Dæmdur þrettán árum eftir eitt stærsta rán Íslandssögunnar Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júní 2024 14:08 Verðmæti þýfisins í Michelsen-ráninu var um 50 milljónir króna. Vilhelm Pawel Artur Tyminski hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði vegna ráns sem framið var í úra- og skartgripaversluninni Michelsen árið 2011. Þrír samverkamenn hans voru dæmdir vegna þessa sama ráns árið 2012. Svo virðist sem Pawel hafi verið handtekinn vegna málsins í Póllandi árið 2021. Í umræddu ráni tóku mennirnir 49 armbandsúr af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen ófrjálsri hendi en verðmæti þeirra hljóðaði upp á rúmlega fimmtíu milljónir króna. Um er að ræða eitt stærsta rán Íslandssögunnar. Þaulskipulagt rán Í dómi héraðsdóms er greint frá því hvernig mennirnir frömdu ránið. Þeir komu hingað til lands með í október 2011 gagngert til að fremja ránið. Einn kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 11. október, en hinir flugu til Íslands og lentu á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum fyrr. Aðfararnótt 14. október tóku mennirnir tvo bíla í heimildarleysi. Annan við Eskihlíð og hinn við Öldugötu. Síðan stálu þeir þriðja og fjórða bílnum við Ásabraut í Kópavogi annars vegar og við Gnoðarvog í Reykjavík á sextánda degi sama mánaðar. Bílarnir voru allir notaðir við ránið og fundust víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í kjölfarið. Sjálft ránið var framið 17. október, en í ákæru segir að fjórmenningarnir hafi ruðst inn í úra- og skartgripaverslunina Michelsen á Laugavegi með andlit sín hulin. Þar hafi þeir ógnað starfsmönnum með ógnandi framkomu og leikfangabyssum, sem starfsmennirnir töldu vera alvöru skotvopn. Þeir skipuðu starfsmönnunum að leggjast á gólfið og brutu síðan upp hirslur og höfðu þessi 49 armbandsúr með sér á brott. Þaðan fóru þeir á Vegamótastíg og óku á brott í einum bílnum og skiptu síðan um bíl. Mennirnir földu síðan ránsfenginn í einum bílnum. Einn þeirra gætti að bílnum og hugðist koma honum og þýfinu úr landi með Norrænu, en var handtekinn þann 26. október. Hinir fóru af landi brott með flugi frá Keflavíkurflugvelli. Hér má sjá innslag úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 frá árinu 2011 um málið þegar úrin komust aftur í réttar hendur. Sýndi iðrun Það er ekki fyrr en nú, rúmum áratug síðar, sem Pawel hlýtur dóm vegna málsins. Hann játaði skýlaust sök fyrir dómi. Hann velti því þó upp hvort bílastuldurinn væri fyrndur en héraðsdómur féllst ekki á það þar sem um nauðsynlegan þátt í ráninu var að ræða. Pawel, sem er pólskur ríkisborgari, virðist hafa verið handtekinn vegna málsins í heimalandi sínu árið 2021. Hann hefur hvorki hlotið dóm hér á landi áður né í Póllandi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að langt væri liðið síðan brotin voru framin, en einnig að um væri að ræða stórt skipulagt rán. Hann er sagður hafa verið samstarfsfús við lögreglu, játað brot sín skýlaust og sýnt iðrun. Líkt og áður segir hlaut hann fjögurra ára fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða lögmanni sínum 1,8 milljónir króna. Rán í Michelsen 2011 Dómsmál Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Svo virðist sem Pawel hafi verið handtekinn vegna málsins í Póllandi árið 2021. Í umræddu ráni tóku mennirnir 49 armbandsúr af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen ófrjálsri hendi en verðmæti þeirra hljóðaði upp á rúmlega fimmtíu milljónir króna. Um er að ræða eitt stærsta rán Íslandssögunnar. Þaulskipulagt rán Í dómi héraðsdóms er greint frá því hvernig mennirnir frömdu ránið. Þeir komu hingað til lands með í október 2011 gagngert til að fremja ránið. Einn kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 11. október, en hinir flugu til Íslands og lentu á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum fyrr. Aðfararnótt 14. október tóku mennirnir tvo bíla í heimildarleysi. Annan við Eskihlíð og hinn við Öldugötu. Síðan stálu þeir þriðja og fjórða bílnum við Ásabraut í Kópavogi annars vegar og við Gnoðarvog í Reykjavík á sextánda degi sama mánaðar. Bílarnir voru allir notaðir við ránið og fundust víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í kjölfarið. Sjálft ránið var framið 17. október, en í ákæru segir að fjórmenningarnir hafi ruðst inn í úra- og skartgripaverslunina Michelsen á Laugavegi með andlit sín hulin. Þar hafi þeir ógnað starfsmönnum með ógnandi framkomu og leikfangabyssum, sem starfsmennirnir töldu vera alvöru skotvopn. Þeir skipuðu starfsmönnunum að leggjast á gólfið og brutu síðan upp hirslur og höfðu þessi 49 armbandsúr með sér á brott. Þaðan fóru þeir á Vegamótastíg og óku á brott í einum bílnum og skiptu síðan um bíl. Mennirnir földu síðan ránsfenginn í einum bílnum. Einn þeirra gætti að bílnum og hugðist koma honum og þýfinu úr landi með Norrænu, en var handtekinn þann 26. október. Hinir fóru af landi brott með flugi frá Keflavíkurflugvelli. Hér má sjá innslag úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 frá árinu 2011 um málið þegar úrin komust aftur í réttar hendur. Sýndi iðrun Það er ekki fyrr en nú, rúmum áratug síðar, sem Pawel hlýtur dóm vegna málsins. Hann játaði skýlaust sök fyrir dómi. Hann velti því þó upp hvort bílastuldurinn væri fyrndur en héraðsdómur féllst ekki á það þar sem um nauðsynlegan þátt í ráninu var að ræða. Pawel, sem er pólskur ríkisborgari, virðist hafa verið handtekinn vegna málsins í heimalandi sínu árið 2021. Hann hefur hvorki hlotið dóm hér á landi áður né í Póllandi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að langt væri liðið síðan brotin voru framin, en einnig að um væri að ræða stórt skipulagt rán. Hann er sagður hafa verið samstarfsfús við lögreglu, játað brot sín skýlaust og sýnt iðrun. Líkt og áður segir hlaut hann fjögurra ára fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða lögmanni sínum 1,8 milljónir króna.
Rán í Michelsen 2011 Dómsmál Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira