Innlent

Raf­magns­leysi í Kópa­vogi og Foss­vogi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Þennan miða má sjá í glugga verslunar Bónuss við Nýbýlaveg.
Þennan miða má sjá í glugga verslunar Bónuss við Nýbýlaveg. Vísir

Rafmagnslaust er í Kópavogi og Fossvogi vegna háspennubilunar. Þetta kemur fram á vef Veitna.

Þar segir að unnið sé að því að greina bilunina. Vonast er til þess að rafmagn verði komið á aftur innan stundar.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu víðtækt rafmagnsleysið er, en það nær hið minnsta til verslanna við Nýbýlaveg. Verslun Bónuss er lokuð vegna þess. Á miða á glugga verslunarinnar segir að hún muni opna „eins fljótt og hægt er.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×