna framlengingu á blogginu nema í viðtalsformi. „Til að byrja með ætla ég að lyfta konum upp því mér finnst þær ekki alltaf fá nægilegt pláss, en mun svo að sjálfsögðu hleypa öllum að. Við eigum svo margt fólk sem hefur áhugaverða sögu að segja, sumir vinna afrek og eru fremstir í flokki, svo er fegurðin líka oft í einfaldleikanum og litlu hlutunum,“ segir Elísabet. Í gegnum árin hefur hún nýtt samfélagsmiðlana til að vekja athygli á mikilvægum málefnum og til þess að safna fyrir góðan málstað. Elísabet stofnaði góðgerðarsamtökin Konur eru konum besta árið 2017 ásamt vinkonum sínum, Andreu Magnúsdóttur, Aldísi Pálsdóttur og Nönnu Kristínu Tryggvadóttur. Saman hafa þær staðið fyrir árlegri bolasölu þar sem safnað er milljónum fyrir mikilvægu málefni tengdu konum. „Allt snýst þetta um að leggja áherslu á að konur séu konum bestar en ekki verstar, eins og oft er talað um, segir Elísabet. Listakonan Saga Sig er viðmælandi Elísabetar í fyrsta þætti af Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Þar ræða þær meðal annars um tísku, fjölskyldulífið og heilsu. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan:
Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp