Færeyjaferð endaði á Hotel Cabin: „Búnar að hlæja viðstöðulaust síðan við fórum upp á völl“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júlí 2024 20:35 Helga Lind og Júlíanna eftir langan ferðadag sem skilaði þeim í Borgartúnið. Aðsend Ferðalag vinkvennanna Helgu Lindar Mar og Júlíönnu Hafberg til Vága í Færeyjum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig en þær mættu á Keflavíkurflugvöll klukkan korter yfir sex í morgun og eru enn ekki komnar til Færeyja. Raunar eru þær staddar á Hótel Cabin í Borgartúni, þar sem þær munu dvelja í nótt. „Við erum vansvefta síðan í gærmorgun,“ segir Helga Lind í samtali við fréttastofu. Fréttamaður náði tali af þeim þegar þær voru á leið inn í rútu sem átti að skutla þeim á Hotel Cabin. „Það eru rúmlega þrettán tímar síðan við mættum upp á flugvöll og við erum á leið aftur til Reykjavíkur.“ Hringsóluðu yfir Færeyjum Hún útskýrir að í gær hafi þær vinkonur tekið þá skyndiákvörðun að fara til Færeyja á G! tónlistarhátíðina. Þær hafi bókað flug áætlað klukkan hálf níu í morgun og mætt með rútunni á Keflavíkurflugvöll klukkan korter yfir sex í morgun. „Við erum að keyra inn í stæðið þegar við fáum sms um að fluginu hafi verið seinkað um tvo tíma,“ segir Helga Lind. Loksins hafi þær fengið upplýsingar um brottfararhlið og þá hafi hlutirnir gerst hratt. Þær hafi verið kallaðar upp og þurft að flýta sér að hliðinu. Þegar í flugvélina var komið hafi þær haldið að næsti áfangastaður væru Vágar en allt kom fyrir ekki. „Við fengum að fara í rússíbanaferð yfir Færeyjar,“ segir Helga. Í Instagram sögu sinni sýnir hún myndband af ferð flugvélarinnar yfir Færeyjar, og það má með sanni segja að ferðin hafi svipað til rússíbanareiðar. Til í grínið Vinkonunum og hinum farþegum flugferðarinnar var snúið við til Keflavíkur vegna mikillar þoku, að sögn Helgu. Hún og Júlíanna fengu þær fréttir að þeim yrði komið fyrir á hóteli og önnur tilraun til þess að komast til Færeyja gerð á morgun. „Við eigum flug klukkan ellefu í fyrramálið. Þá ætlum við að gera aðra tilraun,“ segir Helga Lind. Og eruð þið vongóðar? „Við erum bara til í grínið. Þannig að ef okkur verður snúið við aftur verður þetta enn betri saga,“ segir hún og hlær. Þær séu búnar að hlæja viðstöðulaust síðan þær lögðu af stað upp á Keflavíkurflugvöll. Helga Lind segist sjá eftir að fá ekki að gista á Hótel Keflavík, eins og lagt var upp með áður en þær komust að því að öll hótelherbergin væru uppbókuð. „Við sáum fyrir okkur að við gætum verið þar á hótelbarnum að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast nýrri menningu. Ég hef aldrei verið á miðvikudegi í júlí í Keflavík,“ segir Helga Lind. Ferðalög Færeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58 Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
„Við erum vansvefta síðan í gærmorgun,“ segir Helga Lind í samtali við fréttastofu. Fréttamaður náði tali af þeim þegar þær voru á leið inn í rútu sem átti að skutla þeim á Hotel Cabin. „Það eru rúmlega þrettán tímar síðan við mættum upp á flugvöll og við erum á leið aftur til Reykjavíkur.“ Hringsóluðu yfir Færeyjum Hún útskýrir að í gær hafi þær vinkonur tekið þá skyndiákvörðun að fara til Færeyja á G! tónlistarhátíðina. Þær hafi bókað flug áætlað klukkan hálf níu í morgun og mætt með rútunni á Keflavíkurflugvöll klukkan korter yfir sex í morgun. „Við erum að keyra inn í stæðið þegar við fáum sms um að fluginu hafi verið seinkað um tvo tíma,“ segir Helga Lind. Loksins hafi þær fengið upplýsingar um brottfararhlið og þá hafi hlutirnir gerst hratt. Þær hafi verið kallaðar upp og þurft að flýta sér að hliðinu. Þegar í flugvélina var komið hafi þær haldið að næsti áfangastaður væru Vágar en allt kom fyrir ekki. „Við fengum að fara í rússíbanaferð yfir Færeyjar,“ segir Helga. Í Instagram sögu sinni sýnir hún myndband af ferð flugvélarinnar yfir Færeyjar, og það má með sanni segja að ferðin hafi svipað til rússíbanareiðar. Til í grínið Vinkonunum og hinum farþegum flugferðarinnar var snúið við til Keflavíkur vegna mikillar þoku, að sögn Helgu. Hún og Júlíanna fengu þær fréttir að þeim yrði komið fyrir á hóteli og önnur tilraun til þess að komast til Færeyja gerð á morgun. „Við eigum flug klukkan ellefu í fyrramálið. Þá ætlum við að gera aðra tilraun,“ segir Helga Lind. Og eruð þið vongóðar? „Við erum bara til í grínið. Þannig að ef okkur verður snúið við aftur verður þetta enn betri saga,“ segir hún og hlær. Þær séu búnar að hlæja viðstöðulaust síðan þær lögðu af stað upp á Keflavíkurflugvöll. Helga Lind segist sjá eftir að fá ekki að gista á Hótel Keflavík, eins og lagt var upp með áður en þær komust að því að öll hótelherbergin væru uppbókuð. „Við sáum fyrir okkur að við gætum verið þar á hótelbarnum að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast nýrri menningu. Ég hef aldrei verið á miðvikudegi í júlí í Keflavík,“ segir Helga Lind.
Ferðalög Færeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58 Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. 19. júní 2024 13:58