„Munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum“ Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 30. júlí 2024 19:32 Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði segir ekkert athugavert við að fólk gisti og starfi í Grindavík þessa dagana. Vísir/Arnar Prófessor í eldfjallafræði segir mestar líkur á að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði á sama stað og síðustu gos á svæðinu. Ólíklega muni gjósa inni í Grindavík og því sé skammur viðbragðstími ekki endilega áhyggjuefni. Auknar líkur eru taldar á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum og þrýstingur er að byggjast upp undir Svartsengi. Veðurstofan hélt hættumati sínu óbreyttu í dag og enn eru líkur á að gosið gæti í Grindavík. „Varðandi eldgosið held ég að það sé bara á næstu grösum,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Líklega sé ein til þrjár vikur í eldgos en ólíklega muni gjósa inni í Grindavík. „Það eru miklu meiri líkur á að það komi upp á þeim stað sem það er búið að koma upp í næstum öllum gosunum, að einu undanteknu,“ segir Þorvaldur og vísar þá í eldgosið 14. janúar við Hagafell. Líklega muni gjósa austan við Stóra-Skógfell og enda við Hagafell. Klippa: Auknar líkur á gosi Nú hafa jarðfræðingar gefið út að viðvörunartíminn sé sífellt að styttast, er það áhyggjuefni? „Nei, ekki það mikið svo lengi sem við erum ekki að hleypa fólki inn á gígsvæðið þar sem hefur verið að gjósa. Þá skiptir það í rauninni engu máli,“ segir Þorvaldur. Hann útskýrir að hvorki sé fólk á ferð né innviðir á svæðinu sem hrunið muni að öllum líkindum flæða og því þurfi ekki að hafa áhyggjur af skömmum viðbragðstíma. „Við munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum að bregðast við.“ Tvö til þrjú hundruð manns starfa í Grindavík þessa dagana og gist er í um þrjátíu húsum. Aðspurður segist Þorvaldur ekki sjá neitt athugavert við það. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Auknar líkur eru taldar á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum og þrýstingur er að byggjast upp undir Svartsengi. Veðurstofan hélt hættumati sínu óbreyttu í dag og enn eru líkur á að gosið gæti í Grindavík. „Varðandi eldgosið held ég að það sé bara á næstu grösum,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Líklega sé ein til þrjár vikur í eldgos en ólíklega muni gjósa inni í Grindavík. „Það eru miklu meiri líkur á að það komi upp á þeim stað sem það er búið að koma upp í næstum öllum gosunum, að einu undanteknu,“ segir Þorvaldur og vísar þá í eldgosið 14. janúar við Hagafell. Líklega muni gjósa austan við Stóra-Skógfell og enda við Hagafell. Klippa: Auknar líkur á gosi Nú hafa jarðfræðingar gefið út að viðvörunartíminn sé sífellt að styttast, er það áhyggjuefni? „Nei, ekki það mikið svo lengi sem við erum ekki að hleypa fólki inn á gígsvæðið þar sem hefur verið að gjósa. Þá skiptir það í rauninni engu máli,“ segir Þorvaldur. Hann útskýrir að hvorki sé fólk á ferð né innviðir á svæðinu sem hrunið muni að öllum líkindum flæða og því þurfi ekki að hafa áhyggjur af skömmum viðbragðstíma. „Við munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum að bregðast við.“ Tvö til þrjú hundruð manns starfa í Grindavík þessa dagana og gist er í um þrjátíu húsum. Aðspurður segist Þorvaldur ekki sjá neitt athugavert við það.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira