Vísbendingar um að lúsmýið sé komið á kreik Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 11:40 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að lúsmýið geri oft vart við sig í miðjum júní. Vísir/Vilhelm Borið hefur á því að fólk á höfuðborgarsvæðinu vakni með bit með tilheyrandi útbrotum og kláða. Vatnalíffræðingur segir að ekki sé hægt að fullyrða að um lúsmý sé að ræða, bitin gætu verið flóabit eða eftir bitmý. Lúsmýið geri þó einmitt yfirleitt atlögu að nóttu til og fari venjulega á kreik í júnímánuði. „Ég var nú uppi í Kjós um helgina og var bitinn af bitmý. Ég sá það bíta mig þegar ég var að slá í kringum bústaðinn. En lúsmýið gæti verið komið á kreik, það fer venjulega á kreik á þessum tíma,“ segir Gísli Már Gíslason vatnalíffræðingur. Hann segir að bitmýið bíti bara úti en lúsmýið bíti bæði inni og úti. Til að lúsmýið geti bitið þurfi að vera algjört logn. „Þess vegna verður fólk vart við lúsmýbit inni þegar það sefur,“ segir Gísli. Mikill kláði fylgir gjarnan bitunum eftir lúsmýVísir/Vilhelm Gísli segir að á þessum árstíma sæki flær úr fuglahreiðrum einnig í fólk, núna þegar ungarnir eru að fara úr hreiðrum. Þær bíti fólk oft við kálfana. Hálfómögulegt sé að greina bitin út frá útbrotunum eingöngu. „Sko það tekur tíma eftir svona kuldakast fyrir þetta að fara af stað. Við fylgdumst með þessu í Kjósinni í fyrra og mesta lúsmýið byrjaði að koma í byrjun júlí. En ég hef líka orðið var við það í miðjum júní ef vel viðrar,“ segir Gísli. Gísli segir að áframhaldandi rannsóknir verði í sumar á lúsmý og skyldleika stofnsins við aðrar tegundir. Reynt verði að komast að því hvaðan þær klekjast, vísbendingar séu um að það sé úr votlendi. Tvær tegundir af lúsmý séu í Færeyjum, en þær komið frá skítahaugum við fjárhús. Í Danmörku klekst lúsmýið oft í kringum svínabúin. „Þannig við eigum eftir að leita í þessum búsvæðum hér á landi, við geymum þær rannsóknir þar til allt annað hefur verið kannað,“ segir Gísli. Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. 11. júlí 2023 17:17 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
„Ég var nú uppi í Kjós um helgina og var bitinn af bitmý. Ég sá það bíta mig þegar ég var að slá í kringum bústaðinn. En lúsmýið gæti verið komið á kreik, það fer venjulega á kreik á þessum tíma,“ segir Gísli Már Gíslason vatnalíffræðingur. Hann segir að bitmýið bíti bara úti en lúsmýið bíti bæði inni og úti. Til að lúsmýið geti bitið þurfi að vera algjört logn. „Þess vegna verður fólk vart við lúsmýbit inni þegar það sefur,“ segir Gísli. Mikill kláði fylgir gjarnan bitunum eftir lúsmýVísir/Vilhelm Gísli segir að á þessum árstíma sæki flær úr fuglahreiðrum einnig í fólk, núna þegar ungarnir eru að fara úr hreiðrum. Þær bíti fólk oft við kálfana. Hálfómögulegt sé að greina bitin út frá útbrotunum eingöngu. „Sko það tekur tíma eftir svona kuldakast fyrir þetta að fara af stað. Við fylgdumst með þessu í Kjósinni í fyrra og mesta lúsmýið byrjaði að koma í byrjun júlí. En ég hef líka orðið var við það í miðjum júní ef vel viðrar,“ segir Gísli. Gísli segir að áframhaldandi rannsóknir verði í sumar á lúsmý og skyldleika stofnsins við aðrar tegundir. Reynt verði að komast að því hvaðan þær klekjast, vísbendingar séu um að það sé úr votlendi. Tvær tegundir af lúsmý séu í Færeyjum, en þær komið frá skítahaugum við fjárhús. Í Danmörku klekst lúsmýið oft í kringum svínabúin. „Þannig við eigum eftir að leita í þessum búsvæðum hér á landi, við geymum þær rannsóknir þar til allt annað hefur verið kannað,“ segir Gísli.
Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. 11. júlí 2023 17:17 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07
Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. 11. júlí 2023 17:17