Allir íbúar rúmast ekki lengur í einu og sama húsinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. júlí 2024 20:39 Mikil uppbygging fer fram á Hvanneyri í Borgarbyggð. Stöð 2 Íbúum á Hvanneyri fer sífellt fjölgandi, þökk sé brottfluttum Hvanneyringum sem snúa aftur heim og nemendum Landbúnaðarháskólans sem ákveða að setjast að í bænum. Mikil uppbygging er fyrirhuguð og heimamenn eru hreyknir af einum flottasta frisbígolfvelli landsins. Í Flatahverfi á Hvanneyri er fyrirhuguð mikil uppbygging og nýlega voru auglýstar til úthlutunar 22 lóðir undir íbúðarhúsnæði. „Það eru tvö hús í byggingu alla veganna núna og verið að fara að úthluta fleiri lóðum. Þrjár nýjar götur voru gerðar í vetur þannig það ætti að vera nóg pláss,“ segir Hvanneyringurinn Aðalheiður Kristjánsdóttir. „Það er alveg töluvert um það að fólk kemur aftur. Fólk kannski fer annað í nám og kemur aftur og eins er líka fólk sem að kemur í Landbúnaðarháskólann og sest svo að,“ bætir hún við. Íbúum hafi þannig fjölgað talsvert frá því sem áður var. Stórbruni setti mark sitt á sögu Hvanneyrar og varð til þess að allir íbúar fluttu inn í eitt og sama húsið. Má teljast hæpið að húsið myndi rúma þann fjölda sem nú býr á Hvanneyri. Enn kennt í íþróttahúsi frá 1911 Það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýbyggingar sem standa yfir heldur einnig er unnið að viðhaldi á friðlýstum húsum á gömlu torfunni svokölluðu. Þar er unnið að því að taka sögufræg hús í gegn og standa framkvæmdir meðal annars yfir í skólastjórahúsinu. Á Hvanneyri er eitt elsta íþróttahús landsins sem heimamenn kalla íþróttahöllina. Húsið er byggt 1911 og fer þar ennþá fram íþróttakennsla. „Hérna er nú aðallega kannski spilaður körfubolti og svo eru bara skólaíþróttirnar þær eru hérna og svo kemur fólk hérna og leikur sér. Svo höfum við notað íþróttahöllina líka fyrir áramótagleði,“ segir Aðalheiður. Meðal þess sem trekkir að á Hvanneyri eru Landbúnaðarsafnið og ullarsetrið að ógleymdum níu holu frisbígolfvellinum sem hefur að sögn Aðalheiðar verið lýst sem þeim besta á landinu. Borgarbyggð Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Í Flatahverfi á Hvanneyri er fyrirhuguð mikil uppbygging og nýlega voru auglýstar til úthlutunar 22 lóðir undir íbúðarhúsnæði. „Það eru tvö hús í byggingu alla veganna núna og verið að fara að úthluta fleiri lóðum. Þrjár nýjar götur voru gerðar í vetur þannig það ætti að vera nóg pláss,“ segir Hvanneyringurinn Aðalheiður Kristjánsdóttir. „Það er alveg töluvert um það að fólk kemur aftur. Fólk kannski fer annað í nám og kemur aftur og eins er líka fólk sem að kemur í Landbúnaðarháskólann og sest svo að,“ bætir hún við. Íbúum hafi þannig fjölgað talsvert frá því sem áður var. Stórbruni setti mark sitt á sögu Hvanneyrar og varð til þess að allir íbúar fluttu inn í eitt og sama húsið. Má teljast hæpið að húsið myndi rúma þann fjölda sem nú býr á Hvanneyri. Enn kennt í íþróttahúsi frá 1911 Það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýbyggingar sem standa yfir heldur einnig er unnið að viðhaldi á friðlýstum húsum á gömlu torfunni svokölluðu. Þar er unnið að því að taka sögufræg hús í gegn og standa framkvæmdir meðal annars yfir í skólastjórahúsinu. Á Hvanneyri er eitt elsta íþróttahús landsins sem heimamenn kalla íþróttahöllina. Húsið er byggt 1911 og fer þar ennþá fram íþróttakennsla. „Hérna er nú aðallega kannski spilaður körfubolti og svo eru bara skólaíþróttirnar þær eru hérna og svo kemur fólk hérna og leikur sér. Svo höfum við notað íþróttahöllina líka fyrir áramótagleði,“ segir Aðalheiður. Meðal þess sem trekkir að á Hvanneyri eru Landbúnaðarsafnið og ullarsetrið að ógleymdum níu holu frisbígolfvellinum sem hefur að sögn Aðalheiðar verið lýst sem þeim besta á landinu.
Borgarbyggð Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira