Strandavegur í sundur og ferðamaður festi sig í flýti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2024 14:05 Ein af skriðunum sem féllu á Strandavegi í morgun, nánar tiltekið í Kjörvogshlíð. Mikið úrhelli var í nótt en hann haldist þurr síðustu klukkustundir. Björgunarsveitin Strandasól Eftir úrhellisrigningu í nótt hafa fallið aurskriður á nokkrum stöðum á veginum norður í Árneshrepp. Vegagerðin vinnur að viðgerð á veginum í Veiðileysi þar sem hann grófst í sundur. Fyrir vikið er nokkur fjöldi fólks innlyksa í Árneshreppi og kemst ekki leiðar sinnar. Þeirra á meðal er ferðamaður nokkur sem festi bíl sinn í einni skriðunni í morgun í Trékyllisvík. Davíð Már Bjarnason, sauðfjárbóndi og björgunarsveitarmaður á Ströndum, var á meðal þeirra sem kom að björgun hans. Bílaleigubíll ferðamannsins dreginn úr skriðunni.Strandasól „Ferðamaðurinn hafði ætlað að keyra yfir skriðuna og náði að festa sig. Hann var svo sem ekki á vel útbúnum bíl en ákvað að sæta færis. Hann átti bókað flug til útlanda seinna í dag. En hann komst ekki langt,“ segir Davíð Már. Davíð er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Landsbjargar og þekkir vel til starfa björgunarsveita, björgunarsveitarmaður sjálfur. „Við fórum nokkur úr björgunarsveitinni og bóndi af næsta bæ sem dró hann til baka á dráttarvél,“ segir Davíð. Ferðamaðurinn er enn fastur í sveitinni og má telja ólíklegt að hann nái flugi sínu af landi brott. Skriðan var ansi víðfeðm.Strandasól Davíð segir samhent átak heimamanna úr Djúpavík og Trékyllisvík hafa aðstoðað við að ryðja skriður í samvinnu við Vegagerðina svo það sé fært innansveitar. „Vegagerðin sendi eftir stærri tækjum til Hólmavíkur til að eiga við þetta í Veiðileysu,“ segir Davíð. Gunnar Númi Hjartarson er yfirverkfræðingur hjá Vegagerðinni á Hólmavík. Hann segir nokkuð verk að vinna í Veiðileysu sem þó gangi hraðar en hann hafði reiknað með. Rignt hefur svakalega undanfarið á Ströndum.Strandasól „Hálfur vegurinn bara hvarf,“ segir Gunnar Númi. Það þurfi mikið efni til að fylla upp í veginn en það hafi orðið þeim til happs að finna gott efni uppi í hlíðinni. Á meðan hann haldist þurr er Gunnar Númi bjartsýnn á verklok á sjötta tímanum í dag. „Þeir eru hálfnaðir við að fylla upp í þessa holu,“ segir Gunnar Númi og hrósar bændum í sveitinni fyrir snör handtök að ryðja aðrar skriður dagsins. Árneshreppur Björgunarsveitir Vegagerð Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Sjá meira
Fyrir vikið er nokkur fjöldi fólks innlyksa í Árneshreppi og kemst ekki leiðar sinnar. Þeirra á meðal er ferðamaður nokkur sem festi bíl sinn í einni skriðunni í morgun í Trékyllisvík. Davíð Már Bjarnason, sauðfjárbóndi og björgunarsveitarmaður á Ströndum, var á meðal þeirra sem kom að björgun hans. Bílaleigubíll ferðamannsins dreginn úr skriðunni.Strandasól „Ferðamaðurinn hafði ætlað að keyra yfir skriðuna og náði að festa sig. Hann var svo sem ekki á vel útbúnum bíl en ákvað að sæta færis. Hann átti bókað flug til útlanda seinna í dag. En hann komst ekki langt,“ segir Davíð Már. Davíð er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Landsbjargar og þekkir vel til starfa björgunarsveita, björgunarsveitarmaður sjálfur. „Við fórum nokkur úr björgunarsveitinni og bóndi af næsta bæ sem dró hann til baka á dráttarvél,“ segir Davíð. Ferðamaðurinn er enn fastur í sveitinni og má telja ólíklegt að hann nái flugi sínu af landi brott. Skriðan var ansi víðfeðm.Strandasól Davíð segir samhent átak heimamanna úr Djúpavík og Trékyllisvík hafa aðstoðað við að ryðja skriður í samvinnu við Vegagerðina svo það sé fært innansveitar. „Vegagerðin sendi eftir stærri tækjum til Hólmavíkur til að eiga við þetta í Veiðileysu,“ segir Davíð. Gunnar Númi Hjartarson er yfirverkfræðingur hjá Vegagerðinni á Hólmavík. Hann segir nokkuð verk að vinna í Veiðileysu sem þó gangi hraðar en hann hafði reiknað með. Rignt hefur svakalega undanfarið á Ströndum.Strandasól „Hálfur vegurinn bara hvarf,“ segir Gunnar Númi. Það þurfi mikið efni til að fylla upp í veginn en það hafi orðið þeim til happs að finna gott efni uppi í hlíðinni. Á meðan hann haldist þurr er Gunnar Númi bjartsýnn á verklok á sjötta tímanum í dag. „Þeir eru hálfnaðir við að fylla upp í þessa holu,“ segir Gunnar Númi og hrósar bændum í sveitinni fyrir snör handtök að ryðja aðrar skriður dagsins.
Árneshreppur Björgunarsveitir Vegagerð Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Sjá meira