Emmsjé Gauti laumaði sér á Landsmót fyrir tónlistarmyndband Telma Tómasson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 6. júlí 2024 19:12 Emmsjé Gauti laumaði sér inn á Landsmót hestamanna til þess að taka upp tónlistarmyndband. vísir Margir ráku upp stór augu þegar tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti mætti í fullum keppnisskrúða á Landsmót hestamanna, enda er hann síst þekktur fyrir að vera meðal afreksknapa. Hann var líka kominn á mótið af allt annarri ástæðu en að mæta til keppni. Í fylgd með Gauta voru kvikmyndagerðarmenn og ætlunin að taka upp tónlistarmyndband við lagið Fyrirmynd Part 2 sem er eitt laganna á nýútkominni plötu hans sem ber titilinn Fullkominn dagur til að kveikja í sér. „Eitt lag á plötunni er nokkurs konar kántrílag, en það hefði verið of augljóst að nota hesta í myndbandi með því. Þess vegna valdi ég mesta rapplagið á plötunni því það er falleg andstæða í því að vera með hesta í því myndbandi. Það lag heitir Fyrirmynd Part 2 og er framhald af lagi sem ég gerði 2010. Okkur datt í hug fyrir tveimur dögum að gera tónlistarmyndband og því er ég hér staddur í miklu flæði og án þess að vera með eitthvað handrit til að fara eftir. Þetta er heimur sem ég þekki ekki neitt,“ segir Gauti. Vísir fékk að skyggnast á bak við tjöldin við gerð myndbandsins, en það var Hjörtur Bergstað formaður Fáks og fjölskylda hans sem leiddi Emmsjé Gauta og hans lið um Landsmótssvæðið. Mótið í ár er haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Gauti bætir því við í léttum tón að þetta hafi líka verið afsökun fyrir því að komast bakdyramegin inn á Landsmót hestamanna og fá að vera með í stemningunni. „Síðan er ég að skemmta hér í kvöld og ég hef heyrt að það sé sturluð stemning á Landsmóti á laugardagskvöldinu og mögnuð skemmtidagskrá. Það eru þúsundir þarna í brekkunni." Smeykur en spenntur Gauti fékk gæðinginn Segul frá Akureyri lánaðan í upptökurnar, 16 vetra höfðingja í eigu Berthu Livar Bergstað. Fata- og reiðtygjafyrirtækið Top Reiter klæddi tónlistarmanninn í keppnisgalla frá toppi til táar og segist honum bara líða vel í fötunum. Það var samt smá bras að renna upp rennilásnum á keppnisstígvélunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Tónlistamaðurinn sagðist vera aðeins smeykur fyrir því að fara á bak, enda bara prófað það tvisvar áður í lífinu, en vera á sama tíma spenntur. „Ég veit að þau eru ekki að fara að sleppa mér og leyfa mér að leika lausum hala. Það er borin svo svakalega mikil virðing fyrir hestinum. Áður en ég fékk að taka hér myndband var farið yfir það að ekki mætti trufla fólkið og hestana sem væri að keppa. Mér finnst það frábært. Einhvern tíma langar mig að eiga mómentið að vera einn á hestbaki þegar sólin er að setjast.“ Gert er ráð fyrir að um tíu þúsund manns verði á Landsmóti hestamanna um helgina, en þar leikur veðrið við hesta og menn og stemning mikil. Hestar Landsmót hestamanna Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sjá meira
Í fylgd með Gauta voru kvikmyndagerðarmenn og ætlunin að taka upp tónlistarmyndband við lagið Fyrirmynd Part 2 sem er eitt laganna á nýútkominni plötu hans sem ber titilinn Fullkominn dagur til að kveikja í sér. „Eitt lag á plötunni er nokkurs konar kántrílag, en það hefði verið of augljóst að nota hesta í myndbandi með því. Þess vegna valdi ég mesta rapplagið á plötunni því það er falleg andstæða í því að vera með hesta í því myndbandi. Það lag heitir Fyrirmynd Part 2 og er framhald af lagi sem ég gerði 2010. Okkur datt í hug fyrir tveimur dögum að gera tónlistarmyndband og því er ég hér staddur í miklu flæði og án þess að vera með eitthvað handrit til að fara eftir. Þetta er heimur sem ég þekki ekki neitt,“ segir Gauti. Vísir fékk að skyggnast á bak við tjöldin við gerð myndbandsins, en það var Hjörtur Bergstað formaður Fáks og fjölskylda hans sem leiddi Emmsjé Gauta og hans lið um Landsmótssvæðið. Mótið í ár er haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Gauti bætir því við í léttum tón að þetta hafi líka verið afsökun fyrir því að komast bakdyramegin inn á Landsmót hestamanna og fá að vera með í stemningunni. „Síðan er ég að skemmta hér í kvöld og ég hef heyrt að það sé sturluð stemning á Landsmóti á laugardagskvöldinu og mögnuð skemmtidagskrá. Það eru þúsundir þarna í brekkunni." Smeykur en spenntur Gauti fékk gæðinginn Segul frá Akureyri lánaðan í upptökurnar, 16 vetra höfðingja í eigu Berthu Livar Bergstað. Fata- og reiðtygjafyrirtækið Top Reiter klæddi tónlistarmanninn í keppnisgalla frá toppi til táar og segist honum bara líða vel í fötunum. Það var samt smá bras að renna upp rennilásnum á keppnisstígvélunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Tónlistamaðurinn sagðist vera aðeins smeykur fyrir því að fara á bak, enda bara prófað það tvisvar áður í lífinu, en vera á sama tíma spenntur. „Ég veit að þau eru ekki að fara að sleppa mér og leyfa mér að leika lausum hala. Það er borin svo svakalega mikil virðing fyrir hestinum. Áður en ég fékk að taka hér myndband var farið yfir það að ekki mætti trufla fólkið og hestana sem væri að keppa. Mér finnst það frábært. Einhvern tíma langar mig að eiga mómentið að vera einn á hestbaki þegar sólin er að setjast.“ Gert er ráð fyrir að um tíu þúsund manns verði á Landsmóti hestamanna um helgina, en þar leikur veðrið við hesta og menn og stemning mikil.
Hestar Landsmót hestamanna Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sjá meira