Engin dóttir í fyrsta sinn í sextán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 08:41 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir misstu báðar af undankeppninni í ár en þær hafa verið með á flestum heimsleikum frá 2008. @thedavecastro CrossFit staðreyndasíðan Known & Knowable vekur á athygli á fjarveru íslenskra CrossFit kvenna á heimsleikunum í haust. Nú er undankeppni heimsleikanna lokið og því ljóst hverjir keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit í ár. Það er talsvert um breytingar á keppnishópnum en meira en helmingur þeirra kvenna sem voru á heimsleikunum í fyrra verða ekki með í ár. Þar á meðal eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir sem misstu báðar af undankeppninni í ár, Katrín vegna meiðsla og Anníe vegna barneignarleyfis. Engin önnur íslensk kona náði að komast í gegnum undankeppnina. Það þýðir að í fyrsta sinn frá árinu 2008, eða í sextán ár, er engin dóttir á heimsleikunum í CrossFit. Mest voru þær fimm á heimsleikunum árið 2019 þegar það kepptu auk Anníe Mistar og Katrínar Tönju þær Þuríður Erla Helgadóttir, Sara Sigmundsdóttir og Oddný Eik Gylfadóttir. Það höfðu líka verið tvær íslenskar dætur á öllum heimsleikunum frá og með árinu 2014 og að minnsta kosti fjórar á fimm heimsleikum í röð frá árunum 2015 til 2019. Það er því ekkert skrýtið að það þyki fréttnæmt að íslensku CrossFit konurnar séu nú allar fjarverandi. Hér fyrir neðan má sjá mjög athyglisverða samantekt á dætrum Íslands sem hafa keppt um heimsmeistaratitilinn frá því að Anníe Mist mætti fyrst á svæðið árið 2009. Known & Knowable segir að þetta sé vonandi bara smá hlé og það er hægt að taka undir það. Hin stórefnilega Bergrós Björnsdóttir stóð sig vel í undankeppninni og er með þeim bestu í heimi í sínum aldursflokki. Þá eigum við vonandi eftir að sjá meira af reynsluboltunum Anníe Mist, Katrínu Tönju og Söru Sigmundsdóttir en þær tvær síðastnefndu hafa verið að glíma við meiðsli. @known_knowable CrossFit Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Nú er undankeppni heimsleikanna lokið og því ljóst hverjir keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit í ár. Það er talsvert um breytingar á keppnishópnum en meira en helmingur þeirra kvenna sem voru á heimsleikunum í fyrra verða ekki með í ár. Þar á meðal eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir sem misstu báðar af undankeppninni í ár, Katrín vegna meiðsla og Anníe vegna barneignarleyfis. Engin önnur íslensk kona náði að komast í gegnum undankeppnina. Það þýðir að í fyrsta sinn frá árinu 2008, eða í sextán ár, er engin dóttir á heimsleikunum í CrossFit. Mest voru þær fimm á heimsleikunum árið 2019 þegar það kepptu auk Anníe Mistar og Katrínar Tönju þær Þuríður Erla Helgadóttir, Sara Sigmundsdóttir og Oddný Eik Gylfadóttir. Það höfðu líka verið tvær íslenskar dætur á öllum heimsleikunum frá og með árinu 2014 og að minnsta kosti fjórar á fimm heimsleikum í röð frá árunum 2015 til 2019. Það er því ekkert skrýtið að það þyki fréttnæmt að íslensku CrossFit konurnar séu nú allar fjarverandi. Hér fyrir neðan má sjá mjög athyglisverða samantekt á dætrum Íslands sem hafa keppt um heimsmeistaratitilinn frá því að Anníe Mist mætti fyrst á svæðið árið 2009. Known & Knowable segir að þetta sé vonandi bara smá hlé og það er hægt að taka undir það. Hin stórefnilega Bergrós Björnsdóttir stóð sig vel í undankeppninni og er með þeim bestu í heimi í sínum aldursflokki. Þá eigum við vonandi eftir að sjá meira af reynsluboltunum Anníe Mist, Katrínu Tönju og Söru Sigmundsdóttir en þær tvær síðastnefndu hafa verið að glíma við meiðsli. @known_knowable
CrossFit Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira