Emmsjé Gauti laumaði sér á Landsmót fyrir tónlistarmyndband Telma Tómasson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 6. júlí 2024 19:12 Emmsjé Gauti laumaði sér inn á Landsmót hestamanna til þess að taka upp tónlistarmyndband. vísir Margir ráku upp stór augu þegar tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti mætti í fullum keppnisskrúða á Landsmót hestamanna, enda er hann síst þekktur fyrir að vera meðal afreksknapa. Hann var líka kominn á mótið af allt annarri ástæðu en að mæta til keppni. Í fylgd með Gauta voru kvikmyndagerðarmenn og ætlunin að taka upp tónlistarmyndband við lagið Fyrirmynd Part 2 sem er eitt laganna á nýútkominni plötu hans sem ber titilinn Fullkominn dagur til að kveikja í sér. „Eitt lag á plötunni er nokkurs konar kántrílag, en það hefði verið of augljóst að nota hesta í myndbandi með því. Þess vegna valdi ég mesta rapplagið á plötunni því það er falleg andstæða í því að vera með hesta í því myndbandi. Það lag heitir Fyrirmynd Part 2 og er framhald af lagi sem ég gerði 2010. Okkur datt í hug fyrir tveimur dögum að gera tónlistarmyndband og því er ég hér staddur í miklu flæði og án þess að vera með eitthvað handrit til að fara eftir. Þetta er heimur sem ég þekki ekki neitt,“ segir Gauti. Vísir fékk að skyggnast á bak við tjöldin við gerð myndbandsins, en það var Hjörtur Bergstað formaður Fáks og fjölskylda hans sem leiddi Emmsjé Gauta og hans lið um Landsmótssvæðið. Mótið í ár er haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Gauti bætir því við í léttum tón að þetta hafi líka verið afsökun fyrir því að komast bakdyramegin inn á Landsmót hestamanna og fá að vera með í stemningunni. „Síðan er ég að skemmta hér í kvöld og ég hef heyrt að það sé sturluð stemning á Landsmóti á laugardagskvöldinu og mögnuð skemmtidagskrá. Það eru þúsundir þarna í brekkunni." Smeykur en spenntur Gauti fékk gæðinginn Segul frá Akureyri lánaðan í upptökurnar, 16 vetra höfðingja í eigu Berthu Livar Bergstað. Fata- og reiðtygjafyrirtækið Top Reiter klæddi tónlistarmanninn í keppnisgalla frá toppi til táar og segist honum bara líða vel í fötunum. Það var samt smá bras að renna upp rennilásnum á keppnisstígvélunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Tónlistamaðurinn sagðist vera aðeins smeykur fyrir því að fara á bak, enda bara prófað það tvisvar áður í lífinu, en vera á sama tíma spenntur. „Ég veit að þau eru ekki að fara að sleppa mér og leyfa mér að leika lausum hala. Það er borin svo svakalega mikil virðing fyrir hestinum. Áður en ég fékk að taka hér myndband var farið yfir það að ekki mætti trufla fólkið og hestana sem væri að keppa. Mér finnst það frábært. Einhvern tíma langar mig að eiga mómentið að vera einn á hestbaki þegar sólin er að setjast.“ Gert er ráð fyrir að um tíu þúsund manns verði á Landsmóti hestamanna um helgina, en þar leikur veðrið við hesta og menn og stemning mikil. Hestar Landsmót hestamanna Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Í fylgd með Gauta voru kvikmyndagerðarmenn og ætlunin að taka upp tónlistarmyndband við lagið Fyrirmynd Part 2 sem er eitt laganna á nýútkominni plötu hans sem ber titilinn Fullkominn dagur til að kveikja í sér. „Eitt lag á plötunni er nokkurs konar kántrílag, en það hefði verið of augljóst að nota hesta í myndbandi með því. Þess vegna valdi ég mesta rapplagið á plötunni því það er falleg andstæða í því að vera með hesta í því myndbandi. Það lag heitir Fyrirmynd Part 2 og er framhald af lagi sem ég gerði 2010. Okkur datt í hug fyrir tveimur dögum að gera tónlistarmyndband og því er ég hér staddur í miklu flæði og án þess að vera með eitthvað handrit til að fara eftir. Þetta er heimur sem ég þekki ekki neitt,“ segir Gauti. Vísir fékk að skyggnast á bak við tjöldin við gerð myndbandsins, en það var Hjörtur Bergstað formaður Fáks og fjölskylda hans sem leiddi Emmsjé Gauta og hans lið um Landsmótssvæðið. Mótið í ár er haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Gauti bætir því við í léttum tón að þetta hafi líka verið afsökun fyrir því að komast bakdyramegin inn á Landsmót hestamanna og fá að vera með í stemningunni. „Síðan er ég að skemmta hér í kvöld og ég hef heyrt að það sé sturluð stemning á Landsmóti á laugardagskvöldinu og mögnuð skemmtidagskrá. Það eru þúsundir þarna í brekkunni." Smeykur en spenntur Gauti fékk gæðinginn Segul frá Akureyri lánaðan í upptökurnar, 16 vetra höfðingja í eigu Berthu Livar Bergstað. Fata- og reiðtygjafyrirtækið Top Reiter klæddi tónlistarmanninn í keppnisgalla frá toppi til táar og segist honum bara líða vel í fötunum. Það var samt smá bras að renna upp rennilásnum á keppnisstígvélunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Tónlistamaðurinn sagðist vera aðeins smeykur fyrir því að fara á bak, enda bara prófað það tvisvar áður í lífinu, en vera á sama tíma spenntur. „Ég veit að þau eru ekki að fara að sleppa mér og leyfa mér að leika lausum hala. Það er borin svo svakalega mikil virðing fyrir hestinum. Áður en ég fékk að taka hér myndband var farið yfir það að ekki mætti trufla fólkið og hestana sem væri að keppa. Mér finnst það frábært. Einhvern tíma langar mig að eiga mómentið að vera einn á hestbaki þegar sólin er að setjast.“ Gert er ráð fyrir að um tíu þúsund manns verði á Landsmóti hestamanna um helgina, en þar leikur veðrið við hesta og menn og stemning mikil.
Hestar Landsmót hestamanna Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira