Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 16:54 Ólafur Stephensen segir aðgerðir matvæla- og dómsmálaráðherra ekki eiga heima í lýðræðisríki eins og Íslandi. Vísir/vilhelm Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. Ákæruvald og löggæsla eigi að njóta sjálfstæðis frá löggjafarvaldinu og afskipti af þessu tagi eigi ekki heima í lýðræðisríki eins og Íslandi. „Þetta er gjörsamlega út úr öllu korti. Ákæruvald og löggæsla njóta sjálfstæðis í okkar réttarkerfi og eins og dómsmálaráðuneytið ítrekaði í dag eiga afskipti af þessu tagi ekki heima í okkar lýðræðiskerfi og réttarríki. Þetta er bara eins og hlutirnir gerast í ríkjum sem skora miklu lægra á lýðræðisskalanum heldur en við. Þetta bara á ekki að eiga sér stað,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Starfsemi sem er ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg Ólafur segir ráðherrana vera búna að missa sjónar af hlutverki sínu og að afskiptin séu til komin vegna þess að starfsemi umræddra fyrirtækja, það er að segja fyrirtækja á sviði hvalveiða og netsölu áfengis, sé ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg. „Ef þetta eiga að verða einhver fordæmi fyrir það hvernig stjórnmálamenn ganga fram gagnvart fyrirtækjum sem eru í starfsemi sem er þeim ekki pólitískt þóknanleg, þá eigum við að hafa mjög miklar og alvarlegar áhyggjur,“ segir Ólafur. Ólafur skrifaði einnig grein sem birt var í dag á Vísi þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu sinni og félagsins. „Jafnvel þótt við séum bæði á móti hvalveiðum og netsölu á áfengi, getum við ekki leyft gerræðinu að ráða og ýtt reglum réttarríkisins til hliðar. Meira að segja fólk, sem hafa verið fengin jafnmikil völd og ráðherrarnir hafa, verður að sæta því að ná fram pólitískum markmiðum á lögmætum forsendum,“ skrifar hann meðal annars. Ráðherrarnir misnoti vald sitt Hann segir ráðherrana misnota vald sitt til að spilla rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja þegar þau eru þegar hvort um sig í stöðu til að leggja fram frumvörp til laga, hugnist þeim ekki téð starfsemi. „Ef þau treysta sér ekki til þess pólitískt þá eiga þau bara að gjöra svo vel að starfa innan ramma réttarríkissins að öðru leyti og hvorugt þeirra er að gera það,“ segir Ólafur. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Ákæruvald og löggæsla eigi að njóta sjálfstæðis frá löggjafarvaldinu og afskipti af þessu tagi eigi ekki heima í lýðræðisríki eins og Íslandi. „Þetta er gjörsamlega út úr öllu korti. Ákæruvald og löggæsla njóta sjálfstæðis í okkar réttarkerfi og eins og dómsmálaráðuneytið ítrekaði í dag eiga afskipti af þessu tagi ekki heima í okkar lýðræðiskerfi og réttarríki. Þetta er bara eins og hlutirnir gerast í ríkjum sem skora miklu lægra á lýðræðisskalanum heldur en við. Þetta bara á ekki að eiga sér stað,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Starfsemi sem er ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg Ólafur segir ráðherrana vera búna að missa sjónar af hlutverki sínu og að afskiptin séu til komin vegna þess að starfsemi umræddra fyrirtækja, það er að segja fyrirtækja á sviði hvalveiða og netsölu áfengis, sé ráðherrunum ekki pólitískt þóknanleg. „Ef þetta eiga að verða einhver fordæmi fyrir það hvernig stjórnmálamenn ganga fram gagnvart fyrirtækjum sem eru í starfsemi sem er þeim ekki pólitískt þóknanleg, þá eigum við að hafa mjög miklar og alvarlegar áhyggjur,“ segir Ólafur. Ólafur skrifaði einnig grein sem birt var í dag á Vísi þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu sinni og félagsins. „Jafnvel þótt við séum bæði á móti hvalveiðum og netsölu á áfengi, getum við ekki leyft gerræðinu að ráða og ýtt reglum réttarríkisins til hliðar. Meira að segja fólk, sem hafa verið fengin jafnmikil völd og ráðherrarnir hafa, verður að sæta því að ná fram pólitískum markmiðum á lögmætum forsendum,“ skrifar hann meðal annars. Ráðherrarnir misnoti vald sitt Hann segir ráðherrana misnota vald sitt til að spilla rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja þegar þau eru þegar hvort um sig í stöðu til að leggja fram frumvörp til laga, hugnist þeim ekki téð starfsemi. „Ef þau treysta sér ekki til þess pólitískt þá eiga þau bara að gjöra svo vel að starfa innan ramma réttarríkissins að öðru leyti og hvorugt þeirra er að gera það,“ segir Ólafur.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira