Met slegið í fjölda kaupsamninga vegna uppkaupa Þórkötlu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 06:23 Kaup ríkisins á íbúðum í Grindavík setur mark sitt á fasteignamarkaðinn. Vísir/Vilhelm Met var slegið í fjölda kaupsamninga í maí en það má rekja til uppkaupa Þórkötlu á íbúðum í Grindavík. Kaupsamningar voru samtals 1.760 en rúmlega 1.300 ef kaupsamningar í Grindavík eru ekki taldir með. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar greinir einnig frá því að vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4 prósent á milli mánaða í júní. Íbúðaverð hafi hækkað um 6,4 prósent frá janúar, sem jafngildi um 16 prósent hækkun á ársgrundvelli. Íbúðaverð hafi nú hækkað um 3,1 prósent umfram vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði. „Hátt hlutfall eigna selst á yfirverði sem gæti bent til áframhaldandi hækkana á verði. Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 20 prósent eigna yfir ásettu verði síðustu mánuði en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent,“ segir í samantekt. Enn er ójafnvægi á leigumarkaði en vísitala leiguverðs hækkaði um 2,5 prósent í júní og hefur hækkað um 7,4 prósent á síðustu þremur mánuðum. Framboð á hótelherbergjum hafi aukist og nýtingin versnað, sem gæti dregið úr skammtímaleigu og létt á þrýstingi á leigumarkaðnum á komandi misserum. „Lánamarkaðurinn varð fyrir áhrifum af uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Hrein ný íbúðalán námu einungis 2 milljörðum króna þrátt fyrir mikla veltu á íbúðamarkaði. Í tölum Seðlabankans um bankakerfið má sjá að útlán til fyrirtækja í þjónustu tengdri fasteignafélögum jukust um 28 milljarða í maí, mest í tengslum við sölu Grindvíkinga á fasteignum sínum til fasteignafélagsins Þórkötlu,“ segir í samantektinni. Þá segir að hægt hafi á íbúðauppbyggingu en fullbúnum íbúðum hafi fjölgað um 3.096 síðustu tólf mánuði, á meðan þeim hafði fjölgað um 3.446 um miðjan febrúar. Aðeins um 5 prósent íbúða sem komið hafa á markað á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári eru sérbýli en hlutfallið er 38 prósent annars staðar. Í báðum tilfellum er um að ræða sögulega lágt hlutfall. Hér má finna skýrsluna í heild. Húsnæðismál Grindavík Leigumarkaður Fasteignamarkaður Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar greinir einnig frá því að vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4 prósent á milli mánaða í júní. Íbúðaverð hafi hækkað um 6,4 prósent frá janúar, sem jafngildi um 16 prósent hækkun á ársgrundvelli. Íbúðaverð hafi nú hækkað um 3,1 prósent umfram vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði. „Hátt hlutfall eigna selst á yfirverði sem gæti bent til áframhaldandi hækkana á verði. Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 20 prósent eigna yfir ásettu verði síðustu mánuði en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent,“ segir í samantekt. Enn er ójafnvægi á leigumarkaði en vísitala leiguverðs hækkaði um 2,5 prósent í júní og hefur hækkað um 7,4 prósent á síðustu þremur mánuðum. Framboð á hótelherbergjum hafi aukist og nýtingin versnað, sem gæti dregið úr skammtímaleigu og létt á þrýstingi á leigumarkaðnum á komandi misserum. „Lánamarkaðurinn varð fyrir áhrifum af uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Hrein ný íbúðalán námu einungis 2 milljörðum króna þrátt fyrir mikla veltu á íbúðamarkaði. Í tölum Seðlabankans um bankakerfið má sjá að útlán til fyrirtækja í þjónustu tengdri fasteignafélögum jukust um 28 milljarða í maí, mest í tengslum við sölu Grindvíkinga á fasteignum sínum til fasteignafélagsins Þórkötlu,“ segir í samantektinni. Þá segir að hægt hafi á íbúðauppbyggingu en fullbúnum íbúðum hafi fjölgað um 3.096 síðustu tólf mánuði, á meðan þeim hafði fjölgað um 3.446 um miðjan febrúar. Aðeins um 5 prósent íbúða sem komið hafa á markað á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári eru sérbýli en hlutfallið er 38 prósent annars staðar. Í báðum tilfellum er um að ræða sögulega lágt hlutfall. Hér má finna skýrsluna í heild.
Húsnæðismál Grindavík Leigumarkaður Fasteignamarkaður Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira