Nýjar stofnanir hafi aðsetur á landsbyggðinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2024 10:11 Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Arnar Aðsetur nýrra stofnana umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins verður utan höfuðborgarsvæðisins samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Embætti forstjóra nýrra stofnana verða auglýst um helgina og mun forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnun hafa aðsetur á Akureyri. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að markmiðið með staðsetningu aðseturs nýrra stofnana sé að stuðla að því að starfsfólk starfi í auknum mæli á landsbyggðinni í grennd við viðfangsefnið sem í þessu tilfelli sé náttúra landsins, umhverfi og auðlindir. Höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs verða eftir sem áður á Höfn í Hornafirði en þær voru færðar þangað árið 2022. „Við höfum lagt á það áherslu að færa störfin nær viðfangsefnum stofnana ráðuneytisins. Við erum þegar búin að færa aðsetur Vatnajökulsþjóðgarðs heim á Hornafjörð og með þessum breytingum stígum við enn stærri skref. Nýjar stofnanir verða öflugri og hagkvæmari einingar sem verða betur í stakk búnar að sinni skyldum sínum gagnvart náttúrunni og fólkinu sem þær þjónusta,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Alþingi samþykkti í júní lög um nýja Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun. Umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhvefisstofnunar, en Náttúruverndarstofnun tekur við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar. „Starfstöðvarnar eru þegar víða um land og því góður bragur á því að aðsetur þeirra verði utan höfuðborgarsvæðisins. Það er vert að nefna að fólki verður ekki gert að færa sig frá sínum starfstöðvum. Það er langtíma verkefni að færa störf út á land og þetta er enn eitt skrefið í þeirri vegferð,” segir Guðlaugur Þór. Í tilkynningunni kemur fram að fjöldi fastra starfsmanna hjá nýrri Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun verði um eða yfir hundrað manns hjá hvorri stofnun og eru stofnanirnar nú þegar með tuttugu fastar starfsstöðvar eða gestastofur víða um land en starfsmenn nýrrar Náttúrufræðistofnunar eru um áttatíu talsins með starfsstöðvar í Garðabæ, Akranesi, Djúpavogi og við Mývatn. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Akureyri Umhverfismál Orkumál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að markmiðið með staðsetningu aðseturs nýrra stofnana sé að stuðla að því að starfsfólk starfi í auknum mæli á landsbyggðinni í grennd við viðfangsefnið sem í þessu tilfelli sé náttúra landsins, umhverfi og auðlindir. Höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs verða eftir sem áður á Höfn í Hornafirði en þær voru færðar þangað árið 2022. „Við höfum lagt á það áherslu að færa störfin nær viðfangsefnum stofnana ráðuneytisins. Við erum þegar búin að færa aðsetur Vatnajökulsþjóðgarðs heim á Hornafjörð og með þessum breytingum stígum við enn stærri skref. Nýjar stofnanir verða öflugri og hagkvæmari einingar sem verða betur í stakk búnar að sinni skyldum sínum gagnvart náttúrunni og fólkinu sem þær þjónusta,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Alþingi samþykkti í júní lög um nýja Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun. Umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhvefisstofnunar, en Náttúruverndarstofnun tekur við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar. „Starfstöðvarnar eru þegar víða um land og því góður bragur á því að aðsetur þeirra verði utan höfuðborgarsvæðisins. Það er vert að nefna að fólki verður ekki gert að færa sig frá sínum starfstöðvum. Það er langtíma verkefni að færa störf út á land og þetta er enn eitt skrefið í þeirri vegferð,” segir Guðlaugur Þór. Í tilkynningunni kemur fram að fjöldi fastra starfsmanna hjá nýrri Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun verði um eða yfir hundrað manns hjá hvorri stofnun og eru stofnanirnar nú þegar með tuttugu fastar starfsstöðvar eða gestastofur víða um land en starfsmenn nýrrar Náttúrufræðistofnunar eru um áttatíu talsins með starfsstöðvar í Garðabæ, Akranesi, Djúpavogi og við Mývatn.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Akureyri Umhverfismál Orkumál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira