Sami einstaklingur vann milljón tvisvar á sama staðnum Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júlí 2024 21:30 Steinunn Inga Björnsdóttir er rekstrarstjóri Happaþrenna hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Happaþrennur hafa tekið miklum breytingum síðan fyrsta þrennan var seld árið 1987. Nú er hægt að kaupa dýrustu þrennur sögunnar. Síðan fyrsta þrennan var seld hér á landi árið 1987 hafa fjölmargar útgáfur litið dagsins ljós og verið misvinsælar. Í mörg ár kostaði dýrasta happaþrennan ekki meira en þrjú hundruð krónur, þar til nýlega. „Þegar við fórum að skoða verðlagsþróunina, þá áttuðum við okkur á því að fimmtíu kallinn árið 1987 þegar við byrjuðum á þessu var orðinn að fjögur hundruð kalli í dag. Þannig við hugsuðum að við þyrftum kannski aðeins að bæta við. Við komum með þúsund krónu miðann í júlí í fyrra og svo erum við búin að bæta við fimm hundruð og sjö hundruð krónu miðum. Þetta er alveg að fara vel í fólk,“ segir Steinunn. Önnur nýjung sem HHÍ hefur boðið upp á í kringum happaþrennur er að nú er hægt að leysa út vinninga í gegnum smáforritið Happið, í stað þess að mæta á sölustaði. Steinunn segir marga verulega ánægða með það. Happaþrennur eru hannaðar og framleiddar hjá fyrirtæki í Búlgaríu. Salan á þeim hefur dregist lítillega saman síðustu ár. „Það er bara líka harðnandi markaður. Þetta er mikil samkeppni, komin miklu meiri samkeppni í þetta núna. Þannig við erum bara að reyna að gera okkar besta og þróa það sem við höfum,“ segir Steinunn. Vinningshlutfallið er í kringum sextíu prósent, en sumir eru heppnari en aðrir. „Einhvern tímann vorum við með þrjú hundruð krónu miða sem við kölluðum milljónamiðann. Hæsti vinningur var 25 stakar milljónir. Það er skemmst frá því að segja að sami aðili kom tvisvar. Hann vann tvisvar sinnum eina milljón, á sama sölustaðnum,“ segir Steinunn. Fjárhættuspil Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Sjá meira
Síðan fyrsta þrennan var seld hér á landi árið 1987 hafa fjölmargar útgáfur litið dagsins ljós og verið misvinsælar. Í mörg ár kostaði dýrasta happaþrennan ekki meira en þrjú hundruð krónur, þar til nýlega. „Þegar við fórum að skoða verðlagsþróunina, þá áttuðum við okkur á því að fimmtíu kallinn árið 1987 þegar við byrjuðum á þessu var orðinn að fjögur hundruð kalli í dag. Þannig við hugsuðum að við þyrftum kannski aðeins að bæta við. Við komum með þúsund krónu miðann í júlí í fyrra og svo erum við búin að bæta við fimm hundruð og sjö hundruð krónu miðum. Þetta er alveg að fara vel í fólk,“ segir Steinunn. Önnur nýjung sem HHÍ hefur boðið upp á í kringum happaþrennur er að nú er hægt að leysa út vinninga í gegnum smáforritið Happið, í stað þess að mæta á sölustaði. Steinunn segir marga verulega ánægða með það. Happaþrennur eru hannaðar og framleiddar hjá fyrirtæki í Búlgaríu. Salan á þeim hefur dregist lítillega saman síðustu ár. „Það er bara líka harðnandi markaður. Þetta er mikil samkeppni, komin miklu meiri samkeppni í þetta núna. Þannig við erum bara að reyna að gera okkar besta og þróa það sem við höfum,“ segir Steinunn. Vinningshlutfallið er í kringum sextíu prósent, en sumir eru heppnari en aðrir. „Einhvern tímann vorum við með þrjú hundruð krónu miða sem við kölluðum milljónamiðann. Hæsti vinningur var 25 stakar milljónir. Það er skemmst frá því að segja að sami aðili kom tvisvar. Hann vann tvisvar sinnum eina milljón, á sama sölustaðnum,“ segir Steinunn.
Fjárhættuspil Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Sjá meira