Ósætti í Suðurnesjabæ vegna staðsetningar gervigrasvallar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 18:10 Óljóst er hvort meirihlutinn komi sér saman um niðurstöðu á bæjarfundinum í kvöld. Vísir Ósætti ríkir í bæjarstjórnmálunum í Suðurnesjabæ vegna ágreinings um staðsetningu nýs gervigrasvallar. Á síðasta fundi bæjarráðs ákváðu fulltrúar meirihltua Framsóknar og Sjálfstæðsflokksins að leggja fram tillögu um að gervigrasvöllurinn yrði reistur í Sandgerði en ekki í Garði. Samráðsteymi var skipað í mars og í því sátu íþrótta- og tómstundafulltrúi og starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs. Einnig var formönnum knattsprnudeildar Víðis og aðalstjórnar Reynis boðið á fund teymisins. Þann 10. maí síðastliðinn ákvað samráðsteymið að leggja það til að gervigrasvöllurinn yrði settur þar sem gamli malarvöllurinn stendur í dag við hlið aðalvallar Víðis í Garði. Sólmundur Ingi Einvarðsson, stjórnarmaður og fyrrverandi formaður hjá knattspyrnufélaginu Víði, birti færslu í dag á síðu sína á Facebook þar sem hann segir að á bæjarráðsfundi 29. maí hafi fulltrúar meirihlutans, þeir Magnús S. Magnússon fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Anton Kristinn Guðmundsson fulltrúi Framsóknar, útbúið eigin tillögu án vitundar nokkurs manns. Sú tillaga var á þá leið að völlurinn yrði staðsettur á aðalvelli Reynis í Sandgerði. „Ég spyr mig hvernig þeir Anton og Magnús réttlæta það fyrir sjálfum sér og íbúum bæjarins þessa ákvörðum og vinnuhætti. Þeir skipuðu sérstakt teymi með nákvæmlega þetta hlutverk, að komast að niðurstöðu um staðsetningu, sem unnin yrði af fulltrúum beggja félaga. Í framhaldi þess þegar tillagan er svo kynnt, er henni hreinlega grýtt til hliðar, og vinna teymisins því til einskis,“ skrifar Sólmundur. „Ég spyr sömuleiðis hvort aðrir fulltrúar meirihlutasamstarfs B- og D-lista ætli að leyfa þessum vinnubrögðum að viðgangast. Verði þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í kvöld, er einfaldlega verið að staðfesta að í Suðurnesjabæ ríki ófagleg stjórnsýsla. Ekki tekið mark á vinnuhópum og teymum sem þau skipa sjálf, heldur virðist þetta vera geðþótta ákvörðun ákveðna einstaklinga,“ bætir hann við. Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Samráðsteymi var skipað í mars og í því sátu íþrótta- og tómstundafulltrúi og starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs. Einnig var formönnum knattsprnudeildar Víðis og aðalstjórnar Reynis boðið á fund teymisins. Þann 10. maí síðastliðinn ákvað samráðsteymið að leggja það til að gervigrasvöllurinn yrði settur þar sem gamli malarvöllurinn stendur í dag við hlið aðalvallar Víðis í Garði. Sólmundur Ingi Einvarðsson, stjórnarmaður og fyrrverandi formaður hjá knattspyrnufélaginu Víði, birti færslu í dag á síðu sína á Facebook þar sem hann segir að á bæjarráðsfundi 29. maí hafi fulltrúar meirihlutans, þeir Magnús S. Magnússon fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Anton Kristinn Guðmundsson fulltrúi Framsóknar, útbúið eigin tillögu án vitundar nokkurs manns. Sú tillaga var á þá leið að völlurinn yrði staðsettur á aðalvelli Reynis í Sandgerði. „Ég spyr mig hvernig þeir Anton og Magnús réttlæta það fyrir sjálfum sér og íbúum bæjarins þessa ákvörðum og vinnuhætti. Þeir skipuðu sérstakt teymi með nákvæmlega þetta hlutverk, að komast að niðurstöðu um staðsetningu, sem unnin yrði af fulltrúum beggja félaga. Í framhaldi þess þegar tillagan er svo kynnt, er henni hreinlega grýtt til hliðar, og vinna teymisins því til einskis,“ skrifar Sólmundur. „Ég spyr sömuleiðis hvort aðrir fulltrúar meirihlutasamstarfs B- og D-lista ætli að leyfa þessum vinnubrögðum að viðgangast. Verði þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í kvöld, er einfaldlega verið að staðfesta að í Suðurnesjabæ ríki ófagleg stjórnsýsla. Ekki tekið mark á vinnuhópum og teymum sem þau skipa sjálf, heldur virðist þetta vera geðþótta ákvörðun ákveðna einstaklinga,“ bætir hann við.
Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira