Glæsilegt gullregn og hlynur í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júlí 2024 20:04 Adda Hörn og Ólafur Jóhann, sem búa við götuna Reykjamörk í Hveragerði hér hjá glæsilega gullregninu sínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegasta gullregn landsins, ef ekki það glæsilegasta er í garði í Hveragerði en það hefur aldrei blómstrað jafn mikið og í sumar. Þá er líka glæsilegur hlynur í garðinum. Það er einstaklega gaman að koma í garðinn hjá þeim Öddu Hörn og Ólafi Jóhanni í Reykjamörkinni því garðurinn er svo vel hirtur og fallegur. Fallegast er þó gullregnið þeirra, sem er í miklum blóma þessa dagana eins og gullregn svo víða á Suðurlandi á þessum árstíma. „Við höldum að það hafi verið sett niður einhvern tímann rétt eftir 1970. Það er mjög fallegt en það er aðeins mismunandi á milli ára hvernig það er en ég segi oft, ég held að það hafi aldrei blómstrað eins mikið og núna en kannski er þetta bara svipað og það var. Í fyrra komu bara nokkrar greinar með blóm en það er mjög flott núna í ár,” segir Adda. Hverju þakkar þú það að það sé svona flott núna? „Ég veit það ekki, það tengist eitthvað veðrinu þegar það springa út bara nokkur blóm, það tengist eitthvað vorveðrinu held ég.” Og Adda segir tréð vekja mikla athygli í Hveragerði. „Jú, jú, ég sé það alveg, fólk er að mynda það hérna, fólk, sem kemur í Listaskálann og svo bara gangandi vegfarendur, þeir stoppa hérna við og mynda, enda mjög fallegt tré,” segir Adda. Gullregnið hefur líklega aldrei blómstrað eins fallega og í sumar enda er það mjög glæsilegt eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara glæsilegt gullregn í garðinum því þar er líka mjög fallegur hlynur eða garðahlynur eins og hann heitir. „Já, hann er líka mjög glæsilegur.“ En hvort er nú í meira upphaldi, hlynurinn eða gullregnið hjá Öddu? „Gullregnið á meðan það er í blóma en hlynurinn svo líka, ekki síður, hann er mjög fallegur, gefur gott skjól og svona.“ Og gæðastundir hjónanna í Reykjamörkinni eru í nýja gróðurhúsinu þar sem er sumar allt árið. „Við setjumst oft út á morgnanna með kaffibollann við hjónin og þetta lengir bæði sumarið og fram á haust og líka að maður geti sést út þegar það er rigning og hlustað bara á rigninguna í gróðurhúsin, það er mjög gott,” segir Adda alsæl með garðinn sinn, lífið og nýja gróðurhúsið. Garðahlynurinn er einstaklega fallegur hjá þeim Öddu og Ólafi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Blóm Tré Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Það er einstaklega gaman að koma í garðinn hjá þeim Öddu Hörn og Ólafi Jóhanni í Reykjamörkinni því garðurinn er svo vel hirtur og fallegur. Fallegast er þó gullregnið þeirra, sem er í miklum blóma þessa dagana eins og gullregn svo víða á Suðurlandi á þessum árstíma. „Við höldum að það hafi verið sett niður einhvern tímann rétt eftir 1970. Það er mjög fallegt en það er aðeins mismunandi á milli ára hvernig það er en ég segi oft, ég held að það hafi aldrei blómstrað eins mikið og núna en kannski er þetta bara svipað og það var. Í fyrra komu bara nokkrar greinar með blóm en það er mjög flott núna í ár,” segir Adda. Hverju þakkar þú það að það sé svona flott núna? „Ég veit það ekki, það tengist eitthvað veðrinu þegar það springa út bara nokkur blóm, það tengist eitthvað vorveðrinu held ég.” Og Adda segir tréð vekja mikla athygli í Hveragerði. „Jú, jú, ég sé það alveg, fólk er að mynda það hérna, fólk, sem kemur í Listaskálann og svo bara gangandi vegfarendur, þeir stoppa hérna við og mynda, enda mjög fallegt tré,” segir Adda. Gullregnið hefur líklega aldrei blómstrað eins fallega og í sumar enda er það mjög glæsilegt eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara glæsilegt gullregn í garðinum því þar er líka mjög fallegur hlynur eða garðahlynur eins og hann heitir. „Já, hann er líka mjög glæsilegur.“ En hvort er nú í meira upphaldi, hlynurinn eða gullregnið hjá Öddu? „Gullregnið á meðan það er í blóma en hlynurinn svo líka, ekki síður, hann er mjög fallegur, gefur gott skjól og svona.“ Og gæðastundir hjónanna í Reykjamörkinni eru í nýja gróðurhúsinu þar sem er sumar allt árið. „Við setjumst oft út á morgnanna með kaffibollann við hjónin og þetta lengir bæði sumarið og fram á haust og líka að maður geti sést út þegar það er rigning og hlustað bara á rigninguna í gróðurhúsin, það er mjög gott,” segir Adda alsæl með garðinn sinn, lífið og nýja gróðurhúsið. Garðahlynurinn er einstaklega fallegur hjá þeim Öddu og Ólafi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Blóm Tré Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent