Vísbendingar um að lúsmýið sé komið á kreik Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 11:40 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að lúsmýið geri oft vart við sig í miðjum júní. Vísir/Vilhelm Borið hefur á því að fólk á höfuðborgarsvæðinu vakni með bit með tilheyrandi útbrotum og kláða. Vatnalíffræðingur segir að ekki sé hægt að fullyrða að um lúsmý sé að ræða, bitin gætu verið flóabit eða eftir bitmý. Lúsmýið geri þó einmitt yfirleitt atlögu að nóttu til og fari venjulega á kreik í júnímánuði. „Ég var nú uppi í Kjós um helgina og var bitinn af bitmý. Ég sá það bíta mig þegar ég var að slá í kringum bústaðinn. En lúsmýið gæti verið komið á kreik, það fer venjulega á kreik á þessum tíma,“ segir Gísli Már Gíslason vatnalíffræðingur. Hann segir að bitmýið bíti bara úti en lúsmýið bíti bæði inni og úti. Til að lúsmýið geti bitið þurfi að vera algjört logn. „Þess vegna verður fólk vart við lúsmýbit inni þegar það sefur,“ segir Gísli. Mikill kláði fylgir gjarnan bitunum eftir lúsmýVísir/Vilhelm Gísli segir að á þessum árstíma sæki flær úr fuglahreiðrum einnig í fólk, núna þegar ungarnir eru að fara úr hreiðrum. Þær bíti fólk oft við kálfana. Hálfómögulegt sé að greina bitin út frá útbrotunum eingöngu. „Sko það tekur tíma eftir svona kuldakast fyrir þetta að fara af stað. Við fylgdumst með þessu í Kjósinni í fyrra og mesta lúsmýið byrjaði að koma í byrjun júlí. En ég hef líka orðið var við það í miðjum júní ef vel viðrar,“ segir Gísli. Gísli segir að áframhaldandi rannsóknir verði í sumar á lúsmý og skyldleika stofnsins við aðrar tegundir. Reynt verði að komast að því hvaðan þær klekjast, vísbendingar séu um að það sé úr votlendi. Tvær tegundir af lúsmý séu í Færeyjum, en þær komið frá skítahaugum við fjárhús. Í Danmörku klekst lúsmýið oft í kringum svínabúin. „Þannig við eigum eftir að leita í þessum búsvæðum hér á landi, við geymum þær rannsóknir þar til allt annað hefur verið kannað,“ segir Gísli. Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. 11. júlí 2023 17:17 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
„Ég var nú uppi í Kjós um helgina og var bitinn af bitmý. Ég sá það bíta mig þegar ég var að slá í kringum bústaðinn. En lúsmýið gæti verið komið á kreik, það fer venjulega á kreik á þessum tíma,“ segir Gísli Már Gíslason vatnalíffræðingur. Hann segir að bitmýið bíti bara úti en lúsmýið bíti bæði inni og úti. Til að lúsmýið geti bitið þurfi að vera algjört logn. „Þess vegna verður fólk vart við lúsmýbit inni þegar það sefur,“ segir Gísli. Mikill kláði fylgir gjarnan bitunum eftir lúsmýVísir/Vilhelm Gísli segir að á þessum árstíma sæki flær úr fuglahreiðrum einnig í fólk, núna þegar ungarnir eru að fara úr hreiðrum. Þær bíti fólk oft við kálfana. Hálfómögulegt sé að greina bitin út frá útbrotunum eingöngu. „Sko það tekur tíma eftir svona kuldakast fyrir þetta að fara af stað. Við fylgdumst með þessu í Kjósinni í fyrra og mesta lúsmýið byrjaði að koma í byrjun júlí. En ég hef líka orðið var við það í miðjum júní ef vel viðrar,“ segir Gísli. Gísli segir að áframhaldandi rannsóknir verði í sumar á lúsmý og skyldleika stofnsins við aðrar tegundir. Reynt verði að komast að því hvaðan þær klekjast, vísbendingar séu um að það sé úr votlendi. Tvær tegundir af lúsmý séu í Færeyjum, en þær komið frá skítahaugum við fjárhús. Í Danmörku klekst lúsmýið oft í kringum svínabúin. „Þannig við eigum eftir að leita í þessum búsvæðum hér á landi, við geymum þær rannsóknir þar til allt annað hefur verið kannað,“ segir Gísli.
Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. 11. júlí 2023 17:17 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07
Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. 11. júlí 2023 17:17