Rauðu örvarnar koma síðdegis til Keflavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 17. ágúst 2024 12:52 Rauðu örvarnar á flugsýningu. Níu flugvélar skipa sveitina. Wikimedia/Adrian Pingstone Listflugsveit breska flughersins, Rauðu örvarnar, er væntanleg til Keflavíkurflugvallar síðdegis. Utanríkisráðuneytið segir núna að vegna flugskilyrða frá Bretlandi sé mjög ólíklegt að um verði að ræða eiginlega flugsýningu við komu sveitarinnar til Íslands. Ráðuneytið segir að áætlaður lendingartími Rauðu örvanna sé á tímabilinu 16 til 17:30. Frá Isavia fengust þær upplýsingar að von væri á flugsveitinni til Keflavíkur klukkan 15:50. Hún myndi aðeins hafa skamma viðdvöl á Íslandi og gert væri ráð fyrir brottför klukkan níu í fyrramálið. Í flugturninum áttu menn ekki von á öðru en hefðbundinni lendingu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hyggst taka á móti flugsveitinni. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í fyrradag kom fram að Þórdís Kolbrún yrði viðstödd á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar „rauðu örvarnar leika listir sínar“. Núna virðist ólíklegt að ráðherrann fái að sjá mikla loftfimleika. Rauðu örvarnar koma hingað frá Bretlandi á leið sinni vestur um haf. Listflugsveitin, sem samanstendur af níu þotum, er á leið í mánaðarlanga sýningarför um Kanada í tilefni 100 ára afmælis kanadíska flughersins. Fréttir af flugi Bretland Keflavíkurflugvöllur NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. 15. ágúst 2024 23:25 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Ráðuneytið segir að áætlaður lendingartími Rauðu örvanna sé á tímabilinu 16 til 17:30. Frá Isavia fengust þær upplýsingar að von væri á flugsveitinni til Keflavíkur klukkan 15:50. Hún myndi aðeins hafa skamma viðdvöl á Íslandi og gert væri ráð fyrir brottför klukkan níu í fyrramálið. Í flugturninum áttu menn ekki von á öðru en hefðbundinni lendingu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hyggst taka á móti flugsveitinni. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í fyrradag kom fram að Þórdís Kolbrún yrði viðstödd á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar „rauðu örvarnar leika listir sínar“. Núna virðist ólíklegt að ráðherrann fái að sjá mikla loftfimleika. Rauðu örvarnar koma hingað frá Bretlandi á leið sinni vestur um haf. Listflugsveitin, sem samanstendur af níu þotum, er á leið í mánaðarlanga sýningarför um Kanada í tilefni 100 ára afmælis kanadíska flughersins.
Fréttir af flugi Bretland Keflavíkurflugvöllur NATO Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. 15. ágúst 2024 23:25 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. 15. ágúst 2024 23:25