Brynjar grætur ekki fylgistap Vg sem hann segir þeim sjálfum að kenna Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2024 16:39 Brynjar segir algjörlega galið að vilja kenna Sjálfstæðisflokknum um fylgishrun, Jódís geti bara kennt sjálfri sér og Vinstri grænum um það. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur minna en ekkert fyrir það tal að Vinstri grænir séu nú búnir að gefa meira en nóg eftir, með vísan til fylgishruns. Brynjar vitnar í Facebookpistli til þess sem Jódís Skúladóttir vinstri grænum sagði og Vísir greindi frá að hreyfingin gæti ekki gefið meiri afslátt. Hún vill setja fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert,“ sagði Jódís í samtali við Vísi. Brynjar segir að Jódís hafi nefnt fylgishrun flokksins í skoðanakönnunum, og þá einkum í sambandi við útlendingafrumvarpið og breytingar á lögreglulögum um auknar heimildir til handa lögreglu. Að sögn Brynjars snúa þessi mál ekki einu sinni um vinstri og hægri heldur um raunsæi og skilningi á nauðsyn þess að bregðast við breyttum aðstæðum. Þýðir ekkert að kenna Sjálfstæðisflokki um fylgishrunið „Upplifun sjálfstæðismanna er ekki sú að Vg hafi þurft að gefa svo eftir í þessu stjórnarsamstarfi, öðru nær. Að vísu hefur Vg ekki fengið í gegn að hækka alla skatta en það er ekki eftirgjöf. Þó hafa þeir náð í gegn nýjum loftslagssköttum sem engu bjarga og gera ekkert annað en að skaða íslenskt atvinnulíf í samkeppni við heiminn, sem neytendur bera kostnaðinn af á endanum.“ Brynjar segir að Vinstri græn þurfi ekki að kvarta undan einu né neinu, þau hafi náð í gegn alls konar aukaútgjöldum fyrir ríkið, einkum til hagsmunahópa sem berjast fyrir sömu pólitík. „Fylgishrun Vg er ekki vegna eftirgjafar í stjórnarsamstarfinu. Frekar mætti segja að fylgistap hinna stjórnarflokkanna sé vegna eftirgjafar við Freka kallinn í samstarfinu. Rannsóknir sýna að það getur verið fjandanum erfiðara að vera í samstarfi með fólki sem lætur skynsemi og raunsæi víkja alfarið fyrir tilfinningum.“ Vinstri græn geta sjálfum sér um kennt Vandi Vinstri grænna er þannig fyrst og fremst sá, að mati Brynjars, að flokkurinn sé enn fastur í gjaldþrota hugmyndafræði, sem byggist að mestu á stækri andúð á einkaframtaki í atvinnulífinu og atvinnufrelsi almennt. „Frelsi einstaklingsins er þeim ekki hugleikið enda skilgreina þau sig sem sósíalista. Ríkisvæðing og útþensla báknsins er þeirra hjartans mál. Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er vegna eftirgjafar og rænuleysis í þessum efnum. Fylgishrun Vg er hins vegar vegna þess að ungt fólk hefur lítinn áhuga á þessu stjórnlyndi í öllu og veit að tækifæri og sókn til betri lífskjara er ekki í gegnum stefnu og hugmyndafræði Vg. Þess vegna færist tapað fylgi Vg ekki til Sósíalistaflokksins.“ Af þessu má sjá að eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr forystu Vinstri grænna virðist fátt um varnir og skeytasendingarnar ganga á milli. Alþingi Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
Brynjar vitnar í Facebookpistli til þess sem Jódís Skúladóttir vinstri grænum sagði og Vísir greindi frá að hreyfingin gæti ekki gefið meiri afslátt. Hún vill setja fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert,“ sagði Jódís í samtali við Vísi. Brynjar segir að Jódís hafi nefnt fylgishrun flokksins í skoðanakönnunum, og þá einkum í sambandi við útlendingafrumvarpið og breytingar á lögreglulögum um auknar heimildir til handa lögreglu. Að sögn Brynjars snúa þessi mál ekki einu sinni um vinstri og hægri heldur um raunsæi og skilningi á nauðsyn þess að bregðast við breyttum aðstæðum. Þýðir ekkert að kenna Sjálfstæðisflokki um fylgishrunið „Upplifun sjálfstæðismanna er ekki sú að Vg hafi þurft að gefa svo eftir í þessu stjórnarsamstarfi, öðru nær. Að vísu hefur Vg ekki fengið í gegn að hækka alla skatta en það er ekki eftirgjöf. Þó hafa þeir náð í gegn nýjum loftslagssköttum sem engu bjarga og gera ekkert annað en að skaða íslenskt atvinnulíf í samkeppni við heiminn, sem neytendur bera kostnaðinn af á endanum.“ Brynjar segir að Vinstri græn þurfi ekki að kvarta undan einu né neinu, þau hafi náð í gegn alls konar aukaútgjöldum fyrir ríkið, einkum til hagsmunahópa sem berjast fyrir sömu pólitík. „Fylgishrun Vg er ekki vegna eftirgjafar í stjórnarsamstarfinu. Frekar mætti segja að fylgistap hinna stjórnarflokkanna sé vegna eftirgjafar við Freka kallinn í samstarfinu. Rannsóknir sýna að það getur verið fjandanum erfiðara að vera í samstarfi með fólki sem lætur skynsemi og raunsæi víkja alfarið fyrir tilfinningum.“ Vinstri græn geta sjálfum sér um kennt Vandi Vinstri grænna er þannig fyrst og fremst sá, að mati Brynjars, að flokkurinn sé enn fastur í gjaldþrota hugmyndafræði, sem byggist að mestu á stækri andúð á einkaframtaki í atvinnulífinu og atvinnufrelsi almennt. „Frelsi einstaklingsins er þeim ekki hugleikið enda skilgreina þau sig sem sósíalista. Ríkisvæðing og útþensla báknsins er þeirra hjartans mál. Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er vegna eftirgjafar og rænuleysis í þessum efnum. Fylgishrun Vg er hins vegar vegna þess að ungt fólk hefur lítinn áhuga á þessu stjórnlyndi í öllu og veit að tækifæri og sókn til betri lífskjara er ekki í gegnum stefnu og hugmyndafræði Vg. Þess vegna færist tapað fylgi Vg ekki til Sósíalistaflokksins.“ Af þessu má sjá að eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr forystu Vinstri grænna virðist fátt um varnir og skeytasendingarnar ganga á milli.
Alþingi Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira