Allt á fullri ferð á Húsavík um helgina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júlí 2024 13:00 Páll Óskar tróð upp á Mærudögum síðasta árs. Búist er við allt að fjögur þúsund gestum á Húsavík um helgina, þegar bæjarhátíðin Mærudagar fer fram. Karnivalstemning og tónlistarveisla verður meðal þess sem hátíðargestir fá að njóta á Húsavíkurbryggju. Mærudagar á Húsavík eru haldnir á ári hverju síðustu helgina í júlí, en framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir mikils að vænta um helgina. Hátíðin var sett í gær en í dag verða matarvagnar og tívolí á bryggjunni. „Þannig að það verður svona karnivalstemning á bryggjunni, ásamt því að við verðum með hrútasýningu, hrútaþukl, klukkan níu í kvöld. Svo verða alls konar skemmtilegir viðburðir, tónleikar og tvö böll. Allt að gerast í kvöld,“ segir Guðrún Huld Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mærudaga. Aðaldagurinn verði svo á morgun. Þar verði vegleg barnadagskrá, með froðurennibraut og krakkahlaupi, svo eitthvað sé nefnt. Guðrún Huld er framkvæmdastjóri Mærudaga.Guðrún Huld Gunnarsdóttir „Svo erum við með fjögurra klukkutíma tónleikaveislu um kvöldið, Mærudagstónleika. Þá erum við með húsvísku prinsessuna okkar Birgittu Haukdal, ásamt Vidda frá Greifinum, Birni, Daniil, Færibandið og Einar Óla. Við erum með heilan helling af geggjaðri dagskrá.“ Búist er við allt að fjögur þúsund manns þegar mest lætur. Ekkert kostar inn á hátíðina, og því erfitt að mæla aðsóknina með nákvæmum hætti. Guðrún segir hátíðina gefa bæjarlífi Húsavíkur, sem sé vel sótt allt árið um kring, skemmtilegan brag. „Að hafa þessa hátíð á Húsavík gefur bænum enn meiri uppfyllingu og auglýsingu um hvað staðurinn er flottur,“ segir Guðrún. Fjöldi fólks kemur saman á bryggjunni á Húsavík, sem er aðalhátíðarsvæði Mærudaga. Norðurþing Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Mærudagar á Húsavík eru haldnir á ári hverju síðustu helgina í júlí, en framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir mikils að vænta um helgina. Hátíðin var sett í gær en í dag verða matarvagnar og tívolí á bryggjunni. „Þannig að það verður svona karnivalstemning á bryggjunni, ásamt því að við verðum með hrútasýningu, hrútaþukl, klukkan níu í kvöld. Svo verða alls konar skemmtilegir viðburðir, tónleikar og tvö böll. Allt að gerast í kvöld,“ segir Guðrún Huld Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mærudaga. Aðaldagurinn verði svo á morgun. Þar verði vegleg barnadagskrá, með froðurennibraut og krakkahlaupi, svo eitthvað sé nefnt. Guðrún Huld er framkvæmdastjóri Mærudaga.Guðrún Huld Gunnarsdóttir „Svo erum við með fjögurra klukkutíma tónleikaveislu um kvöldið, Mærudagstónleika. Þá erum við með húsvísku prinsessuna okkar Birgittu Haukdal, ásamt Vidda frá Greifinum, Birni, Daniil, Færibandið og Einar Óla. Við erum með heilan helling af geggjaðri dagskrá.“ Búist er við allt að fjögur þúsund manns þegar mest lætur. Ekkert kostar inn á hátíðina, og því erfitt að mæla aðsóknina með nákvæmum hætti. Guðrún segir hátíðina gefa bæjarlífi Húsavíkur, sem sé vel sótt allt árið um kring, skemmtilegan brag. „Að hafa þessa hátíð á Húsavík gefur bænum enn meiri uppfyllingu og auglýsingu um hvað staðurinn er flottur,“ segir Guðrún. Fjöldi fólks kemur saman á bryggjunni á Húsavík, sem er aðalhátíðarsvæði Mærudaga.
Norðurþing Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira