Félagsheimilið lagt í rúst um hábjartan dag Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. ágúst 2024 15:01 Skemmdarverkin á félagsheimilinu eru umtalsverð. Ólafur Þór Ólafsson Döpur sjón blasti við Reynismönnum á sunnudagskvöldið þegar þeir komu að félagsheimilinu sínu við fótboltavöllinn en það hafði verið lagt í rúst. Einhver hafði þá brotist þar inn á milli klukkan 14 og 17 á sunnudaginn og gengið berserksgang. Ólafur Þór Ólafsson, formaður knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði, segir í samtali við Vísi að hurð á félagsheimilinu hafi verið eyðilögð, spreyjað á veggi og rúður brotnar. Hann tekur fram að kostnaðurinn vegna skemmdarverkanna hlaupi á hundruðum þúsunda. Víkurfréttir greindu fyrst frá. „Það var farið þarna inn. Farið inn í áhaldageymslu hjá okkur og bara aðallega skemmt, sjáum ekki að einhverju haf verið stolið eins og er. Það var þarna sláttuvél inni og þetta hefði verið meiriháttar tjón ef hún hefði skemmst sem þeir reyndu að gera. Svona græjur hlaupa á einhverjum milljónum.“ Engu stolið Hann bætir við að það geti verið að einhverju minniháttar hafi verið stolið eins og boltum eða öðru slíku en engu verðmætu. Það sé enn óljóst hvort að tryggingarnar komi til með að bæta tjónið. Hann segir það einstaklega dapurt að einhver hafi framið svona tilgangslaus skemmdarverk. „Þetta eru leiðinda skemmdarverk sem er bæði ónæði og sóðaskapur og kostnaður fyrir félagið. Þetta er svona barna- eða unglingalegt skemmdarverk. Við tilkynntum þetta til lögreglu “ Engin vitni að skemmdarverkinu Hann segir það óheppilegt að öryggismyndavélar á svæðinu hafi ekki náð myndum af skemmdarvörgunum og að engin vitni séu að innbrotinu. „Þetta gerðist um miðjan dag á sunnudegi. Völlurinn stendur við götu sem heitir Stafnesvegur og þeir athafna sig skjólmegin, þeim megin sem völlurinn er en ekki við götuna. Ef það er enginn inn á vellinum þá eru engin augu sem sjá þetta.“ Hann biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um skemmdarverkið að stíga fram og hafa samband við lögreglu eða knattspyrnufélagið. „Okkur þykir þetta ákaflega leiðinlegt. Við vonum bara að þeir sem áttu í hlut læri sína lexíu af þessu og hætti svona hegðun.“ Suðurnesjabær Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Ólafur Þór Ólafsson, formaður knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði, segir í samtali við Vísi að hurð á félagsheimilinu hafi verið eyðilögð, spreyjað á veggi og rúður brotnar. Hann tekur fram að kostnaðurinn vegna skemmdarverkanna hlaupi á hundruðum þúsunda. Víkurfréttir greindu fyrst frá. „Það var farið þarna inn. Farið inn í áhaldageymslu hjá okkur og bara aðallega skemmt, sjáum ekki að einhverju haf verið stolið eins og er. Það var þarna sláttuvél inni og þetta hefði verið meiriháttar tjón ef hún hefði skemmst sem þeir reyndu að gera. Svona græjur hlaupa á einhverjum milljónum.“ Engu stolið Hann bætir við að það geti verið að einhverju minniháttar hafi verið stolið eins og boltum eða öðru slíku en engu verðmætu. Það sé enn óljóst hvort að tryggingarnar komi til með að bæta tjónið. Hann segir það einstaklega dapurt að einhver hafi framið svona tilgangslaus skemmdarverk. „Þetta eru leiðinda skemmdarverk sem er bæði ónæði og sóðaskapur og kostnaður fyrir félagið. Þetta er svona barna- eða unglingalegt skemmdarverk. Við tilkynntum þetta til lögreglu “ Engin vitni að skemmdarverkinu Hann segir það óheppilegt að öryggismyndavélar á svæðinu hafi ekki náð myndum af skemmdarvörgunum og að engin vitni séu að innbrotinu. „Þetta gerðist um miðjan dag á sunnudegi. Völlurinn stendur við götu sem heitir Stafnesvegur og þeir athafna sig skjólmegin, þeim megin sem völlurinn er en ekki við götuna. Ef það er enginn inn á vellinum þá eru engin augu sem sjá þetta.“ Hann biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um skemmdarverkið að stíga fram og hafa samband við lögreglu eða knattspyrnufélagið. „Okkur þykir þetta ákaflega leiðinlegt. Við vonum bara að þeir sem áttu í hlut læri sína lexíu af þessu og hætti svona hegðun.“
Suðurnesjabær Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira