Innlent

Niður­rif í Grinda­vík og fegnir leigu­bíl­stjórar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Grindvíkingar syrgja nýlegt íþróttahús bæjarins sem þarf að rífa en segja það einnig nauðsynlegt til að tryggja öryggi. Slökkvilið og verktakar hafa staðið í ströngu við að halda hraunflæði í skefjum við Svartsengi síðasta sólarhringinn.

Við kíkjum á eldgosið og förum til Grindavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Vantrauststillaga á hendur matvælaráðherra verður tekin fyrir á Alþingi í morgun. Heimir Már Pétursson verður í beinni frá þinginu og rýnir í stöðuna á lokametrum þingvetrarins.

Við sjáum einnig myndir frá nautaati á Spáni þar sem Íslendingur slasaðist alvarlega og ræðum við leigubílstjóra um eftirlit lögreglu. Tugir leigubílstjóra eiga von á kæru vegna ýmissa brota.

Þá kíkjum við á athöfn við leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í tilefni kvenréttindadagsins, heyrum allt um stóra jarðgangnadrauma í Færeyjum og verðum í beinni frá jaðarlistahátíðinni Reykjavík Fringe.

Í Sportpakkanum verður rætt við handboltaþjálfarann Guðmund Guðmundsson sem hefur framlengt samning sinn hjá danska félaginu Fredericia og í Íslandi í dag heyrum við í Sylvíu Briem sem veltir því fyrir sér hvort barneignir séu einungis ætlaðar þeim vel stæðu.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á Bylgjunni, Vísi og Stöð 2 klukkan 18:30

Klippa: Kvöldfréttir 19. júní 2024Fleiri fréttir

Sjá meira


×