Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2024 08:05 Líklegast er talið að gjósa á svæðum þar sem áður hefur gosið á síðustu mánuðum. Vísir/Vilhelm Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. Áætlað er að magn kviku sem hefur safnast undir Svartsengi sé orðið svipað og fyrir eldgosið sem hófst í lok maí. Líkön benda til þess að nýtt kvikuhlaup eða jafnvel eldgos geti hafist á næstu dögum, að því er kom fram í stöðuuppfærslu á vef Veðurstofu Íslands í gær. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir stöðuna óbreytta eftir nóttina. Síðasta sólarhringinn hafi 55 jarðskjálftar mælst. Það er í samræmi við rólegt vaxandi skjálftavirkni sem hefur mælst á Sundhnúksgígaröðinni síðustu vikuna. „Það er spurning hvað það mun taka langan tíma fyrir kerfið að komast af stað en við búumst allt eins við því að þetta gæti gerst bara hvað úr hverju,“ segir Lovísa Mjöll í samtali við Vísi. Samkvæmt þeim sviðsmyndum sem Veðurstofan vinnur með gæti gosið á svipuðum slóðum og áður í eldsumbrotunum á Reykjanesskaga síðustu árin. Möguleikarnir sem eru nefndir er gos með upptök milli Stóra-Skógfells og Sundhnúks þar sem gaus í desember, febrúar, mars og maí annars vegar og hins vegar sunnan við Sundhnúk, við Hagafell eða suður af Hagafelli sem er svipuð staðsetning og í gosi í janúar. „Það er í raun búist við að þetta komi á svipuðu svæði og síðustu gos en svo er alltaf undirbúið að það geti gerst á öðrum stöðum,“ segir Lovísa Mjöll. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Áætlað er að magn kviku sem hefur safnast undir Svartsengi sé orðið svipað og fyrir eldgosið sem hófst í lok maí. Líkön benda til þess að nýtt kvikuhlaup eða jafnvel eldgos geti hafist á næstu dögum, að því er kom fram í stöðuuppfærslu á vef Veðurstofu Íslands í gær. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir stöðuna óbreytta eftir nóttina. Síðasta sólarhringinn hafi 55 jarðskjálftar mælst. Það er í samræmi við rólegt vaxandi skjálftavirkni sem hefur mælst á Sundhnúksgígaröðinni síðustu vikuna. „Það er spurning hvað það mun taka langan tíma fyrir kerfið að komast af stað en við búumst allt eins við því að þetta gæti gerst bara hvað úr hverju,“ segir Lovísa Mjöll í samtali við Vísi. Samkvæmt þeim sviðsmyndum sem Veðurstofan vinnur með gæti gosið á svipuðum slóðum og áður í eldsumbrotunum á Reykjanesskaga síðustu árin. Möguleikarnir sem eru nefndir er gos með upptök milli Stóra-Skógfells og Sundhnúks þar sem gaus í desember, febrúar, mars og maí annars vegar og hins vegar sunnan við Sundhnúk, við Hagafell eða suður af Hagafelli sem er svipuð staðsetning og í gosi í janúar. „Það er í raun búist við að þetta komi á svipuðu svæði og síðustu gos en svo er alltaf undirbúið að það geti gerst á öðrum stöðum,“ segir Lovísa Mjöll.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum