Borgarlína í grunninn bara betri strætó Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2024 17:09 Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Vísir/Arnar Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. „Mig langar að taka undir með þeim sem hafa minnt á það að þetta er samgöngusáttmáli. Við þekkjum það öll að umræðan um þetta stóra innviðafjárfestingarverkefni fer í allar áttir og það er kannski fátt sem er rifist jafnmikið um á kaffistofunum og blöðunum,“ segir Einar. Hann segir að samgöngusáttmálinn mæti ólíkum þörfum fólks. Sumir þurfi bíl, sumir tvo bíla og aðrir ekki. „Það er verið að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir okkur öll, hvort sem við þurfum að nota fjölskyldubílinn eða strætó,“ segir Einar. Borgarlína bara strætó í grunninn Einar segir að með sáttmálanum sé verið að gera strætó betri. „Við köllum hana Borgarlínu, það er gott orð, en í grunninn er þetta bara betri strætó með tíðari ferðum og betri þjónustu. Við kjörnir fulltrúar erum bara í vinnunni við það að tryggja góða þjónustu.“ „Fólk gerir kröfur, það gerir kröfur um það að sitja ekki fast í umferðinni, gerir kröfur um það að geta nýtt sér grænar lausnir í samgöngum, hjólastíga, almenningssamgöngur eða fara gangandi,“ segir Einar. Sáttmálinn sé blanda af þessu öllu. Vita af óánægju með strætó „Við vitum að það er óánægja með það, að stundum gengur þetta ekki nógu vel hjá strætó, en það er verið að mæta því með öflugri innkomu ríkisins inn í rekstur almenningssamgangna,“ segir Einar, og kveðst mjög þakklátur fyrir það. Hann segir að stærstu pólitísku tíðindin í dag séu að það sé verið að innsigla þá sýn sem sett var fram árið 2019, að á höfuðborgarsvæðinu væri ein samgöngustefna. „Við erum að ganga í takt og það skiptir gríðarlegu máli. Ef við göngum ekki í takt náum við engum árangri. Þetta er gleðidagur, og ég hlakka til að sjá samgöngusáttmálann rætast og koma til framkvæmda,“ segir Einar. Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Mig langar að taka undir með þeim sem hafa minnt á það að þetta er samgöngusáttmáli. Við þekkjum það öll að umræðan um þetta stóra innviðafjárfestingarverkefni fer í allar áttir og það er kannski fátt sem er rifist jafnmikið um á kaffistofunum og blöðunum,“ segir Einar. Hann segir að samgöngusáttmálinn mæti ólíkum þörfum fólks. Sumir þurfi bíl, sumir tvo bíla og aðrir ekki. „Það er verið að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir okkur öll, hvort sem við þurfum að nota fjölskyldubílinn eða strætó,“ segir Einar. Borgarlína bara strætó í grunninn Einar segir að með sáttmálanum sé verið að gera strætó betri. „Við köllum hana Borgarlínu, það er gott orð, en í grunninn er þetta bara betri strætó með tíðari ferðum og betri þjónustu. Við kjörnir fulltrúar erum bara í vinnunni við það að tryggja góða þjónustu.“ „Fólk gerir kröfur, það gerir kröfur um það að sitja ekki fast í umferðinni, gerir kröfur um það að geta nýtt sér grænar lausnir í samgöngum, hjólastíga, almenningssamgöngur eða fara gangandi,“ segir Einar. Sáttmálinn sé blanda af þessu öllu. Vita af óánægju með strætó „Við vitum að það er óánægja með það, að stundum gengur þetta ekki nógu vel hjá strætó, en það er verið að mæta því með öflugri innkomu ríkisins inn í rekstur almenningssamgangna,“ segir Einar, og kveðst mjög þakklátur fyrir það. Hann segir að stærstu pólitísku tíðindin í dag séu að það sé verið að innsigla þá sýn sem sett var fram árið 2019, að á höfuðborgarsvæðinu væri ein samgöngustefna. „Við erum að ganga í takt og það skiptir gríðarlegu máli. Ef við göngum ekki í takt náum við engum árangri. Þetta er gleðidagur, og ég hlakka til að sjá samgöngusáttmálann rætast og koma til framkvæmda,“ segir Einar.
Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira