Fjarlægði númerið úr símaskránni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2024 12:14 Þorgrímur Þráinsson stóð í ströngu fyrir tuttugu árum í baráttunni gegn reykingum. Vísir/Vilhelm Þorgrímur Þráinsson fjarlægði símanúmer sitt úr símaskránni þegar hann starfaði sem framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar eftir að síminn hringdi á nóttunni og einhver sagðist ætla að nauðga konunni hans. Þorgrímur rifjar upp að tuttugu ár séu nú liðin síðan hann hætti störfum fyrir nefndina og segir að baráttunni gegn reykingum hafi fylgt ýmsar skuggahliðar. „Í ár eru 20 ár síðan ég hætti sem framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar, af því það var slegið á puttana á mér þegar lýðheilsustöð var sett á laggirnar. Miðstýring tók völdin. Árin 1996-2004 voru eftirminnileg á margvíslegan hátt af því það náðist árangur en það var sótt að okkur úr ýmsum áttum – fyrir það eitt að segja sannleikann um tóbak. Ekki síst skaðsemi óbeinna reykinga,“ skrifar Þorgrímur í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Ráðist á hann á skemmtistað Þorgrímur rifjar upp árangurinn sem náðist á þessum árum. MR hafi til að mynda orðið fyrsti framhaldsskólinn með reyklaus menntaskólaböll, Háskólabíó bannað reykingar í húsnæðinu og stúkan á Laugardalsvelli varð reyklaus. „En það voru margar skuggahliðar á því að vera í þessi starfi í átta ár. Mér var nokkrum sinnum hótað lífláti, það var ráðist á mig á skemmtistað eftir að ég sagði sannleikann um skaðsemi reykinga í sjónvarpsfréttum en nokkrir vina minna sneru árásarmanninn niður. Síminn hringdi stundum á nóttunni og einhver sagðist ætla nauðga konunni minni. Í kjölfarið fjarlægði ég númerið úr símaskránni.“ Þá segir Þorgrímur blaðamann á Helgarpóstinum hafa skrifað heilsíðugrein um hann á miður fallegan hátt og segir hann fréttamenn sem reyktu hafa sífellt reynt að gera lítið úr störfum nefndarinnar. Stjórnandi útsendingar á vegum RÚV hafi gert lítið úr þeirra störfum og tónlistarmaður í beinni útsendingu sagt að Þorgrímur bæri ábyrgð á dauða vinar hans sem ekki mátti reykja á spítala. „En það sem var skondnast, var að nokkrir rithöfundar gerðu grín að mér í skáldsögum sínum. Fjölmargir héldu í alvörunni að ég starfaði að tóbaksvörnum af því ég hafði ekkert annað við líf mitt að gera. Ég var í launuðu starfi sem framkvæmdastjóri og þeir sem sátu í tóbaksvarnanefnd treystu mér. Frábært og framsýnt fólk. Mér vitrari maður á sviði forvarna hvatti mig til að hafa ætíð heilbrigða skynsemi að leiðarljósi og treysta innsæinu.“ Víða pottur brotinn í dag Þorgrímur segir að ástæða þess að hann rifji þetta upp nú sé sú að víða sé pottur brotinn í samfélaginu í dag. Allt sé hægt þegar hugrekki og dugnaður sé hafður að leiðarljósi. „Við þurfum á leiðtogum að halda sem standa í lappirnar þótt 0,02 prósent þjóðarinnar reiti hár sitt og hrópi hátt opinberlega af minnsta tilefni. Þá þegir meirihlutinn, því miður, svo hann lendi ekki í hakkavél hinna örfáu.“ Heilsa Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
„Í ár eru 20 ár síðan ég hætti sem framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar, af því það var slegið á puttana á mér þegar lýðheilsustöð var sett á laggirnar. Miðstýring tók völdin. Árin 1996-2004 voru eftirminnileg á margvíslegan hátt af því það náðist árangur en það var sótt að okkur úr ýmsum áttum – fyrir það eitt að segja sannleikann um tóbak. Ekki síst skaðsemi óbeinna reykinga,“ skrifar Þorgrímur í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Ráðist á hann á skemmtistað Þorgrímur rifjar upp árangurinn sem náðist á þessum árum. MR hafi til að mynda orðið fyrsti framhaldsskólinn með reyklaus menntaskólaböll, Háskólabíó bannað reykingar í húsnæðinu og stúkan á Laugardalsvelli varð reyklaus. „En það voru margar skuggahliðar á því að vera í þessi starfi í átta ár. Mér var nokkrum sinnum hótað lífláti, það var ráðist á mig á skemmtistað eftir að ég sagði sannleikann um skaðsemi reykinga í sjónvarpsfréttum en nokkrir vina minna sneru árásarmanninn niður. Síminn hringdi stundum á nóttunni og einhver sagðist ætla nauðga konunni minni. Í kjölfarið fjarlægði ég númerið úr símaskránni.“ Þá segir Þorgrímur blaðamann á Helgarpóstinum hafa skrifað heilsíðugrein um hann á miður fallegan hátt og segir hann fréttamenn sem reyktu hafa sífellt reynt að gera lítið úr störfum nefndarinnar. Stjórnandi útsendingar á vegum RÚV hafi gert lítið úr þeirra störfum og tónlistarmaður í beinni útsendingu sagt að Þorgrímur bæri ábyrgð á dauða vinar hans sem ekki mátti reykja á spítala. „En það sem var skondnast, var að nokkrir rithöfundar gerðu grín að mér í skáldsögum sínum. Fjölmargir héldu í alvörunni að ég starfaði að tóbaksvörnum af því ég hafði ekkert annað við líf mitt að gera. Ég var í launuðu starfi sem framkvæmdastjóri og þeir sem sátu í tóbaksvarnanefnd treystu mér. Frábært og framsýnt fólk. Mér vitrari maður á sviði forvarna hvatti mig til að hafa ætíð heilbrigða skynsemi að leiðarljósi og treysta innsæinu.“ Víða pottur brotinn í dag Þorgrímur segir að ástæða þess að hann rifji þetta upp nú sé sú að víða sé pottur brotinn í samfélaginu í dag. Allt sé hægt þegar hugrekki og dugnaður sé hafður að leiðarljósi. „Við þurfum á leiðtogum að halda sem standa í lappirnar þótt 0,02 prósent þjóðarinnar reiti hár sitt og hrópi hátt opinberlega af minnsta tilefni. Þá þegir meirihlutinn, því miður, svo hann lendi ekki í hakkavél hinna örfáu.“
Heilsa Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“