„Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Margrét Björk Jónsdóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 30. maí 2024 17:01 Ljóst er að varnargarðar við Grindavík hafa bjargað því að byggðin færi undir hraun. Vísir/Vilhelm Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, formann bæjarráðs Grindavíkur á Reykjanesskaga fyrir stundu. Þar hófst eldgos í gær, það fimmta á aðeins um hálfu ári. „Mér sýnist þetta nú bara hafa farið ótrúlega vel,“ segir Hjálmar. „Þetta leit alls ekki vel út í gær, það var mikill hraði á þessu, við fengum mikið hraun vestan við bæinn. Eins safnaðist það upp og fór í austurátt. En við erum gríðarlega þakklát þessum varnargörðum sem hafa alveg bjargað byggðinni. Þeir sanna sig enn og aftur.“ En ef þeir væru ekki, hvernig væri staðan þá? „Ég skal lofa þér að hún væri öðruvísi. Ég vil ekki spá lengra en það er alveg á hreinu að þeir eru búnir að bjarga þessari byggð hérna oftar en einusinni.“ Áhyggjur voru uppi um að hraunið næði innviðum á Svartsengi, en sem betur fer fór ekki svo. Þó urðu einhverjar skemmdir, meðal annars á rafmagnslínum og á vegum. „Eins og sést tók hraunið rafmagn sem var búið að setja yfir hitt hraunið svo við erum rafmagnslaus í dag. En menn eru nú ótrúlega fljótir að gera við og jafnvel verður hægt að strengja bara í þetta aftur, en það eru kannski fróðari menn en ég sem segja til um það. En eins og ég segi lítur mun betur út en á sama tíma og í gær.“ Þreyta komin í íbúa og viðbragðsaðila Varðandi vegina sem fóru undir hraun segir Hjálmar að menn séu ótrúlega fljótir að opna þá aftur. „Þeir eru alveg ótrúlegir, þessir menn sem eru að vinna í þessum varnargörðum og vegagerðum og ég gæti endalaust talið upp. Þeir eru ótrúlega fljótir að laga og bæta það sem fer úrskeiðis hverju sinni. Þeir eiga heiður skilinn fyrir sína vinnu allan þennan tíma.“ Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg í þriðja skipti í gær.Vísir/Vilhelm Finnst þér hugur í Grindvíkingum að koma heim aftur? „Sumir vilja bíða og það er algjörlega skiljanlegt. En þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós. Það er allt of snemmt að afskrifa Grindavík. Byggðin er heil og hér er sterkt fólk sem vill koma og reisa þetta við. En hins vegar verðum við bara að vera þolinmóð og bíða og sjá hvað náttúran gerir.“ Nokkrir vísindamenn hafa spáð því að eldsumbrotum ljúki í sumar. „Það væri óskandi. Við tækjum því fagnandi, þetta er orðið langur tími, erfitt fyrir íbúa, almannavarnir, lögreglu og viðbragðsaðila. það er komin þreyta í fólk og það er algjörlega skiljanlegt,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, formann bæjarráðs Grindavíkur á Reykjanesskaga fyrir stundu. Þar hófst eldgos í gær, það fimmta á aðeins um hálfu ári. „Mér sýnist þetta nú bara hafa farið ótrúlega vel,“ segir Hjálmar. „Þetta leit alls ekki vel út í gær, það var mikill hraði á þessu, við fengum mikið hraun vestan við bæinn. Eins safnaðist það upp og fór í austurátt. En við erum gríðarlega þakklát þessum varnargörðum sem hafa alveg bjargað byggðinni. Þeir sanna sig enn og aftur.“ En ef þeir væru ekki, hvernig væri staðan þá? „Ég skal lofa þér að hún væri öðruvísi. Ég vil ekki spá lengra en það er alveg á hreinu að þeir eru búnir að bjarga þessari byggð hérna oftar en einusinni.“ Áhyggjur voru uppi um að hraunið næði innviðum á Svartsengi, en sem betur fer fór ekki svo. Þó urðu einhverjar skemmdir, meðal annars á rafmagnslínum og á vegum. „Eins og sést tók hraunið rafmagn sem var búið að setja yfir hitt hraunið svo við erum rafmagnslaus í dag. En menn eru nú ótrúlega fljótir að gera við og jafnvel verður hægt að strengja bara í þetta aftur, en það eru kannski fróðari menn en ég sem segja til um það. En eins og ég segi lítur mun betur út en á sama tíma og í gær.“ Þreyta komin í íbúa og viðbragðsaðila Varðandi vegina sem fóru undir hraun segir Hjálmar að menn séu ótrúlega fljótir að opna þá aftur. „Þeir eru alveg ótrúlegir, þessir menn sem eru að vinna í þessum varnargörðum og vegagerðum og ég gæti endalaust talið upp. Þeir eru ótrúlega fljótir að laga og bæta það sem fer úrskeiðis hverju sinni. Þeir eiga heiður skilinn fyrir sína vinnu allan þennan tíma.“ Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg í þriðja skipti í gær.Vísir/Vilhelm Finnst þér hugur í Grindvíkingum að koma heim aftur? „Sumir vilja bíða og það er algjörlega skiljanlegt. En þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós. Það er allt of snemmt að afskrifa Grindavík. Byggðin er heil og hér er sterkt fólk sem vill koma og reisa þetta við. En hins vegar verðum við bara að vera þolinmóð og bíða og sjá hvað náttúran gerir.“ Nokkrir vísindamenn hafa spáð því að eldsumbrotum ljúki í sumar. „Það væri óskandi. Við tækjum því fagnandi, þetta er orðið langur tími, erfitt fyrir íbúa, almannavarnir, lögreglu og viðbragðsaðila. það er komin þreyta í fólk og það er algjörlega skiljanlegt,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira