Framkvæmdir hafnar við umferðarþyngstu gatnamótin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2024 12:59 Framkvæmdunum er ætlað að auka öryggi þeirra sem fara ferðir sínar gangandi og hjólandi. Vísir/arnar Framkvæmdir eru hafnar við umferðarþyngstu gatnamót landsins. Þær munu tefja umferð í sumar en markmiðið er að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Borgarbúar gætu hafa fundið fyrir þyngri umferð við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verkfræðistofan Efla hannaði breytingarnar en verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar og er til að auka öryggi gangandi og hjólandi. „Það er þannig í dag að á öllum fjórum örmum gatnamótanna er frítt flæði fyrir þá sem eru að beygja til hægri þannig að þeir þurfa ekki að stoppa á ljósum, það þýðir að þegar gangandi og hjólandi eru að fara yfir þá er mögulegur árekstrapunktur þar. Það er verið að reyna að hægja á þeim sem eru að aka þannig að það verði þá minni líkur á slysi milli þeirra. Síðan er verið að bæta við lýsingu og gera þá sem eru gangandi og hjólandi sýnilegri og bæta við öryggisatriðum eins og aðvörunarhellum og leiðilínum fyrir blinda og sjónskerta,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Þessum framkvæmdum munu fylgja umferðartafir á þessum umferðaþungu gatnamótum en verklok eru áætluð 19. ágúst. „Því var við að búast þess vegna væri rétt að gera þetta á tímum þar sem bílaumferð er minni. Nú eru skólarnir flestir komnir í sumarfrí og umferðin er hægt og rólega að minnka og þess vegna er þessi tími valinn,“ segir Bjarni. Er þetta mikil framkvæmd sem þið eruð að ráðast í? „Þetta er ekki stór framkvæmd í rauninni en hins vegar er þetta mjög flókið út af því að þetta eru umferðarþyngstu gatnamótin á Íslandi og þetta tekur mesta tímann út af því en verkið í sjálfu sér er einfalt en allt í kringum það er flókið. Það eru bílarnir, það er umferðin já, og bara vonandi að fólk geti sýnt okkur smá skilning á meðan við erum að reyna að klára þetta,“ segir Jón Kristinsson, verkstjóri hjá Gleipni verktökum. Vegagerð Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Borgarbúar gætu hafa fundið fyrir þyngri umferð við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verkfræðistofan Efla hannaði breytingarnar en verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar og er til að auka öryggi gangandi og hjólandi. „Það er þannig í dag að á öllum fjórum örmum gatnamótanna er frítt flæði fyrir þá sem eru að beygja til hægri þannig að þeir þurfa ekki að stoppa á ljósum, það þýðir að þegar gangandi og hjólandi eru að fara yfir þá er mögulegur árekstrapunktur þar. Það er verið að reyna að hægja á þeim sem eru að aka þannig að það verði þá minni líkur á slysi milli þeirra. Síðan er verið að bæta við lýsingu og gera þá sem eru gangandi og hjólandi sýnilegri og bæta við öryggisatriðum eins og aðvörunarhellum og leiðilínum fyrir blinda og sjónskerta,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Þessum framkvæmdum munu fylgja umferðartafir á þessum umferðaþungu gatnamótum en verklok eru áætluð 19. ágúst. „Því var við að búast þess vegna væri rétt að gera þetta á tímum þar sem bílaumferð er minni. Nú eru skólarnir flestir komnir í sumarfrí og umferðin er hægt og rólega að minnka og þess vegna er þessi tími valinn,“ segir Bjarni. Er þetta mikil framkvæmd sem þið eruð að ráðast í? „Þetta er ekki stór framkvæmd í rauninni en hins vegar er þetta mjög flókið út af því að þetta eru umferðarþyngstu gatnamótin á Íslandi og þetta tekur mesta tímann út af því en verkið í sjálfu sér er einfalt en allt í kringum það er flókið. Það eru bílarnir, það er umferðin já, og bara vonandi að fólk geti sýnt okkur smá skilning á meðan við erum að reyna að klára þetta,“ segir Jón Kristinsson, verkstjóri hjá Gleipni verktökum.
Vegagerð Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira